Ásthildur segist komin í draumastarfið sem bæjarstjóri á Akureyri Sighvatur Arnmundsson skrifar 1. ágúst 2018 06:00 Ásthildur Sturludóttir hefur verið ráðin bæjarstjóri á Akureyri. AKUREYRARBÆR „Þetta starf leggst mjög vel í mig. Við erum mjög spennt fyrir því að gera Akureyri að okkar heimabæ og ala börnin okkar upp hérna,“ segir Ásthildur Sturludóttir sem hefur verið ráðin bæjarstjóri á Akureyri. Að sögn Ásthildar gerir hún ráð fyrir því að hefja störf um miðjan september og að fram undan sé leit að húsnæði fyrir fjölskylduna á nýjum stað. Ásthildur var bæjarstjóri í Vesturbyggð frá 2010 og þar til í vor. Hún er með BA-próf í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands og MPA-gráðu í opinberri stjórnsýslu frá PACE University í New York. Þá var Ásthildur um tíma framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi. „Viðræður gengu hratt og vel fyrir sig og við erum búin að ræða öll stóru málin.“ Ásthildur segir að hún hafi náð að setja sig lítillega inn í málefni bæjarins. Hún segist vera spennt fyrir því að koma inn sem faglega ráðinn bæjarstjóri og segist geta unnið með fólki úr öllum flokkum.„Þetta var í rauninni draumastarfið. Það var annaðhvort þetta eða að fara inn á einhvern annan vettvang.“ Meirihluti L-lista, Samfylkingar og Framsóknarflokks hélt velli í sveitarstjórnarkosningunum í vor og var ákveðið að endurnýja meirihlutasamstarfið. Ákveðið var að auglýsa starf bæjarstjóra en Eiríkur Björn Björgvinsson, sem gegnt hefur starfi bæjarstjóra síðustu átta ár, ákvað í ársbyrjun að sækjast ekki eftir áframhaldandi ráðningu. Alls sóttu átján einstaklingar um starf bæjarstjóra en tveir umsækjendur drógu umsóknir sínar til baka. Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarmál Vistaskipti Tengdar fréttir Nýr bæjarstjóri á Akureyri: „Landsbyggðin þarf stöðugt að vera að minna á sig“ Ásthildur Sturludóttir var áður bæjarstjóri Vesturbyggðar. Hún hefur verið ráðin nýr bæjarstjóri á Akureyri. 31. júlí 2018 15:54 Ásthildur verður bæjarstjóri á Akureyri Hún tekur við af Eiríki Birni Björgvinssyni sem var bæjarstjóri síðustu átta ár. 31. júlí 2018 11:30 Mest lesið Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Sjá meira
„Þetta starf leggst mjög vel í mig. Við erum mjög spennt fyrir því að gera Akureyri að okkar heimabæ og ala börnin okkar upp hérna,“ segir Ásthildur Sturludóttir sem hefur verið ráðin bæjarstjóri á Akureyri. Að sögn Ásthildar gerir hún ráð fyrir því að hefja störf um miðjan september og að fram undan sé leit að húsnæði fyrir fjölskylduna á nýjum stað. Ásthildur var bæjarstjóri í Vesturbyggð frá 2010 og þar til í vor. Hún er með BA-próf í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands og MPA-gráðu í opinberri stjórnsýslu frá PACE University í New York. Þá var Ásthildur um tíma framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi. „Viðræður gengu hratt og vel fyrir sig og við erum búin að ræða öll stóru málin.“ Ásthildur segir að hún hafi náð að setja sig lítillega inn í málefni bæjarins. Hún segist vera spennt fyrir því að koma inn sem faglega ráðinn bæjarstjóri og segist geta unnið með fólki úr öllum flokkum.„Þetta var í rauninni draumastarfið. Það var annaðhvort þetta eða að fara inn á einhvern annan vettvang.“ Meirihluti L-lista, Samfylkingar og Framsóknarflokks hélt velli í sveitarstjórnarkosningunum í vor og var ákveðið að endurnýja meirihlutasamstarfið. Ákveðið var að auglýsa starf bæjarstjóra en Eiríkur Björn Björgvinsson, sem gegnt hefur starfi bæjarstjóra síðustu átta ár, ákvað í ársbyrjun að sækjast ekki eftir áframhaldandi ráðningu. Alls sóttu átján einstaklingar um starf bæjarstjóra en tveir umsækjendur drógu umsóknir sínar til baka.
Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarmál Vistaskipti Tengdar fréttir Nýr bæjarstjóri á Akureyri: „Landsbyggðin þarf stöðugt að vera að minna á sig“ Ásthildur Sturludóttir var áður bæjarstjóri Vesturbyggðar. Hún hefur verið ráðin nýr bæjarstjóri á Akureyri. 31. júlí 2018 15:54 Ásthildur verður bæjarstjóri á Akureyri Hún tekur við af Eiríki Birni Björgvinssyni sem var bæjarstjóri síðustu átta ár. 31. júlí 2018 11:30 Mest lesið Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Sjá meira
Nýr bæjarstjóri á Akureyri: „Landsbyggðin þarf stöðugt að vera að minna á sig“ Ásthildur Sturludóttir var áður bæjarstjóri Vesturbyggðar. Hún hefur verið ráðin nýr bæjarstjóri á Akureyri. 31. júlí 2018 15:54
Ásthildur verður bæjarstjóri á Akureyri Hún tekur við af Eiríki Birni Björgvinssyni sem var bæjarstjóri síðustu átta ár. 31. júlí 2018 11:30