Hvers vegna er stjórnarskráin brotin? Björgvin Guðmundsson skrifar 2. ágúst 2018 07:00 Hvers vegna er afstaða stjórnvalda á Íslandi neikvæð til eldri borgara? Hvers vegna eru stjórnvöld hér ekki að leggja sig fram um að bæta kjör aldraðra og gera þeim lífið sem léttast? Þannig er það í grannlöndum okkar. Þar leggja stjórnvöld sig fram um að gera lífið sem bærilegast, lífskjörin sem léttust síðasta hluta æviskeiðsins. Formaður í samtökum eldri borgara, sem fór að heimsækja systursamtök sín í Danmörku fyrir mörgum árum, undraðist hvað stjórnvöld þar voru jákvæð í garð aldraðra; átti því ekki að venjast hér. Gott dæmi um neikvæða afstöðu til aldraðra er hjá núverandi ríkisstjórn. Stjórnin hefur verið við völd í 8 mánuði en hún hefur ekki lyft litla putta til þess a bæta kjör eða aðstöðu aldraðra. Þó á að heita svo, að „róttækur sósíalistaflokkur“ veiti stjórninni forstöðu. Hvað veldur sinnuleysi stjórnarinnar? Það er rannsóknarefni. Vinstri grænir skertu kjör aldraðra og öryrkja 2009 ásamt Samfylkingunni í kjölfar bankahrunsins en þá voru skuldir ríkisins orðnar yfir 200 milljarðar króna. Það hefði því átt að vera kærkomið tækifæri fyrir VG nú að bæta kjör aldraðra og öryrkja, þegar staða þjóðarbúsins er orðin betri. En VG telur greinilega ekki þörf á því; heldur hagar sér eins og enn sé kreppa í landinu gagnvart þeim sem verst standa í þjóðfélaginu! Ég hef minnst á það áður, að ég tel, að það hve lífeyri aldraðra og öryrkja er haldið lágum hér sé brot á stjórnarskránni. Samkvæmt 76. gr stjórnarskrárinnar á ríkið að veita öldruðum og öryrkjum aðstoð, ef þarf. Það þarf frekari aðstoð til þeirra kvæntra aldraðra, sem eingöngu hafa 204 þúsund kr. á mánuði eftir skatt. Það lifir enginn af þeirri hungurlús. Aðeins húsaleiga er hátt í 200 þúsund kr. á mánuði og þó húsnæðiskostnaður sé heldur lægri hjá þeim, sem eiga sitt húsnæði munar það ekki mjög miklu. Þá er einnig eftir að greiða allan annan kostnað, matvæli, fatnað, samgöngukostnað, rafmagn, hita, síma, sjónvarp, tölvu, læknishjálp, afþreyingu, gjafir til barna og barnabarna, o.s.frv. o.s.frv. Það er engin leið að lifa af þessum lága lífeyri, sem ríkið skammtar öldruðum og öryrkjum. Það er í rauninni verið að svelta aldraða og öryrkja með því að halda þeim svona niðri og neita að leiðrétta lífeyrinn. Réttlætinu verður ekki frestað sagði Katrín Jakobsdóttir, þegar hún var í stjórnarandstöðu 2017 og var að gagnrýna Bjarna Benediktsson. Þá vildi hún ekki fresta leiðréttingu á lífeyri; vildi ekki fresta réttlætinu. Nú er hún að fresta því!! Þó einhleypir aldraðir hafi nokkrum krónum hærri lífeyri munar það engum ósköpum. Einhleypir aldraðrir, sem eingöngu hafa lífeyri frá TR, hafa 239 þús. á mánuði eftir skatt. Síðan er það furðulegt, að stjórnvöld skuli komast upp með það að mismuna öldruðum og öryrkjum eftir því hvort þeir eru einhleypir eða í hjónabandi (eða sambúð). Það er svona svipað og sagt væri við verkamenn, að þeir fengju lægra kaup fyrir vinnu sína, ef þeir væru giftir! Það stenst ekki, hvorki hjá verkafólki né hjá öldruðum eða öryrkjum. Það er engin spurning, að stjórnvöld eru að brjóta stjórnarskrána á öldruðum og öryrkjum. Það er furðulegt, að stjórn undir forustu „róttæks sósíalistaflokks“ skuli gera það. Það verður að stöðva brot á stjórnarskránni strax. Ég hef undanfarið birt samanburð á kjörum aldraðra hér, á hinum Norðurlöndunum og innan OECD . Þessi samanburður leiðir í ljós að Ísland rekur lestina, að því er greiðslur ríkisins til eftirlauna varðar. Það hefur lengi verið vitað að Norðurlöndin standa okkur framar í þessu efni en það kemur á ávart, að ríkin innan OECD skuli einnig standa okkur framar í þessu efni, miðað við eftirlaun sem hlutfall af vergri þjóðarframleiðslu. Hvað þýðir þetta? Það þýðir það, að íslenskir stjórnmálamenn hafa svikið aldraðra að því er varðar greiðslu eftirlauna til þeirra. Íslenska ríkið hefur greitt þeim lægri eftirlaun en önnur OECD ríki til jafnaðar eða 2% af vergri landsframleiðslu miðað við 8% í ríkjum OECD. Samt hefur hagvöxtur verið meiri hér síðustu árin en í flestum löndum Evrópu. Hvað verður um hagvöxtinn? Aldraðir njóta hans ekki.Höfundur er viðskiptafræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Hvers vegna er afstaða stjórnvalda á Íslandi neikvæð til eldri borgara? Hvers vegna eru stjórnvöld hér ekki að leggja sig fram um að bæta kjör aldraðra og gera þeim lífið sem léttast? Þannig er það í grannlöndum okkar. Þar leggja stjórnvöld sig fram um að gera lífið sem bærilegast, lífskjörin sem léttust síðasta hluta æviskeiðsins. Formaður í samtökum eldri borgara, sem fór að heimsækja systursamtök sín í Danmörku fyrir mörgum árum, undraðist hvað stjórnvöld þar voru jákvæð í garð aldraðra; átti því ekki að venjast hér. Gott dæmi um neikvæða afstöðu til aldraðra er hjá núverandi ríkisstjórn. Stjórnin hefur verið við völd í 8 mánuði en hún hefur ekki lyft litla putta til þess a bæta kjör eða aðstöðu aldraðra. Þó á að heita svo, að „róttækur sósíalistaflokkur“ veiti stjórninni forstöðu. Hvað veldur sinnuleysi stjórnarinnar? Það er rannsóknarefni. Vinstri grænir skertu kjör aldraðra og öryrkja 2009 ásamt Samfylkingunni í kjölfar bankahrunsins en þá voru skuldir ríkisins orðnar yfir 200 milljarðar króna. Það hefði því átt að vera kærkomið tækifæri fyrir VG nú að bæta kjör aldraðra og öryrkja, þegar staða þjóðarbúsins er orðin betri. En VG telur greinilega ekki þörf á því; heldur hagar sér eins og enn sé kreppa í landinu gagnvart þeim sem verst standa í þjóðfélaginu! Ég hef minnst á það áður, að ég tel, að það hve lífeyri aldraðra og öryrkja er haldið lágum hér sé brot á stjórnarskránni. Samkvæmt 76. gr stjórnarskrárinnar á ríkið að veita öldruðum og öryrkjum aðstoð, ef þarf. Það þarf frekari aðstoð til þeirra kvæntra aldraðra, sem eingöngu hafa 204 þúsund kr. á mánuði eftir skatt. Það lifir enginn af þeirri hungurlús. Aðeins húsaleiga er hátt í 200 þúsund kr. á mánuði og þó húsnæðiskostnaður sé heldur lægri hjá þeim, sem eiga sitt húsnæði munar það ekki mjög miklu. Þá er einnig eftir að greiða allan annan kostnað, matvæli, fatnað, samgöngukostnað, rafmagn, hita, síma, sjónvarp, tölvu, læknishjálp, afþreyingu, gjafir til barna og barnabarna, o.s.frv. o.s.frv. Það er engin leið að lifa af þessum lága lífeyri, sem ríkið skammtar öldruðum og öryrkjum. Það er í rauninni verið að svelta aldraða og öryrkja með því að halda þeim svona niðri og neita að leiðrétta lífeyrinn. Réttlætinu verður ekki frestað sagði Katrín Jakobsdóttir, þegar hún var í stjórnarandstöðu 2017 og var að gagnrýna Bjarna Benediktsson. Þá vildi hún ekki fresta leiðréttingu á lífeyri; vildi ekki fresta réttlætinu. Nú er hún að fresta því!! Þó einhleypir aldraðir hafi nokkrum krónum hærri lífeyri munar það engum ósköpum. Einhleypir aldraðrir, sem eingöngu hafa lífeyri frá TR, hafa 239 þús. á mánuði eftir skatt. Síðan er það furðulegt, að stjórnvöld skuli komast upp með það að mismuna öldruðum og öryrkjum eftir því hvort þeir eru einhleypir eða í hjónabandi (eða sambúð). Það er svona svipað og sagt væri við verkamenn, að þeir fengju lægra kaup fyrir vinnu sína, ef þeir væru giftir! Það stenst ekki, hvorki hjá verkafólki né hjá öldruðum eða öryrkjum. Það er engin spurning, að stjórnvöld eru að brjóta stjórnarskrána á öldruðum og öryrkjum. Það er furðulegt, að stjórn undir forustu „róttæks sósíalistaflokks“ skuli gera það. Það verður að stöðva brot á stjórnarskránni strax. Ég hef undanfarið birt samanburð á kjörum aldraðra hér, á hinum Norðurlöndunum og innan OECD . Þessi samanburður leiðir í ljós að Ísland rekur lestina, að því er greiðslur ríkisins til eftirlauna varðar. Það hefur lengi verið vitað að Norðurlöndin standa okkur framar í þessu efni en það kemur á ávart, að ríkin innan OECD skuli einnig standa okkur framar í þessu efni, miðað við eftirlaun sem hlutfall af vergri þjóðarframleiðslu. Hvað þýðir þetta? Það þýðir það, að íslenskir stjórnmálamenn hafa svikið aldraðra að því er varðar greiðslu eftirlauna til þeirra. Íslenska ríkið hefur greitt þeim lægri eftirlaun en önnur OECD ríki til jafnaðar eða 2% af vergri landsframleiðslu miðað við 8% í ríkjum OECD. Samt hefur hagvöxtur verið meiri hér síðustu árin en í flestum löndum Evrópu. Hvað verður um hagvöxtinn? Aldraðir njóta hans ekki.Höfundur er viðskiptafræðingur
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun