Segir WOW hafa breytt draumafríinu í martröð Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. júlí 2018 09:54 Heidi Gioia kvartar undan lélegu upplýsingaflæði frá WOW. Skjáskot Bandaríkjamaðurinn Heidi Gioia vandar WOW Air ekki kveðjurnar. Hún segir einfaldlega að flugfélagið hafi breytt draumaferðalaginu hennar um Evrópu í martröð. Það hafi tekið hana um þrjá sólarhringa að komast aftur heim til Bandaríkjanna eftir að hafa átt viðskipti við WOW. Í samtali við bandaríska miðilinn KMOV, sem þjónustar heimabyggð hennar, lýsir Gioia reynslu sinni af WOW. Hún hafi ætlað sér að fljúga með flugfélaginu frá Berlín heim til St. Louis þegar allt byrjaði að fara úr skorðum. Hún tekur reyndar aðeins dýpra í árinni - málið hafi í raun verið „hörmulegt.“ „Þar voru bara stöðugar tafir, tafir, tafir og þegar uppi var staðið höfðum við beðið í 12 til 13 klukkustundir,“ segir Gioia þegar hún er beðin um að rifja upp fyrsta sólarhring heimferðarinnar.Upplýsingaflæði ábótavant Þegar hún var loksins komin út í vélina sem átti að flytja hana til Bandaríkjanna fengu farþegar skilaboð um að þeir þyrftu að yfirgefa vélina og taka farangurinn með sér. Hófst þá önnur bið sem stóð yfir klukkustundum saman að sögn Gioia og að endingu hafi hún og maðurinn hennar gefist upp og ákveðið að leigja sér hótelherbergi - á eigin kostnað. Talið er að rekja megi rýminguna til bilunar í vélinni. Gioia kvartar yfir lélegu upplýsingaflæði frá WOW. Þegar hún hringdi í þjónustuver flugfélagsins hafi símtalið verið áframsent í símaver þar sem engin svör var að finna. „Eftir ótal símtöl vissu þau minna heldur en við,“ segir Gioia. Eins og Vísir greindi frá fyrr á árinu hlaut WOW lægstu einkunn allra þeirra flugfélaga sem könnun AirHelp tók til, þegar kemur að viðbrögðum við kvörtunum. Eftir mikið stapp fundu Gioia og eiginmaðurinn að lokum tengiflug í gegnum Ísland heim til Bandaríkjanna. Þangað voru þau komin um miðnætti á miðvikudag, eftir að hafa verið strandaglópar í Evrópu í um þrjá sólarhringa. Gioia segist hafa sent WOW kvörtun vegna málsins. Fyrstu viðbrögðin frá flugfélaginu hafi verið stöðluð þjónustukönnun þar sem farþegar voru spurðir hvort þeim hafi líkað flugið. Gioia stóð ekki á svörum. Nei, enda fór allt úr skorðum á ferðalagi hennar með WOW. Haft er eftir talsmanni WOW á vef KMOV að málið sé til skoðunar hjá fyrirtækinu. Frétt stöðvarinnar má sjá hér að neðan. Flugfélagið byrjaði að fljúga til St. Louis í maí síðastliðnum.KMOV.com Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir WOW rekur lestina á nýjum lista AirHelp Íslenska flugfélagið er í 72 sæti yfir bestu flugfélög heims. 6. júní 2018 08:28 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Fleiri fréttir Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Heidi Gioia vandar WOW Air ekki kveðjurnar. Hún segir einfaldlega að flugfélagið hafi breytt draumaferðalaginu hennar um Evrópu í martröð. Það hafi tekið hana um þrjá sólarhringa að komast aftur heim til Bandaríkjanna eftir að hafa átt viðskipti við WOW. Í samtali við bandaríska miðilinn KMOV, sem þjónustar heimabyggð hennar, lýsir Gioia reynslu sinni af WOW. Hún hafi ætlað sér að fljúga með flugfélaginu frá Berlín heim til St. Louis þegar allt byrjaði að fara úr skorðum. Hún tekur reyndar aðeins dýpra í árinni - málið hafi í raun verið „hörmulegt.“ „Þar voru bara stöðugar tafir, tafir, tafir og þegar uppi var staðið höfðum við beðið í 12 til 13 klukkustundir,“ segir Gioia þegar hún er beðin um að rifja upp fyrsta sólarhring heimferðarinnar.Upplýsingaflæði ábótavant Þegar hún var loksins komin út í vélina sem átti að flytja hana til Bandaríkjanna fengu farþegar skilaboð um að þeir þyrftu að yfirgefa vélina og taka farangurinn með sér. Hófst þá önnur bið sem stóð yfir klukkustundum saman að sögn Gioia og að endingu hafi hún og maðurinn hennar gefist upp og ákveðið að leigja sér hótelherbergi - á eigin kostnað. Talið er að rekja megi rýminguna til bilunar í vélinni. Gioia kvartar yfir lélegu upplýsingaflæði frá WOW. Þegar hún hringdi í þjónustuver flugfélagsins hafi símtalið verið áframsent í símaver þar sem engin svör var að finna. „Eftir ótal símtöl vissu þau minna heldur en við,“ segir Gioia. Eins og Vísir greindi frá fyrr á árinu hlaut WOW lægstu einkunn allra þeirra flugfélaga sem könnun AirHelp tók til, þegar kemur að viðbrögðum við kvörtunum. Eftir mikið stapp fundu Gioia og eiginmaðurinn að lokum tengiflug í gegnum Ísland heim til Bandaríkjanna. Þangað voru þau komin um miðnætti á miðvikudag, eftir að hafa verið strandaglópar í Evrópu í um þrjá sólarhringa. Gioia segist hafa sent WOW kvörtun vegna málsins. Fyrstu viðbrögðin frá flugfélaginu hafi verið stöðluð þjónustukönnun þar sem farþegar voru spurðir hvort þeim hafi líkað flugið. Gioia stóð ekki á svörum. Nei, enda fór allt úr skorðum á ferðalagi hennar með WOW. Haft er eftir talsmanni WOW á vef KMOV að málið sé til skoðunar hjá fyrirtækinu. Frétt stöðvarinnar má sjá hér að neðan. Flugfélagið byrjaði að fljúga til St. Louis í maí síðastliðnum.KMOV.com
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir WOW rekur lestina á nýjum lista AirHelp Íslenska flugfélagið er í 72 sæti yfir bestu flugfélög heims. 6. júní 2018 08:28 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Fleiri fréttir Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Sjá meira
WOW rekur lestina á nýjum lista AirHelp Íslenska flugfélagið er í 72 sæti yfir bestu flugfélög heims. 6. júní 2018 08:28