Ráðherra skipar starfshóp vegna hvítbókar um fjármálakerfið Þórdís Valsdóttir skrifar 6. febrúar 2018 18:17 Starfshópnum er falið að ljúka vinnu sinni fyrir 15. maí næstkomandi með skýrslu til fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/GVA Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra hyggst skipa starfshóp sem vinna á hvítbók um framtíðarsýn og stefnu fyrir fjármálakerfið á Íslandi, í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu. „Markmiðið er að skapa traustan grundvöll fyrir umræðu, stefnumörkun og ákvarðanatöku um málefni er varða fjármálakerfið, framtíðargerð þess og þróun,“ segir í tilkynningunni. Formaður starfshópsins verður Lárus L. Blöndal, hæstaréttarlögmaður og stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins. Í hópnum munu einnig sitja Guðrún Ögmundsdóttir, forstöðumaður lausafjárhættu og fjármálafyrirtækja hjá Seðlabanka Íslands, Guðjón Rúnarsson lögmaður, Kristrún Tinna Gunnarsdóttir hagfræðingur og Sylvía K. Ólafsdóttir deildarstjóri hjá Landsvirkjun. Starfshópnum er falið að ljúka vinnu sinni fyrir 15. maí næstkomandi með skýrslu til fjármála- og efnahagsráðherra.Aukið traust á íslenskum fjármálamarkaði Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að sátt þurfi að ríkja um fyrirkomulag fjármálakerfisins til framtíðar og að hvítbók verði lögð fyrir Alþingi til umfjöllunar áður en stefnumarkandi ákvarðanir verði teknar um fjármálakerfið. Hvítbókin á að hafa að leiðarljósi aukið traust á íslenskum fjármálamarkaði, aukið gagnsæi og fjármálastöðugleika. Í stjórnarsáttmálanum segir einnig að ríkisstjórnin vilji vinna að frekari skilvirkni í fjármálakerfinu, að dregið verði úr áhættu vegna óskyldra þátta í starfsemi fjármálafyrirtækja og að sérstaklega verði litið til annarra lítilla opinna hagkerfa og reynslu annars staðar á Norðurlöndunum við mótun framtíðarsýnar. Stj.mál Tengdar fréttir Svona er stjórnarsáttmáli flokkanna þriggja Um hundrað aðgerðir og áherslumál er að finna í stjórnarsáttmála Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. 30. nóvember 2017 10:15 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra hyggst skipa starfshóp sem vinna á hvítbók um framtíðarsýn og stefnu fyrir fjármálakerfið á Íslandi, í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu. „Markmiðið er að skapa traustan grundvöll fyrir umræðu, stefnumörkun og ákvarðanatöku um málefni er varða fjármálakerfið, framtíðargerð þess og þróun,“ segir í tilkynningunni. Formaður starfshópsins verður Lárus L. Blöndal, hæstaréttarlögmaður og stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins. Í hópnum munu einnig sitja Guðrún Ögmundsdóttir, forstöðumaður lausafjárhættu og fjármálafyrirtækja hjá Seðlabanka Íslands, Guðjón Rúnarsson lögmaður, Kristrún Tinna Gunnarsdóttir hagfræðingur og Sylvía K. Ólafsdóttir deildarstjóri hjá Landsvirkjun. Starfshópnum er falið að ljúka vinnu sinni fyrir 15. maí næstkomandi með skýrslu til fjármála- og efnahagsráðherra.Aukið traust á íslenskum fjármálamarkaði Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að sátt þurfi að ríkja um fyrirkomulag fjármálakerfisins til framtíðar og að hvítbók verði lögð fyrir Alþingi til umfjöllunar áður en stefnumarkandi ákvarðanir verði teknar um fjármálakerfið. Hvítbókin á að hafa að leiðarljósi aukið traust á íslenskum fjármálamarkaði, aukið gagnsæi og fjármálastöðugleika. Í stjórnarsáttmálanum segir einnig að ríkisstjórnin vilji vinna að frekari skilvirkni í fjármálakerfinu, að dregið verði úr áhættu vegna óskyldra þátta í starfsemi fjármálafyrirtækja og að sérstaklega verði litið til annarra lítilla opinna hagkerfa og reynslu annars staðar á Norðurlöndunum við mótun framtíðarsýnar.
Stj.mál Tengdar fréttir Svona er stjórnarsáttmáli flokkanna þriggja Um hundrað aðgerðir og áherslumál er að finna í stjórnarsáttmála Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. 30. nóvember 2017 10:15 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira
Svona er stjórnarsáttmáli flokkanna þriggja Um hundrað aðgerðir og áherslumál er að finna í stjórnarsáttmála Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. 30. nóvember 2017 10:15