Elsa Guðrún kom fyrst í mark í 10km göngu með frjálsri aðferð sem lauk nú rétt eftir hádegið. Áður hafði hún sigrað 5km sprettgöngu með hefbundinni aðferð á föstudag og 1,5 km sprettgöngu á fimmtudag.
Hún er því þrefaldur Íslandsmeistari í skíðagöngu.
Snorri Einarsson sigraði í 15km göngu karla í dag. Hann vann einnig sprettgönguna í gær en Isak Stianson Pedersen vann keppnina á fimmtudag.
