Hefði gert allt til að stöðva Hauk ef hún hefði vitað þetta Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 7. apríl 2018 12:45 Eva Hauksdóttir hefur ekki gefið upp alla von um að Haukur Hilmarsson sonur hennar kunni að vera á lífi Skjáskot/Stöð2 „Við vitum ýmislegt sem við vissum ekki um ferðir Hauks fyrir mánuði vegna þess að við höfum verið í nokkuð stöðugum samskiptum við menn sem voru með honum. Við vitum nokkurn vegin hvað hann var að gera fram að fyrsta febrúar,“ sagði Eva Hauksdóttir í einlægu viðtali við Heimi Má Pétursson í Víglínunni í dag. Eva segir að þann 1. febrúar síðastliðinn hafi Haukur svo verið sendur til Afrín. „Eftir það virðist enginn hafa séð hann. Við fáum ekki samband við neinn sem að hafði spurnir af honum eða neitt samband við hann eftir 1. febrúar.“ Eva hefur ekki gefið upp alla von um að Haukur Hilmarsson sonur hennar kunni að vera á lífi en ekkert hefur spurst til hans í á annan mánuð þegar hann hvarf á átakasvæðum í Afrin héraði í Sýrlandi. Þar hafði hann barist með hersveitum Kúrda sem fullyrða að Haukur hafi fallið í bardaga við tyrkneska hermenn hinn 24. febrúar. „Þeir segja að hans hafi verið saknað eftir aðgerð. Það er ekki hægt að fullyrða að maður sé fallinn frá en það eru auðvitað mestar líkur á því.“ Eva segir að á þessum svæðum sé vinnulagið þannig að ef einhver skilar sér ekki eftir aðgerð þá því slegið föstu eftir tíu til fjórtán daga að viðkomandi hafi fallið. „Það er auðvitað eitthvað sem getur hafa gerst og ekkert ólíklegt en það er líka fullt af fólki í Afrín sem heldur því fram að hans hafi verið saknað fyrr og það er bara ýmislegt sem gæti hafa gerst þarna.“ Haukur HilmarssonMynd/Eva Hauksdóttir Efins og hrædd Fjölskylda Hauks hefur enn ekki fengið samband við neinn sem var með Hauki síðustu vikurnar. „Þannig að við erum ennþá hrædd um það að það hafi kannski eitthvað allt annað gerst og hann kunni jafnvel að vera á lífi. Það er auðvitað bæði von og ótti sko, að hann sé á lífi kannski í höndum Tyrkja eða eitthvað. En stóra myndin er þessi, við vitum ekki hvort Haukur er lífs eða liðinn og það er mjög erfitt að ætla að fá staðfestingu á því ef að það er ekkert lík og það hefur ekkert lík fundist.“ Eva bíður nú eftir að fá að sjá gögn frá utanríkisráðuneytinu tengd hvarfi Hauks. „Ég hef ennþá ekki fengið að sjá þau gögn sem utanríkisráðuneytið hefur aflað. Ég á að fá að sjá þau núna þann níunda en mér hefur fundist þetta taka ótrúlega langan tíma.“ Hún segist treysta Tyrkjum illa til að koma með heiðarleg svör um málið, jafnvel þó að það sé utanríkisráðuneytið sem hafa samband við þá. „Við erum samt efins og hrædd. Við erum bara að vona að annaðhvort þá skili hann sér eða þá að það finnist lík.“ Haukur Hilmarsson.Mynd/Úr safni Nurhaks „Ekki hafa áhyggjur“ Haukur var í Grikklandi áður en hann fór að berjast með hersveitum Kúrda í Afrín. Eva segir að hann hafi greinilega ætlað að leyna þeim áætlunum sínum fyrir fjölskyldunni. „Ég hefði gert allt sem í vegi mínum hefði staðið til að koma í veg fyrir að hann færi ef ég hefði vitað þetta. Hann fer frá Grikklandi seinnipart júlí 2017 og það kemur þarna langur tími. 11. September hefur hann samband með tölvupósti og segist ekki verða í netsambandi í einhvern tíma.“ Í fimm eða sex vikur hafði Haukur svo ekkert samband og þá var fjölskyldan orðin hrædd um hann. „Við fórum að leita að honum í Grikklandi.“ Þegar leitin bar ekki árangur íhugaði Eva að láta utanríkisráðuneytið lýsa eftir honum. Þá fær hún upplýsingar frá fólki sem hafði verið með Hauki í Grikklandi um að hann væri farinn til Sýrlands, og væri genginn til liðs við hersveitir Kúrda. „Við náðum svo tölvupóstsambandi við hann fljótlega eftir það. En það sem er erfitt við þetta er að við gátum ekki spurt hreint út, vegna þess að Haukur haft mjög miklar áhyggjur af eftirliti yfirvalda, ég tala nú ekki um þegar við erum að tala um einhverja fasista eins og Tyrki.“ Eva segir að hún hafi vonað að Haukur væri í rústabjörgun eða að reyna að koma flóttamönnum undan. En vissi ekki einu sinni með hvaða andspyrnuhreyfingu hann væri. „Við vissum ekki alveg hvað hann væri að gera og vissum ekki hvar hann var. Við gátum ekki spurt hreint út því hann hefði lokað á okkur.“ Haukur staðfesti því aldrei við fjölskyldu sína hvar hann væri. „Hann staðfestir aldrei neitt. Hann segir bara „þetta er ekki eins hættulegt og þið haldið, ekki hafa áhyggjur, það er allt rólegt í augnablikinu og eitthvað svoleiðis. Hann fæst ekki til að segja neitt meira en það.“ Algjört glapræði Fjölskyldan hefur því verið í óvissu í langan tíma og Eva segir að það hafi verið erfitt að geta ekki talað um þetta við neinn. Eva segist þekkja son sinn mjög vel svo myndböndin sem birtust af honum ræða ástæður sínar, komu henni ekki á óvart. „Ég hef fylgst afskaplega vel með Hauki og það er ekkert þarna sem kemur mér á óvart. Þetta er algjört glapræði. Þeir sem vilja standa með einhverjum svona andspyrnuhreyfingum, ekki fara þessa leið.“ Hún segist þó skilja það sem Haukur hafi sennilega hugsað með þessari ákvörðun. Hann hafi ekki verið undir áhrifum heldur tekið þessa ákvörðun sjálfur. Hann hafi alltaf haft trú á vopnum í andspyrnu. „Ég skil þetta afskaplega vel en ég er ekki sátt við þetta tiltæki hans, auðvitað ekki, og þetta er ekki góð aðferð. Við töluðum oft um það, ég tel að vopnið andspyrna eigi algjörlega rétt á sér. En það að fara og standa með einhverri vopnaðri andspyrnuhreyfingu, sem að maður ræður í rauninni ekkert við, það er í rauninni ekki gott. Hann fær þarna tveggja vikna herþjálfun. Það var líka eitt sem að róaði okkur pínulítið, við héldum að maður sem kann ekki á byssu yrði kannski ekki settur í eitthvað hættulegt.“ En eftir þessa litlu þjálfun þá var Haukur orðinn liðsforingi. „Mér finnst þetta algjörlega súrealískt.“ Viðtalið við Evu má horfa á í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Mál Hauks Hilmarssonar Víglínan Tengdar fréttir Tyrkir segjast ekki hafa Hauk í haldi Utanríkisráðherra ræddi við varnarmálaráðherra Tyrklands í síma um mál Hauks HIlmarssonar í dag. 19. mars 2018 18:24 Hætta ekki að leita svara Eva Hauksdóttir, móðir Hauks Hilmarssonar sem talinn er hafa fallið í Sýrlandi í síðasta mánuði, segir að lík Hauks sé ekki í forgangi hjá fjölskyldu hans, heldur staðfesting á því að Haukur sé látinn. 20. mars 2018 15:40 Grísk samtök birta myndband af Hauki Hilmarssyni Gríski anarkistahópurinn RUIS hefur birt myndband af Hauki Hilmarssyni, sem talinn er hafa fallið í átökum í Afrin-héraði í Sýrlandi í lok febrúar. 29. mars 2018 16:04 Katrín ræddi mál Hauks Hilmarssonar við Merkel Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, fundaði í dag með Angelu Merkel, kanslara Þýskalands. 19. mars 2018 14:46 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
„Við vitum ýmislegt sem við vissum ekki um ferðir Hauks fyrir mánuði vegna þess að við höfum verið í nokkuð stöðugum samskiptum við menn sem voru með honum. Við vitum nokkurn vegin hvað hann var að gera fram að fyrsta febrúar,“ sagði Eva Hauksdóttir í einlægu viðtali við Heimi Má Pétursson í Víglínunni í dag. Eva segir að þann 1. febrúar síðastliðinn hafi Haukur svo verið sendur til Afrín. „Eftir það virðist enginn hafa séð hann. Við fáum ekki samband við neinn sem að hafði spurnir af honum eða neitt samband við hann eftir 1. febrúar.“ Eva hefur ekki gefið upp alla von um að Haukur Hilmarsson sonur hennar kunni að vera á lífi en ekkert hefur spurst til hans í á annan mánuð þegar hann hvarf á átakasvæðum í Afrin héraði í Sýrlandi. Þar hafði hann barist með hersveitum Kúrda sem fullyrða að Haukur hafi fallið í bardaga við tyrkneska hermenn hinn 24. febrúar. „Þeir segja að hans hafi verið saknað eftir aðgerð. Það er ekki hægt að fullyrða að maður sé fallinn frá en það eru auðvitað mestar líkur á því.“ Eva segir að á þessum svæðum sé vinnulagið þannig að ef einhver skilar sér ekki eftir aðgerð þá því slegið föstu eftir tíu til fjórtán daga að viðkomandi hafi fallið. „Það er auðvitað eitthvað sem getur hafa gerst og ekkert ólíklegt en það er líka fullt af fólki í Afrín sem heldur því fram að hans hafi verið saknað fyrr og það er bara ýmislegt sem gæti hafa gerst þarna.“ Haukur HilmarssonMynd/Eva Hauksdóttir Efins og hrædd Fjölskylda Hauks hefur enn ekki fengið samband við neinn sem var með Hauki síðustu vikurnar. „Þannig að við erum ennþá hrædd um það að það hafi kannski eitthvað allt annað gerst og hann kunni jafnvel að vera á lífi. Það er auðvitað bæði von og ótti sko, að hann sé á lífi kannski í höndum Tyrkja eða eitthvað. En stóra myndin er þessi, við vitum ekki hvort Haukur er lífs eða liðinn og það er mjög erfitt að ætla að fá staðfestingu á því ef að það er ekkert lík og það hefur ekkert lík fundist.“ Eva bíður nú eftir að fá að sjá gögn frá utanríkisráðuneytinu tengd hvarfi Hauks. „Ég hef ennþá ekki fengið að sjá þau gögn sem utanríkisráðuneytið hefur aflað. Ég á að fá að sjá þau núna þann níunda en mér hefur fundist þetta taka ótrúlega langan tíma.“ Hún segist treysta Tyrkjum illa til að koma með heiðarleg svör um málið, jafnvel þó að það sé utanríkisráðuneytið sem hafa samband við þá. „Við erum samt efins og hrædd. Við erum bara að vona að annaðhvort þá skili hann sér eða þá að það finnist lík.“ Haukur Hilmarsson.Mynd/Úr safni Nurhaks „Ekki hafa áhyggjur“ Haukur var í Grikklandi áður en hann fór að berjast með hersveitum Kúrda í Afrín. Eva segir að hann hafi greinilega ætlað að leyna þeim áætlunum sínum fyrir fjölskyldunni. „Ég hefði gert allt sem í vegi mínum hefði staðið til að koma í veg fyrir að hann færi ef ég hefði vitað þetta. Hann fer frá Grikklandi seinnipart júlí 2017 og það kemur þarna langur tími. 11. September hefur hann samband með tölvupósti og segist ekki verða í netsambandi í einhvern tíma.“ Í fimm eða sex vikur hafði Haukur svo ekkert samband og þá var fjölskyldan orðin hrædd um hann. „Við fórum að leita að honum í Grikklandi.“ Þegar leitin bar ekki árangur íhugaði Eva að láta utanríkisráðuneytið lýsa eftir honum. Þá fær hún upplýsingar frá fólki sem hafði verið með Hauki í Grikklandi um að hann væri farinn til Sýrlands, og væri genginn til liðs við hersveitir Kúrda. „Við náðum svo tölvupóstsambandi við hann fljótlega eftir það. En það sem er erfitt við þetta er að við gátum ekki spurt hreint út, vegna þess að Haukur haft mjög miklar áhyggjur af eftirliti yfirvalda, ég tala nú ekki um þegar við erum að tala um einhverja fasista eins og Tyrki.“ Eva segir að hún hafi vonað að Haukur væri í rústabjörgun eða að reyna að koma flóttamönnum undan. En vissi ekki einu sinni með hvaða andspyrnuhreyfingu hann væri. „Við vissum ekki alveg hvað hann væri að gera og vissum ekki hvar hann var. Við gátum ekki spurt hreint út því hann hefði lokað á okkur.“ Haukur staðfesti því aldrei við fjölskyldu sína hvar hann væri. „Hann staðfestir aldrei neitt. Hann segir bara „þetta er ekki eins hættulegt og þið haldið, ekki hafa áhyggjur, það er allt rólegt í augnablikinu og eitthvað svoleiðis. Hann fæst ekki til að segja neitt meira en það.“ Algjört glapræði Fjölskyldan hefur því verið í óvissu í langan tíma og Eva segir að það hafi verið erfitt að geta ekki talað um þetta við neinn. Eva segist þekkja son sinn mjög vel svo myndböndin sem birtust af honum ræða ástæður sínar, komu henni ekki á óvart. „Ég hef fylgst afskaplega vel með Hauki og það er ekkert þarna sem kemur mér á óvart. Þetta er algjört glapræði. Þeir sem vilja standa með einhverjum svona andspyrnuhreyfingum, ekki fara þessa leið.“ Hún segist þó skilja það sem Haukur hafi sennilega hugsað með þessari ákvörðun. Hann hafi ekki verið undir áhrifum heldur tekið þessa ákvörðun sjálfur. Hann hafi alltaf haft trú á vopnum í andspyrnu. „Ég skil þetta afskaplega vel en ég er ekki sátt við þetta tiltæki hans, auðvitað ekki, og þetta er ekki góð aðferð. Við töluðum oft um það, ég tel að vopnið andspyrna eigi algjörlega rétt á sér. En það að fara og standa með einhverri vopnaðri andspyrnuhreyfingu, sem að maður ræður í rauninni ekkert við, það er í rauninni ekki gott. Hann fær þarna tveggja vikna herþjálfun. Það var líka eitt sem að róaði okkur pínulítið, við héldum að maður sem kann ekki á byssu yrði kannski ekki settur í eitthvað hættulegt.“ En eftir þessa litlu þjálfun þá var Haukur orðinn liðsforingi. „Mér finnst þetta algjörlega súrealískt.“ Viðtalið við Evu má horfa á í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Mál Hauks Hilmarssonar Víglínan Tengdar fréttir Tyrkir segjast ekki hafa Hauk í haldi Utanríkisráðherra ræddi við varnarmálaráðherra Tyrklands í síma um mál Hauks HIlmarssonar í dag. 19. mars 2018 18:24 Hætta ekki að leita svara Eva Hauksdóttir, móðir Hauks Hilmarssonar sem talinn er hafa fallið í Sýrlandi í síðasta mánuði, segir að lík Hauks sé ekki í forgangi hjá fjölskyldu hans, heldur staðfesting á því að Haukur sé látinn. 20. mars 2018 15:40 Grísk samtök birta myndband af Hauki Hilmarssyni Gríski anarkistahópurinn RUIS hefur birt myndband af Hauki Hilmarssyni, sem talinn er hafa fallið í átökum í Afrin-héraði í Sýrlandi í lok febrúar. 29. mars 2018 16:04 Katrín ræddi mál Hauks Hilmarssonar við Merkel Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, fundaði í dag með Angelu Merkel, kanslara Þýskalands. 19. mars 2018 14:46 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Tyrkir segjast ekki hafa Hauk í haldi Utanríkisráðherra ræddi við varnarmálaráðherra Tyrklands í síma um mál Hauks HIlmarssonar í dag. 19. mars 2018 18:24
Hætta ekki að leita svara Eva Hauksdóttir, móðir Hauks Hilmarssonar sem talinn er hafa fallið í Sýrlandi í síðasta mánuði, segir að lík Hauks sé ekki í forgangi hjá fjölskyldu hans, heldur staðfesting á því að Haukur sé látinn. 20. mars 2018 15:40
Grísk samtök birta myndband af Hauki Hilmarssyni Gríski anarkistahópurinn RUIS hefur birt myndband af Hauki Hilmarssyni, sem talinn er hafa fallið í átökum í Afrin-héraði í Sýrlandi í lok febrúar. 29. mars 2018 16:04
Katrín ræddi mál Hauks Hilmarssonar við Merkel Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, fundaði í dag með Angelu Merkel, kanslara Þýskalands. 19. mars 2018 14:46