Jürgen Klopp: Íslenskur sigur á HM væri stærsta stund fótboltasögunnar | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. mars 2018 14:56 Jürgen Klopp brosir til Magnúsar á fundinum í dag. skjáskot Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, er mikill aðdáandi íslensku þjóðarinnar eftir að hafa komið hingað á skíði í fyrra. Hann á ekki orð yfir íþróttaafrek Íslendinga en strákarnir okkar eru, eins og allir vita, á leið á HM í Rússlandi í sumar. Magnús Már Einarsson, ritstjóri Fótbolti.net, var staddur á blaðamannafundi Klopps fyrir leikinn gegn Porto í Meistaradeildinni í dag og fékk síðustu spurningu fundarins. Hann nýtti hana ekki til að vita meira um Liverpool heldur spurði Magnús Þjóðverjann hvað hann telji að Ísland geti gert á HM í sumar. Klopp brosti sínu breiðasta og hló dátt áður en hann hugsaði málið í smástund. Hann hélt svo mikla lofræðu um íslenska íþróttamenn og íslensku þjóðina. „Ég var á skíðum á Íslandi síðasta sumar sem var ein besta upplifun lífs míns. Hvað búa margir þarna? 300.000?“ spurði Klopp en Magnús bætti við 40.000 manns. „Ég trúi þessu ekki. Þetta er alveg ótrúlegt,“ svaraði Klopp. „Rætur fótboltans eru eins og rætur lífsins. Það þarf ekki mikið af fólki til að gera góða hluti heldur bara rétta fólkið. Það sem Ísland er búið að gera í fótbolta er alveg ótrúlegt og ekki bara fótbolta heldur handbolta líka,“ sagði sá þýski. Klopp vonast eftir íslenskum sigri á HM svo framarlega að Þýskalandi og Englandi takist ekki að vinna heimsmeistaramótið. „Maður gæti haldið að það væru bara íþróttamenn á Íslandi en þarna eru líka læknar og kennarar og allt þetta með bara 340.000 manns. Ég skil ekki hvernig þetta gengur upp,“ sagði hann. „Ef Þýskaland vinnur ekki og ekki England þá vona ég að Ísland vinni. Það yrði það ótrúlegasta í sögu fótboltans. Ég elska viðhorf íslensku þjóðarinnar. Þetta er frábært land. Til hamingju með að vera Íslendingur,“ sagði Jürgen Klopp. Svar Jürgens Klopps má sjá hér að neðan en spurningin frá Magnúsi kemur á 40:37 HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Fleiri fréttir Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Sjá meira
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, er mikill aðdáandi íslensku þjóðarinnar eftir að hafa komið hingað á skíði í fyrra. Hann á ekki orð yfir íþróttaafrek Íslendinga en strákarnir okkar eru, eins og allir vita, á leið á HM í Rússlandi í sumar. Magnús Már Einarsson, ritstjóri Fótbolti.net, var staddur á blaðamannafundi Klopps fyrir leikinn gegn Porto í Meistaradeildinni í dag og fékk síðustu spurningu fundarins. Hann nýtti hana ekki til að vita meira um Liverpool heldur spurði Magnús Þjóðverjann hvað hann telji að Ísland geti gert á HM í sumar. Klopp brosti sínu breiðasta og hló dátt áður en hann hugsaði málið í smástund. Hann hélt svo mikla lofræðu um íslenska íþróttamenn og íslensku þjóðina. „Ég var á skíðum á Íslandi síðasta sumar sem var ein besta upplifun lífs míns. Hvað búa margir þarna? 300.000?“ spurði Klopp en Magnús bætti við 40.000 manns. „Ég trúi þessu ekki. Þetta er alveg ótrúlegt,“ svaraði Klopp. „Rætur fótboltans eru eins og rætur lífsins. Það þarf ekki mikið af fólki til að gera góða hluti heldur bara rétta fólkið. Það sem Ísland er búið að gera í fótbolta er alveg ótrúlegt og ekki bara fótbolta heldur handbolta líka,“ sagði sá þýski. Klopp vonast eftir íslenskum sigri á HM svo framarlega að Þýskalandi og Englandi takist ekki að vinna heimsmeistaramótið. „Maður gæti haldið að það væru bara íþróttamenn á Íslandi en þarna eru líka læknar og kennarar og allt þetta með bara 340.000 manns. Ég skil ekki hvernig þetta gengur upp,“ sagði hann. „Ef Þýskaland vinnur ekki og ekki England þá vona ég að Ísland vinni. Það yrði það ótrúlegasta í sögu fótboltans. Ég elska viðhorf íslensku þjóðarinnar. Þetta er frábært land. Til hamingju með að vera Íslendingur,“ sagði Jürgen Klopp. Svar Jürgens Klopps má sjá hér að neðan en spurningin frá Magnúsi kemur á 40:37
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Fleiri fréttir Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Sjá meira