Hafró fær loksins langþráð rannsóknarskip Heimir Már Pétursson skrifar 13. júlí 2018 20:22 Á hátíðarfundi Alþingis á Þingvöllum í næstu viku verða afgreiddar tvær tillögur formanna allra flokka á þingi um kaup á nýju rannsóknarskipi fyrir Hafrannsóknarstofnun og stofnun Barnamenningarsjóðs sem fær fimm hundruð milljónir króna á næstu fimm árum. Tillögurnar verða teknar til fyrri umræðu á aukafundi á Alþingi á þriðjudag í næstu viku en síðan afgreiddar í síðari umræðu á hátíðarfundi á Þingvöllum á miðvikudag, í tilefni þess að hundrað ár eru liðin frá því Ísland hlaut fullveldi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir formenn allra flokka á þingi leggja tillöguna fram og þeir muni allir mæla fyrir málunum. Barnamenningarsjóðurinn muni fá hundrað milljónir króna á fjárlögum næstu fimm árin. „Sem verði ætlað að styrkja verkefni á sviði menningar fyrir börn og menningar sem unnin er af börnum. Í þeirri tillögu er líka gert ráð fyrir aukinni lýðræðislegri þátttöku barna. Við erum að horfa á að hér verði haldið reglubundið barnaþing til að leita eftir sjónarmiðum barna og ungmenna um samfélagsmál og þau mál sem þau vilja láta sig varða,” segir Katrín Fáar þjóðir eiga eins mikið undir lífríki hafsins og við Íslendingar. Hafrannsóknarstofnun rekur í dag tvö rannsóknarskip en lengi hefur verið kallað eftir að keypt yrði nýtt skip. Það verða því örugglega margir sem fagna þingsályktun formanna allra flokka á Alþingi um kaup á nýju og fullkomnu rannsóknarskipi. Skip Hafrannsóknarstofnunar eru Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson og er Bjarni kominn mjög til ára sinna. „Og þar erum við ekki síst að horfa til þeirrar miklu breytinga sem við gætum verið að sjá á lífríki hafsins. Vegna loftlagsbreytinga, súrnun sjávar, aukinnar plastmengunar. Þannig að við teljum mikla þörf á að þar verði ráðist í átak.” Og hvenær er meiningin að þetta nýja skip bætist í flotann? „Það mun að minnsta kosti taka þrjú ár að ljúka við smíði þess. En þá er að minnsta kosti búið að taka ákvörðun um að setja það á dagskrá,” segir Katrín. Alþingi mun einnig í tilefni fullveldisafmælisins í næstu viku afgreiða tillögu forsætisráðherra um útgáfu tveggja rita í samvinnu við Hið íslenska bókmenntafélag, um Þingvelli í íslenskri myndlist og um bókmenntasögu Íslands. Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Á hátíðarfundi Alþingis á Þingvöllum í næstu viku verða afgreiddar tvær tillögur formanna allra flokka á þingi um kaup á nýju rannsóknarskipi fyrir Hafrannsóknarstofnun og stofnun Barnamenningarsjóðs sem fær fimm hundruð milljónir króna á næstu fimm árum. Tillögurnar verða teknar til fyrri umræðu á aukafundi á Alþingi á þriðjudag í næstu viku en síðan afgreiddar í síðari umræðu á hátíðarfundi á Þingvöllum á miðvikudag, í tilefni þess að hundrað ár eru liðin frá því Ísland hlaut fullveldi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir formenn allra flokka á þingi leggja tillöguna fram og þeir muni allir mæla fyrir málunum. Barnamenningarsjóðurinn muni fá hundrað milljónir króna á fjárlögum næstu fimm árin. „Sem verði ætlað að styrkja verkefni á sviði menningar fyrir börn og menningar sem unnin er af börnum. Í þeirri tillögu er líka gert ráð fyrir aukinni lýðræðislegri þátttöku barna. Við erum að horfa á að hér verði haldið reglubundið barnaþing til að leita eftir sjónarmiðum barna og ungmenna um samfélagsmál og þau mál sem þau vilja láta sig varða,” segir Katrín Fáar þjóðir eiga eins mikið undir lífríki hafsins og við Íslendingar. Hafrannsóknarstofnun rekur í dag tvö rannsóknarskip en lengi hefur verið kallað eftir að keypt yrði nýtt skip. Það verða því örugglega margir sem fagna þingsályktun formanna allra flokka á Alþingi um kaup á nýju og fullkomnu rannsóknarskipi. Skip Hafrannsóknarstofnunar eru Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson og er Bjarni kominn mjög til ára sinna. „Og þar erum við ekki síst að horfa til þeirrar miklu breytinga sem við gætum verið að sjá á lífríki hafsins. Vegna loftlagsbreytinga, súrnun sjávar, aukinnar plastmengunar. Þannig að við teljum mikla þörf á að þar verði ráðist í átak.” Og hvenær er meiningin að þetta nýja skip bætist í flotann? „Það mun að minnsta kosti taka þrjú ár að ljúka við smíði þess. En þá er að minnsta kosti búið að taka ákvörðun um að setja það á dagskrá,” segir Katrín. Alþingi mun einnig í tilefni fullveldisafmælisins í næstu viku afgreiða tillögu forsætisráðherra um útgáfu tveggja rita í samvinnu við Hið íslenska bókmenntafélag, um Þingvelli í íslenskri myndlist og um bókmenntasögu Íslands.
Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira