Hafró fær loksins langþráð rannsóknarskip Heimir Már Pétursson skrifar 13. júlí 2018 20:22 Á hátíðarfundi Alþingis á Þingvöllum í næstu viku verða afgreiddar tvær tillögur formanna allra flokka á þingi um kaup á nýju rannsóknarskipi fyrir Hafrannsóknarstofnun og stofnun Barnamenningarsjóðs sem fær fimm hundruð milljónir króna á næstu fimm árum. Tillögurnar verða teknar til fyrri umræðu á aukafundi á Alþingi á þriðjudag í næstu viku en síðan afgreiddar í síðari umræðu á hátíðarfundi á Þingvöllum á miðvikudag, í tilefni þess að hundrað ár eru liðin frá því Ísland hlaut fullveldi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir formenn allra flokka á þingi leggja tillöguna fram og þeir muni allir mæla fyrir málunum. Barnamenningarsjóðurinn muni fá hundrað milljónir króna á fjárlögum næstu fimm árin. „Sem verði ætlað að styrkja verkefni á sviði menningar fyrir börn og menningar sem unnin er af börnum. Í þeirri tillögu er líka gert ráð fyrir aukinni lýðræðislegri þátttöku barna. Við erum að horfa á að hér verði haldið reglubundið barnaþing til að leita eftir sjónarmiðum barna og ungmenna um samfélagsmál og þau mál sem þau vilja láta sig varða,” segir Katrín Fáar þjóðir eiga eins mikið undir lífríki hafsins og við Íslendingar. Hafrannsóknarstofnun rekur í dag tvö rannsóknarskip en lengi hefur verið kallað eftir að keypt yrði nýtt skip. Það verða því örugglega margir sem fagna þingsályktun formanna allra flokka á Alþingi um kaup á nýju og fullkomnu rannsóknarskipi. Skip Hafrannsóknarstofnunar eru Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson og er Bjarni kominn mjög til ára sinna. „Og þar erum við ekki síst að horfa til þeirrar miklu breytinga sem við gætum verið að sjá á lífríki hafsins. Vegna loftlagsbreytinga, súrnun sjávar, aukinnar plastmengunar. Þannig að við teljum mikla þörf á að þar verði ráðist í átak.” Og hvenær er meiningin að þetta nýja skip bætist í flotann? „Það mun að minnsta kosti taka þrjú ár að ljúka við smíði þess. En þá er að minnsta kosti búið að taka ákvörðun um að setja það á dagskrá,” segir Katrín. Alþingi mun einnig í tilefni fullveldisafmælisins í næstu viku afgreiða tillögu forsætisráðherra um útgáfu tveggja rita í samvinnu við Hið íslenska bókmenntafélag, um Þingvelli í íslenskri myndlist og um bókmenntasögu Íslands. Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Á hátíðarfundi Alþingis á Þingvöllum í næstu viku verða afgreiddar tvær tillögur formanna allra flokka á þingi um kaup á nýju rannsóknarskipi fyrir Hafrannsóknarstofnun og stofnun Barnamenningarsjóðs sem fær fimm hundruð milljónir króna á næstu fimm árum. Tillögurnar verða teknar til fyrri umræðu á aukafundi á Alþingi á þriðjudag í næstu viku en síðan afgreiddar í síðari umræðu á hátíðarfundi á Þingvöllum á miðvikudag, í tilefni þess að hundrað ár eru liðin frá því Ísland hlaut fullveldi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir formenn allra flokka á þingi leggja tillöguna fram og þeir muni allir mæla fyrir málunum. Barnamenningarsjóðurinn muni fá hundrað milljónir króna á fjárlögum næstu fimm árin. „Sem verði ætlað að styrkja verkefni á sviði menningar fyrir börn og menningar sem unnin er af börnum. Í þeirri tillögu er líka gert ráð fyrir aukinni lýðræðislegri þátttöku barna. Við erum að horfa á að hér verði haldið reglubundið barnaþing til að leita eftir sjónarmiðum barna og ungmenna um samfélagsmál og þau mál sem þau vilja láta sig varða,” segir Katrín Fáar þjóðir eiga eins mikið undir lífríki hafsins og við Íslendingar. Hafrannsóknarstofnun rekur í dag tvö rannsóknarskip en lengi hefur verið kallað eftir að keypt yrði nýtt skip. Það verða því örugglega margir sem fagna þingsályktun formanna allra flokka á Alþingi um kaup á nýju og fullkomnu rannsóknarskipi. Skip Hafrannsóknarstofnunar eru Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson og er Bjarni kominn mjög til ára sinna. „Og þar erum við ekki síst að horfa til þeirrar miklu breytinga sem við gætum verið að sjá á lífríki hafsins. Vegna loftlagsbreytinga, súrnun sjávar, aukinnar plastmengunar. Þannig að við teljum mikla þörf á að þar verði ráðist í átak.” Og hvenær er meiningin að þetta nýja skip bætist í flotann? „Það mun að minnsta kosti taka þrjú ár að ljúka við smíði þess. En þá er að minnsta kosti búið að taka ákvörðun um að setja það á dagskrá,” segir Katrín. Alþingi mun einnig í tilefni fullveldisafmælisins í næstu viku afgreiða tillögu forsætisráðherra um útgáfu tveggja rita í samvinnu við Hið íslenska bókmenntafélag, um Þingvelli í íslenskri myndlist og um bókmenntasögu Íslands.
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira