Höfuðmeiðsli ekki fengið næga athygli Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 16. maí 2018 06:00 Guðjón Árni segir að leikmenn feli oft höfuðáverka. Vísir/Stefán Fyrrverandi knattspyrnukappinn Guðjón Árni Antoníusson hefur tekið við starfi aðstoðarskólastjóra í Gerðaskóla í Garði. Guðjón Árni ákvað í fyrra að draga sig úr leik eftir að hafa lengi glímt við eftirköst höfuðmeiðsla í boltanum. Hann hefur kennt íþróttir í grunnskóla frá 2008 og segist spenntur að takast á við nýtt hlutverk. ,,Ástæðan fyrir að ég hætti var röð höfuðhögga sem höfðu mikil áhrif á mig. Bæði fékk ég spörk í höfuðið og bolta í höfuðið á skömmum tíma,“ segir Guðjón Árni sem spilaði í 15 ár með meistaraflokki Keflavíkur að undanskildum þremur árum, frá 2012-2014. Hann fékk sitt fyrsta höfuðhögg á æfingu árið 2013 og stuttu seinna fékk hann annað og svo þriðja höfuðhöggið sem hafði slæmar afleiðingar. „Þetta byrjaði að hafa áhrif á mínar hversdagslegu athafnir. Ég gat ekki sinnt einföldustu hlutum. Ég upplifði móðukennda sjón, svima og jafnvægisleysi,“ segir Guðjón Árni sem var iðulega undir læknishendi hjá ýmsum læknum vegna höfuðáverkanna. „Þegar ég fékk grænt ljós um að fara aftur í boltann þá létti mér mjög mikið. Ég vildi bara spila, þetta var mín ástríða.“ Guðjón segir fræðslu um höfuðáverka lengi hafa verið ábótavant í íþróttaheiminum og hana þyrfti að bæta, en þó hafi ákveðin vitundarvakning átt sér stað undanfarið og umræðan sé hægt og rólega að opnast. Leikmenn hafi oftar en ekki falið slík meiðsli fyrir sjálfum sér og öðrum enda keppnisskap mikið. ,,Ég vissi eiginlega ekki neitt um þetta. Það voru aðrir sem höfðu lent í þessu, bæði í handbolta og fótbolta, og varð ég samferða þeim í gegnum bataferlið. Þar fékk ég að kynnast alvöru málsins,“ segir Guðjón Árni en Sara Hrund Helgadóttir, fyrrverandi knattspyrnukona í meistaraflokki Grindavíkur, steig fram fyrir um hálfu ári og sagði frá þrálátum höfuðverkjum og vanlíðan í mörg ár, eftir að hafa hlotið höfuðmeiðsli í leikjum en hún fékk heilahristing sex sinnum. ,,Það tók mig þrjú ár að átta mig á því að heilsan væri ofar öllu. Ef heilsan er ekki í lagi þá er ekkert í lagi. Það er lagt mikið upp úr því að þú þurfir að vera harður og því er slegið upp að það sé eitthvað töff að harka af sér. Sem það verður þó ekki ef þú ert að glíma við varanlegan skaða vegna höfuðáverka. Eftir svona höfuðáverka er mikilvægt að hvíla sig og hlúa að heilsunni. Menn þurfa að passa sig og taka ekki of mikla áhættu,“ segir Guðjón Árni. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Sjá meira
Fyrrverandi knattspyrnukappinn Guðjón Árni Antoníusson hefur tekið við starfi aðstoðarskólastjóra í Gerðaskóla í Garði. Guðjón Árni ákvað í fyrra að draga sig úr leik eftir að hafa lengi glímt við eftirköst höfuðmeiðsla í boltanum. Hann hefur kennt íþróttir í grunnskóla frá 2008 og segist spenntur að takast á við nýtt hlutverk. ,,Ástæðan fyrir að ég hætti var röð höfuðhögga sem höfðu mikil áhrif á mig. Bæði fékk ég spörk í höfuðið og bolta í höfuðið á skömmum tíma,“ segir Guðjón Árni sem spilaði í 15 ár með meistaraflokki Keflavíkur að undanskildum þremur árum, frá 2012-2014. Hann fékk sitt fyrsta höfuðhögg á æfingu árið 2013 og stuttu seinna fékk hann annað og svo þriðja höfuðhöggið sem hafði slæmar afleiðingar. „Þetta byrjaði að hafa áhrif á mínar hversdagslegu athafnir. Ég gat ekki sinnt einföldustu hlutum. Ég upplifði móðukennda sjón, svima og jafnvægisleysi,“ segir Guðjón Árni sem var iðulega undir læknishendi hjá ýmsum læknum vegna höfuðáverkanna. „Þegar ég fékk grænt ljós um að fara aftur í boltann þá létti mér mjög mikið. Ég vildi bara spila, þetta var mín ástríða.“ Guðjón segir fræðslu um höfuðáverka lengi hafa verið ábótavant í íþróttaheiminum og hana þyrfti að bæta, en þó hafi ákveðin vitundarvakning átt sér stað undanfarið og umræðan sé hægt og rólega að opnast. Leikmenn hafi oftar en ekki falið slík meiðsli fyrir sjálfum sér og öðrum enda keppnisskap mikið. ,,Ég vissi eiginlega ekki neitt um þetta. Það voru aðrir sem höfðu lent í þessu, bæði í handbolta og fótbolta, og varð ég samferða þeim í gegnum bataferlið. Þar fékk ég að kynnast alvöru málsins,“ segir Guðjón Árni en Sara Hrund Helgadóttir, fyrrverandi knattspyrnukona í meistaraflokki Grindavíkur, steig fram fyrir um hálfu ári og sagði frá þrálátum höfuðverkjum og vanlíðan í mörg ár, eftir að hafa hlotið höfuðmeiðsli í leikjum en hún fékk heilahristing sex sinnum. ,,Það tók mig þrjú ár að átta mig á því að heilsan væri ofar öllu. Ef heilsan er ekki í lagi þá er ekkert í lagi. Það er lagt mikið upp úr því að þú þurfir að vera harður og því er slegið upp að það sé eitthvað töff að harka af sér. Sem það verður þó ekki ef þú ert að glíma við varanlegan skaða vegna höfuðáverka. Eftir svona höfuðáverka er mikilvægt að hvíla sig og hlúa að heilsunni. Menn þurfa að passa sig og taka ekki of mikla áhættu,“ segir Guðjón Árni.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Sjá meira