Rannsókn á falli Sunnu og Skáksambandsmálinu enn í gangi Birgir Olgeirsson skrifar 2. ágúst 2018 10:56 Sunna Elvíra Þorkelsdóttir lamaðist eftir fall á heimili sínu á Spáni í vetur. Vísir/Egill Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er enn með Skáksambandsmálið til rannsóknar. Karl Steinar Valsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar, segir í samtali við Vísi að beðið sé eftir gögnum frá spænskum lögregluyfirvöldum svo hægt sé að ljúka rannsókninni. Málið varðar fíkniefnainnflutning frá Spáni en efnin voru falin í skákmunum sem sendir voru á Skáksamband Íslands sem hefur aðsetur í Skeifunni. Af þeim sökum hefur málið verið tengt sambandinu.Sjá einnig: Amfetamínið sem Sigurður tróð í taflmennina barst aldrei til Íslands Sigurður Kristinsson er grunaður um aðild að Skáksambandsmálinu en hann sat í gæsluvarðhaldi í tólf vikur vegna málsins í vetur. Honum var sleppt í apríl síðastliðnum af þeim sökum að ekki má halda mönnum lengur í varðhaldi en tólf vikur án þess að gefa út ákæru. Var hann úrskurðaður í farbann eftir að hafa losnað úr gæsluvarðhaldi. Lögreglan taldi rannsókn sinni á málinu lokið og sendi það í apríl síðastliðnum til embættis héraðssaksóknara. Embættið sendi málið svo aftur til lögreglu og óskaði eftir frekari gögnum.Gagnaöflun lokahnykkurinn Rannsókn lögreglu miðar að því þessa stundina að fá gögn frá Spáni til að geta lokið rannsókninni og sent það til héraðssaksóknara á ný. Karl Steinar gerir ráð fyrir að málið muni fara til embættisins með haustinu. Í samtali við Vísi segir hann ekkert nýtt komið fram við rannsóknina frá því lögreglan fékk málið aftur í fangið frá héraðssaksóknara.Sigurður KristinssonVísir/VilhelmSigurður er eiginmaður Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur sem slasaðist á heimili þeirra á Malaga á Spáni í janúar síðastliðnum. Sunna Elvira var sett í farbann á Spáni þegar eiginmaður hennar Sigurður Kristinsson var handtekinn í janúar hér á landi grunaður um aðild að stórfelldum fíkniefnainnflutningi. Farbanninu yfir Sunnu var aflétt í mars og hún flutt til Íslands með sjúkraflugi. Þaðan var farið með hana á endurhæfingardeildina á Grensás en hún var útskrifuð þaðan í júní síðastliðnum.Rannsaka fall SunnuGreint var frá því að lögreglan hefði hafið sjálfstæða rannsókn á því hvort Sigurður hefði átt þátt í því að Sunna Elvíra féll niður um fjóra metra á heimili þeirra á Spáni. Sunna slasaðist alvarlega við fallið og er í lömuð í dag. Karl Steinar segist lítið geta sagt um þá rannsókn annað en að hún er enn í gangi.Tveimur slepptÍ gæsluvarðhaldsúrskurði yfir Sigurði kom fram að hann segist sjálfur hafa komið efnunum fyrir í skákmunum og sent til Íslands. Spænsk og íslensk lögregluyfirvöld virðast hafa verið vel með á nótunum því áður en skákmunirnir voru sendir frá Spáni til Íslands var fíkniefnunum skipt út fyrir gerviefni. Tveir menn til viðbótar voru handteknir á Íslandi vegna rannsóknar málsins en þeim báðum var sleppt. Karl Steinar segist ekki geta að svo stöddu tjáð sig um hversu margir hafa stöðu sakbornings í Skáksambandsmálinu. Mál Sunnu Elviru Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er enn með Skáksambandsmálið til rannsóknar. Karl Steinar Valsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar, segir í samtali við Vísi að beðið sé eftir gögnum frá spænskum lögregluyfirvöldum svo hægt sé að ljúka rannsókninni. Málið varðar fíkniefnainnflutning frá Spáni en efnin voru falin í skákmunum sem sendir voru á Skáksamband Íslands sem hefur aðsetur í Skeifunni. Af þeim sökum hefur málið verið tengt sambandinu.Sjá einnig: Amfetamínið sem Sigurður tróð í taflmennina barst aldrei til Íslands Sigurður Kristinsson er grunaður um aðild að Skáksambandsmálinu en hann sat í gæsluvarðhaldi í tólf vikur vegna málsins í vetur. Honum var sleppt í apríl síðastliðnum af þeim sökum að ekki má halda mönnum lengur í varðhaldi en tólf vikur án þess að gefa út ákæru. Var hann úrskurðaður í farbann eftir að hafa losnað úr gæsluvarðhaldi. Lögreglan taldi rannsókn sinni á málinu lokið og sendi það í apríl síðastliðnum til embættis héraðssaksóknara. Embættið sendi málið svo aftur til lögreglu og óskaði eftir frekari gögnum.Gagnaöflun lokahnykkurinn Rannsókn lögreglu miðar að því þessa stundina að fá gögn frá Spáni til að geta lokið rannsókninni og sent það til héraðssaksóknara á ný. Karl Steinar gerir ráð fyrir að málið muni fara til embættisins með haustinu. Í samtali við Vísi segir hann ekkert nýtt komið fram við rannsóknina frá því lögreglan fékk málið aftur í fangið frá héraðssaksóknara.Sigurður KristinssonVísir/VilhelmSigurður er eiginmaður Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur sem slasaðist á heimili þeirra á Malaga á Spáni í janúar síðastliðnum. Sunna Elvira var sett í farbann á Spáni þegar eiginmaður hennar Sigurður Kristinsson var handtekinn í janúar hér á landi grunaður um aðild að stórfelldum fíkniefnainnflutningi. Farbanninu yfir Sunnu var aflétt í mars og hún flutt til Íslands með sjúkraflugi. Þaðan var farið með hana á endurhæfingardeildina á Grensás en hún var útskrifuð þaðan í júní síðastliðnum.Rannsaka fall SunnuGreint var frá því að lögreglan hefði hafið sjálfstæða rannsókn á því hvort Sigurður hefði átt þátt í því að Sunna Elvíra féll niður um fjóra metra á heimili þeirra á Spáni. Sunna slasaðist alvarlega við fallið og er í lömuð í dag. Karl Steinar segist lítið geta sagt um þá rannsókn annað en að hún er enn í gangi.Tveimur slepptÍ gæsluvarðhaldsúrskurði yfir Sigurði kom fram að hann segist sjálfur hafa komið efnunum fyrir í skákmunum og sent til Íslands. Spænsk og íslensk lögregluyfirvöld virðast hafa verið vel með á nótunum því áður en skákmunirnir voru sendir frá Spáni til Íslands var fíkniefnunum skipt út fyrir gerviefni. Tveir menn til viðbótar voru handteknir á Íslandi vegna rannsóknar málsins en þeim báðum var sleppt. Karl Steinar segist ekki geta að svo stöddu tjáð sig um hversu margir hafa stöðu sakbornings í Skáksambandsmálinu.
Mál Sunnu Elviru Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sjá meira