Patrick Reed leiðir eftir þriðja hring Dagur Lárusson skrifar 7. apríl 2018 23:30 Patrick Reed hefur spilað frábærlega. vísir/getty Bandaríkjamaðurinn Patrick Reed er efstur manna eftir þriðja hring á Masters mótinu í Augusta en hann lauk hringum á fjórtán undir pari. Á hringnum fékk Reed nokkra fugla og paraði m.a. holu 2 og 4. Samtals fór Reed á 67 höggum sem þýðir að allir hans hringir hingað til hafa verið undir 70 höggum. Það hefur enginn í sögu Masters farið alla fjóra hringina undir 70 höggum og því verður spennandi að fylgjast með á morgun. Norður-Írinn Roy Mcllroy skiptist á við Patrick Reed að vera með forystuna í kvöld en hann lauk sínum þriðja hring á ellefu undir pari og er því þremur höggum á eftir Reed. Rory paraði fimm holur í röð en það voru holur 10, 11, 12, 13 og 14. Mikið var fjallað um þáttöku Tiger Woods fyrir mótið og voru sumir sem héldu því fram að hann væri sigurstranglegur. Það hefur hinsvegar ekki verið raunin en hann slapp t.d. rétt svo í gegnum niðurskurð í gær. Eftir þriðja hringinn situr Woods í 40. sæti á fjórum höggum yfir pari en hann fékk t.d. tvo skolla á sínum þriðja hring. Jordan Spieth, sem leiddi mótið í byrjun annars keppnisdags, hefur dregist aftur úr og situr nú í níunda sæti og er á fimm höggum undir pari, líkt og Justin Thomas. Það er ljóst að morgundagurinn verður æsispennandi þar sem menn eins og Reed, Rory og Fowler munu berjast um græna jakkann. Hér fyrir neðan má sjá mögnuð tilþrif Patrick Reed á 15. holu. .@PReedGolf extends his lead to five after recording his second eagle of the day on No. 15. #themasters pic.twitter.com/U0xRtG52q7— Masters Tournament (@TheMasters) April 7, 2018 Golf Tengdar fréttir Tiger slapp í gegnum niðurskurðinn │ Reed leiðir Tiger Woods slapp í gegnum niðurskurðinn á Mastersmótinu í golfi í kvöld. Patrick Reed leiðir mótið á níu höggum undir pari. 6. apríl 2018 23:41 Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Patrick Reed er efstur manna eftir þriðja hring á Masters mótinu í Augusta en hann lauk hringum á fjórtán undir pari. Á hringnum fékk Reed nokkra fugla og paraði m.a. holu 2 og 4. Samtals fór Reed á 67 höggum sem þýðir að allir hans hringir hingað til hafa verið undir 70 höggum. Það hefur enginn í sögu Masters farið alla fjóra hringina undir 70 höggum og því verður spennandi að fylgjast með á morgun. Norður-Írinn Roy Mcllroy skiptist á við Patrick Reed að vera með forystuna í kvöld en hann lauk sínum þriðja hring á ellefu undir pari og er því þremur höggum á eftir Reed. Rory paraði fimm holur í röð en það voru holur 10, 11, 12, 13 og 14. Mikið var fjallað um þáttöku Tiger Woods fyrir mótið og voru sumir sem héldu því fram að hann væri sigurstranglegur. Það hefur hinsvegar ekki verið raunin en hann slapp t.d. rétt svo í gegnum niðurskurð í gær. Eftir þriðja hringinn situr Woods í 40. sæti á fjórum höggum yfir pari en hann fékk t.d. tvo skolla á sínum þriðja hring. Jordan Spieth, sem leiddi mótið í byrjun annars keppnisdags, hefur dregist aftur úr og situr nú í níunda sæti og er á fimm höggum undir pari, líkt og Justin Thomas. Það er ljóst að morgundagurinn verður æsispennandi þar sem menn eins og Reed, Rory og Fowler munu berjast um græna jakkann. Hér fyrir neðan má sjá mögnuð tilþrif Patrick Reed á 15. holu. .@PReedGolf extends his lead to five after recording his second eagle of the day on No. 15. #themasters pic.twitter.com/U0xRtG52q7— Masters Tournament (@TheMasters) April 7, 2018
Golf Tengdar fréttir Tiger slapp í gegnum niðurskurðinn │ Reed leiðir Tiger Woods slapp í gegnum niðurskurðinn á Mastersmótinu í golfi í kvöld. Patrick Reed leiðir mótið á níu höggum undir pari. 6. apríl 2018 23:41 Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Tiger slapp í gegnum niðurskurðinn │ Reed leiðir Tiger Woods slapp í gegnum niðurskurðinn á Mastersmótinu í golfi í kvöld. Patrick Reed leiðir mótið á níu höggum undir pari. 6. apríl 2018 23:41