Síminn telur litla alvöru í milljarða kröfu Sýnar Birgir Olgeirsson skrifar 13. júlí 2018 16:42 Orri Hauksson er forstjóri Símans. Vísir/Vilhelm Síminn telur litla alvöru í kröfu Sýnar, sem á og rekur Vodafone, um greiðslu skaðabóta vegna þess tjóns sem Sýn telur sig hafa orðið fyrir vegna þeirra aðgerða Símans sem Póst- og fjarskiptastofnun hefur komist að niðurstöðu um að hafi falið í sér brot á fjölmiðlalögum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Símanum vegna skaðabótakröfu Sýnar sem fjallað var um fyrr í dag. Greint var frá því í tilkynningu frá Sýn að fyrirtækið hefði sent Símanum bréf með skaðabótakröfu upp á 1,9 milljarð króna í það minnsta vegna niðurstöðu póst- og fjarskiptastofnun að Síminn hafi brotið fjölmiðlalög með því að stöðva dreifingu á ólínulegu efni Sjónvarps Símans yfir á kerfi Vodafone 1. október árið 2015. Í tilkynningu frá Símanum kemur fram að fyrirtækinu hafi ekki enn birst skaðabótakrafa Vodafone og að tilkynning um þá kröfu hafi einungis verið send á Kauphöll og til fjölmiðla. „Sem sýnir hversu lítil alvara er í kröfunum sjálfum af hálfu Vodafone,“ segir í tilkynningu Símans. Síminn telur þessar kröfur Vodafone fráleitar og segist ósammála niðurstöðu póst- og fjarskiptastofnunar um að lög hafi verið brotin og ætlar fyrirtækið að kæra þá niðurstöðu til héraðsdóms. Heldur Síminn því fram að Vodafone sé í markaðsráðandi stöðu á markaði fyrir áskriftarsjónvarp og sjónvarpsdreifingu á Íslandi og hafi bætt við sig mun fleiri viðskiptavinum en Síminn á því tímabili sem Vodafone heldur fram að það hafi orðið fyrir skaða. Síminn heldur því fram að krafa Vodafone sé til þess eins að valda skaða og „gæti ekki verið fáránlegri“.Tilkynningu Símans í heild sinni má sjá hér fyrir neðan:Í fjölmiðlum og í Kauphöll hefur frést að Vodafone hyggist gera himinháar skaðabótakröfur á hendur Símanum vegna meintra brota Símans á 5. mgr. 45. gr. fjölmiðlalaga. Í fyrsta lagi skal tekið fram, sem fyrr, að Síminn er ósammála því að þar hafi verið nokkuð brot og mun kæra fyrrgreinda niðurstöðu PFS til héraðsdóms. Það skiptir þó ekki máli í þessu tilfelli, þar sem kröfur Vodafone eru fráleitar óháð úrskurði PFS og er hafnað sem gjörsamlega tilhæfulausum. Lögfræðilega getur ekki verið heil brú í kröfunum og þær virðast augljóslega settar fram gegn betri vitund. Ástæðan er sú, að hið meinta brot Símans á fjölmiðlalögum fólst ekki í að semja ekki við Vodafone um að afhenda Vodafone efni Símans til fénýtingar á þeim óaðgengilegu forsendum sem Vodafone setti fram. PFS tók sérstaklega fram í úrskurði sínum að Síminn hefði getað komist hjá hinu meinta broti með öðrum hætti en að semja við Vodafone, þannig að skaði Vodafone getur enginn verið, jafnvel ekki fræðilega. Slík leið, sk. OTT-leið (e. over-the-top), þ.e. sérstök sjónvarpslausn sem hægt er að nýta yfir hvaða internet tengingu sem er, verður einmitt farin á næstu vikum. Sýslumaðurinn í Reykjavík setti árið 2015 lögbann á Vodafone við ólöglegar upptökur félagsins á efni Símans og miðlun þess til viðskiptavina sinna í hagnaðarskyni. Héraðsdómur staðfesti lögbannið. Krafa Vodafone á hendur Símanum er því eins öfugsnúin og hugsast getur.Sem fyrr segir hafa kröfur Vodafone ekki enn birst Símanum heldur hefur eingöngu verið send tilkynning um þær á Kauphöll og til fjölmiðla, sem sýnir skýrt hversu lítil alvara er í kröfunum sjálfum af hálfu Vodafone. Vodafone er í markaðsráðandi stöðu á markaði fyrir áskriftarsjónvarp og sjónvarpsdreifingu á Íslandi og hefur bætt við sig mun fleiri viðskiptavinum en Síminn í IPTV en Síminn á því tímabili, sem Vodafone fullyrðir ranglega að félagið hafi orðið fyrir skaða. Markaðsráðandi aðili sem dreifir dylgjum og órökstuddum óhróðri um minni keppinaut er augljóslega að misbeita markaðsráðandi stöðu sinni og reyna að valda minni keppinauti skaða. Slíkur skaði hefur þegar orðið, að minnsta kosti að hluta, þar sem eign hluthafa Símans hefur þegar rýrnað í verði við þessa fráleitu árásarsókn markaðsráðandi félags á opinberum vettvangi. Til að bíta höfuðið af skömminni hefur Vodafone sýnt af sér nákvæmlega sömu hegðun árum saman og hið meinta brot Símans snýst um. Vodafone er sem fyrr segir í markaðsráðandi stöðu á markaði fyrir áskriftarsjónvarp og sjónvarpsdreifingu á Íslandi og hefur vísvitandi, skv. eigin lagatúlkun, brotið fjölmiðlalög um langa hríð. Krafan, sem Vodafone hefur nú auglýst í fjölmiðlum til þess eins að valda skaða, gæti því ekki verið fáránlegri.Vísir er í eigu Sýnar hf. Tengdar fréttir Sýn krefur Símann um að minnsta kosti 1,9 milljarða í skaðabætur Sýn hf. hefur sent Símanum hf. bréf með kröfu um greiðslu skaðabóta vegna þess tjóns sem fyrirtækið telur sig hafa orðið fyrir vegna þeirra aðgerða Símans sem Póst- og fjarskiptastofnun hefur komist að niðurstöðu um að hafi falið í sér brot á fjölmiðlalögum. 13. júlí 2018 15:04 Mest lesið Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Fleiri fréttir Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Sjá meira
Síminn telur litla alvöru í kröfu Sýnar, sem á og rekur Vodafone, um greiðslu skaðabóta vegna þess tjóns sem Sýn telur sig hafa orðið fyrir vegna þeirra aðgerða Símans sem Póst- og fjarskiptastofnun hefur komist að niðurstöðu um að hafi falið í sér brot á fjölmiðlalögum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Símanum vegna skaðabótakröfu Sýnar sem fjallað var um fyrr í dag. Greint var frá því í tilkynningu frá Sýn að fyrirtækið hefði sent Símanum bréf með skaðabótakröfu upp á 1,9 milljarð króna í það minnsta vegna niðurstöðu póst- og fjarskiptastofnun að Síminn hafi brotið fjölmiðlalög með því að stöðva dreifingu á ólínulegu efni Sjónvarps Símans yfir á kerfi Vodafone 1. október árið 2015. Í tilkynningu frá Símanum kemur fram að fyrirtækinu hafi ekki enn birst skaðabótakrafa Vodafone og að tilkynning um þá kröfu hafi einungis verið send á Kauphöll og til fjölmiðla. „Sem sýnir hversu lítil alvara er í kröfunum sjálfum af hálfu Vodafone,“ segir í tilkynningu Símans. Síminn telur þessar kröfur Vodafone fráleitar og segist ósammála niðurstöðu póst- og fjarskiptastofnunar um að lög hafi verið brotin og ætlar fyrirtækið að kæra þá niðurstöðu til héraðsdóms. Heldur Síminn því fram að Vodafone sé í markaðsráðandi stöðu á markaði fyrir áskriftarsjónvarp og sjónvarpsdreifingu á Íslandi og hafi bætt við sig mun fleiri viðskiptavinum en Síminn á því tímabili sem Vodafone heldur fram að það hafi orðið fyrir skaða. Síminn heldur því fram að krafa Vodafone sé til þess eins að valda skaða og „gæti ekki verið fáránlegri“.Tilkynningu Símans í heild sinni má sjá hér fyrir neðan:Í fjölmiðlum og í Kauphöll hefur frést að Vodafone hyggist gera himinháar skaðabótakröfur á hendur Símanum vegna meintra brota Símans á 5. mgr. 45. gr. fjölmiðlalaga. Í fyrsta lagi skal tekið fram, sem fyrr, að Síminn er ósammála því að þar hafi verið nokkuð brot og mun kæra fyrrgreinda niðurstöðu PFS til héraðsdóms. Það skiptir þó ekki máli í þessu tilfelli, þar sem kröfur Vodafone eru fráleitar óháð úrskurði PFS og er hafnað sem gjörsamlega tilhæfulausum. Lögfræðilega getur ekki verið heil brú í kröfunum og þær virðast augljóslega settar fram gegn betri vitund. Ástæðan er sú, að hið meinta brot Símans á fjölmiðlalögum fólst ekki í að semja ekki við Vodafone um að afhenda Vodafone efni Símans til fénýtingar á þeim óaðgengilegu forsendum sem Vodafone setti fram. PFS tók sérstaklega fram í úrskurði sínum að Síminn hefði getað komist hjá hinu meinta broti með öðrum hætti en að semja við Vodafone, þannig að skaði Vodafone getur enginn verið, jafnvel ekki fræðilega. Slík leið, sk. OTT-leið (e. over-the-top), þ.e. sérstök sjónvarpslausn sem hægt er að nýta yfir hvaða internet tengingu sem er, verður einmitt farin á næstu vikum. Sýslumaðurinn í Reykjavík setti árið 2015 lögbann á Vodafone við ólöglegar upptökur félagsins á efni Símans og miðlun þess til viðskiptavina sinna í hagnaðarskyni. Héraðsdómur staðfesti lögbannið. Krafa Vodafone á hendur Símanum er því eins öfugsnúin og hugsast getur.Sem fyrr segir hafa kröfur Vodafone ekki enn birst Símanum heldur hefur eingöngu verið send tilkynning um þær á Kauphöll og til fjölmiðla, sem sýnir skýrt hversu lítil alvara er í kröfunum sjálfum af hálfu Vodafone. Vodafone er í markaðsráðandi stöðu á markaði fyrir áskriftarsjónvarp og sjónvarpsdreifingu á Íslandi og hefur bætt við sig mun fleiri viðskiptavinum en Síminn í IPTV en Síminn á því tímabili, sem Vodafone fullyrðir ranglega að félagið hafi orðið fyrir skaða. Markaðsráðandi aðili sem dreifir dylgjum og órökstuddum óhróðri um minni keppinaut er augljóslega að misbeita markaðsráðandi stöðu sinni og reyna að valda minni keppinauti skaða. Slíkur skaði hefur þegar orðið, að minnsta kosti að hluta, þar sem eign hluthafa Símans hefur þegar rýrnað í verði við þessa fráleitu árásarsókn markaðsráðandi félags á opinberum vettvangi. Til að bíta höfuðið af skömminni hefur Vodafone sýnt af sér nákvæmlega sömu hegðun árum saman og hið meinta brot Símans snýst um. Vodafone er sem fyrr segir í markaðsráðandi stöðu á markaði fyrir áskriftarsjónvarp og sjónvarpsdreifingu á Íslandi og hefur vísvitandi, skv. eigin lagatúlkun, brotið fjölmiðlalög um langa hríð. Krafan, sem Vodafone hefur nú auglýst í fjölmiðlum til þess eins að valda skaða, gæti því ekki verið fáránlegri.Vísir er í eigu Sýnar hf.
Tengdar fréttir Sýn krefur Símann um að minnsta kosti 1,9 milljarða í skaðabætur Sýn hf. hefur sent Símanum hf. bréf með kröfu um greiðslu skaðabóta vegna þess tjóns sem fyrirtækið telur sig hafa orðið fyrir vegna þeirra aðgerða Símans sem Póst- og fjarskiptastofnun hefur komist að niðurstöðu um að hafi falið í sér brot á fjölmiðlalögum. 13. júlí 2018 15:04 Mest lesið Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Fleiri fréttir Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Sjá meira
Sýn krefur Símann um að minnsta kosti 1,9 milljarða í skaðabætur Sýn hf. hefur sent Símanum hf. bréf með kröfu um greiðslu skaðabóta vegna þess tjóns sem fyrirtækið telur sig hafa orðið fyrir vegna þeirra aðgerða Símans sem Póst- og fjarskiptastofnun hefur komist að niðurstöðu um að hafi falið í sér brot á fjölmiðlalögum. 13. júlí 2018 15:04