Hafna kröfu um að lækka hús á Edenreit enn frekar Garðar Örn Úlfarsson skrifar 5. mars 2018 06:00 Edenreiturinn hefur staðið auður frá því að söluskálinn brann sumarið 2011. Gróðurhúsin aftan við standa á Þelamörk 52-54. VísirPjetur Eigandi lóðarinnar Þelamerkur 52-54, Lars David Nielsen, krefst þess að Hveragerðisbær annaðhvort lækki fyrirhuguð hús á svokölluðum Edendreit niður í eina hæð eða kaupi af honum hans eign á fullu verði. Bæjarráð hafnar kröfunum. Eins og áður hefur komið fram eru gróðurhús og garðplöntusala rekin á Þelamörk 52-54 sem er norðan við Edenreitinn. „Ljóst er að ef fjöleignarhús á tveimur hæðum verði byggt við lóðamörkin nokkrum metrum frá gróðurhúsunum verði skuggavarp yfir gróðurhúsin nánast út allt árið,“ segir í bréfi til bæjaryfirvalda frá lögmanni Lars sem vísar til matsgerðar Ráðgjafarstöðvar landbúnaðarins. Lögmaðurinn segir augljóst að fyrirhugaðar byggingar muni valda Lars gríðarlegu tjóni. „Framkvæmdirnar myndu nánast eyðileggja framtíðarmöguleika lóðar hans og því er grenndarréttur ekki virtur,“ er fullyrt í bréfinu. Bæjarráð segist nú þegar hafa komið til móts við fyrri athugasemdir Lars með lækkun húsa úr þremur hæðum í tvær og úr tveimur hæðum í eina. „Með því er talið að skuggavarp á nærliggjandi lóðir verði óverulegt og hafi lítil áhrif á rekstur,“ bókar bæjarráðið. Vitnað er til þess að í greinargerð með deiliskipulagi Edenreitsins komi fram að skuggavarp sé óverulegt nema í mars klukkan 17.00 og að skuggavarp í júní sé vart sjáanlegt. Lögmaður Lars segir hins vegar í bréfinu að bærinn hafi ekki kannað skuggavarpið sérstaklega. „Virðist sem bærinn fullyrði út í loftið hvað það varðar,“ segir hann. Bæjarráðið bendir á að skipulag hafi verið samþykkt og framkvæmdir séu við það að hefjast. „Bæjarráð telur ekki að bygging tveggja hæða húsa sem eru sambærileg að hæð við önnur hús í hverfinu hafi skaðleg áhrif á rekstur stöðvarinnar og að sambýli atvinnurekstrar og íbúða geti verið áfram eins og verið hefur.“ Kæru Lars vegna málsins var vísað frá úrkurðarnefnd umhverfis- og auðlindmála þar sem kærufresturinn var úti. Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Eigandi lóðarinnar Þelamerkur 52-54, Lars David Nielsen, krefst þess að Hveragerðisbær annaðhvort lækki fyrirhuguð hús á svokölluðum Edendreit niður í eina hæð eða kaupi af honum hans eign á fullu verði. Bæjarráð hafnar kröfunum. Eins og áður hefur komið fram eru gróðurhús og garðplöntusala rekin á Þelamörk 52-54 sem er norðan við Edenreitinn. „Ljóst er að ef fjöleignarhús á tveimur hæðum verði byggt við lóðamörkin nokkrum metrum frá gróðurhúsunum verði skuggavarp yfir gróðurhúsin nánast út allt árið,“ segir í bréfi til bæjaryfirvalda frá lögmanni Lars sem vísar til matsgerðar Ráðgjafarstöðvar landbúnaðarins. Lögmaðurinn segir augljóst að fyrirhugaðar byggingar muni valda Lars gríðarlegu tjóni. „Framkvæmdirnar myndu nánast eyðileggja framtíðarmöguleika lóðar hans og því er grenndarréttur ekki virtur,“ er fullyrt í bréfinu. Bæjarráð segist nú þegar hafa komið til móts við fyrri athugasemdir Lars með lækkun húsa úr þremur hæðum í tvær og úr tveimur hæðum í eina. „Með því er talið að skuggavarp á nærliggjandi lóðir verði óverulegt og hafi lítil áhrif á rekstur,“ bókar bæjarráðið. Vitnað er til þess að í greinargerð með deiliskipulagi Edenreitsins komi fram að skuggavarp sé óverulegt nema í mars klukkan 17.00 og að skuggavarp í júní sé vart sjáanlegt. Lögmaður Lars segir hins vegar í bréfinu að bærinn hafi ekki kannað skuggavarpið sérstaklega. „Virðist sem bærinn fullyrði út í loftið hvað það varðar,“ segir hann. Bæjarráðið bendir á að skipulag hafi verið samþykkt og framkvæmdir séu við það að hefjast. „Bæjarráð telur ekki að bygging tveggja hæða húsa sem eru sambærileg að hæð við önnur hús í hverfinu hafi skaðleg áhrif á rekstur stöðvarinnar og að sambýli atvinnurekstrar og íbúða geti verið áfram eins og verið hefur.“ Kæru Lars vegna málsins var vísað frá úrkurðarnefnd umhverfis- og auðlindmála þar sem kærufresturinn var úti.
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira