Innlent

Ævar Jóhannesson látinn

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Ævar Jóhannesson hlaut fjölda viðurkenninga á lífsleiðinni.
Ævar Jóhannesson hlaut fjölda viðurkenninga á lífsleiðinni. Vísir/Valli
Ævar Jóhannesson lést á laugardag á 87 ára afmælisdegi sínum. Þrátt fyrir að vera ómenntaður vann Ævar í áratugi að vísindastörfum hjá Raunvísindadeild Háskólans. Hann fann þar á meðal upp hina frægu íssjá sem mælir þykkt jökla en fram að því hafði það verið ómögulegt.

Ævar var þekktur fyrir að hafa í áratugi soðið lúpínuseyði og gefið það þeim sem vildu. Margir töldu það hjálpa gegn sjúkdómum, meðal annars krabbameini.

Ævar hlaut fjölda viðurkenninga á lífsleiðinni fyrir óeigingjarnt starf sitt, þar á meðan samfélagsverðlaun Fréttablaðsins árið 2007.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×