Segir embættismannaelítu hafa dansað trylltasta dansinn Hersir Aron Ólafsson skrifar 7. apríl 2018 12:45 Ragnar Þór er harðorður í garð embættismanna. VÍSIR/STEFÁN Formaður VR segir embættismannaelítuna hafa dansað trylltan dans í sjálftöku síðustu mánuði. Hann segir nýja fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar blauta tusku framan í verkalýðshreyfinguna. VR sendi frá sér harðorða tilkynningu í gær og komst þar í hóp fjölmargra aðila sem gert hafa athugasemdir við fimm ára fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í vikunni. „Þessi fjármálaáætlun gefur til kynna að það eigi ekkert að bregðast við þessari grafalvarlegu stöðu sem komin er upp á vinnumarkaði. Heldur virðist þetta vera enn ein blauta tuskan sem verið er að senda verkalýðshreyfingunni,“ segir Ragnar Þór. Hann gagnrýnir flata 1% skattalækkun sem boðuð er harðlega og telur að rétt hefði verið að hækka frekar persónuafslátt. „Síðan erum við með hækkanir á eldsneyti til dæmis sem munu koma sér illa fyrir þá sem eru með verðtryggð húsnæðislán og svosem líka þá sem eru á leigumarkaði, með áhrifum á vísitöluna,“ segir Ragnar. Hann gefur lítið fyrir allt tal um stöðugleika, og telur að ríkisstjórnin hefði átt að setja fordæmi í áætluninni meðþví að vinda ofan af nýlegum ákvörðunum kjararáðs með einhverjum hætti. „Embættismannaelítan hefur sópað til sín og dansað trylltasta dansinn í sjálftöku undanfarna mánuði og síðasta ár, til dæmis með ákvörðunum kjararáðs. Að vinda ekki ofan af því strax, þetta er það sem er lagt upp fyrir okkur sem erum að fara inn í næstu kjarasamninga,“ segir Ragnar að lokum. Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira
Formaður VR segir embættismannaelítuna hafa dansað trylltan dans í sjálftöku síðustu mánuði. Hann segir nýja fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar blauta tusku framan í verkalýðshreyfinguna. VR sendi frá sér harðorða tilkynningu í gær og komst þar í hóp fjölmargra aðila sem gert hafa athugasemdir við fimm ára fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í vikunni. „Þessi fjármálaáætlun gefur til kynna að það eigi ekkert að bregðast við þessari grafalvarlegu stöðu sem komin er upp á vinnumarkaði. Heldur virðist þetta vera enn ein blauta tuskan sem verið er að senda verkalýðshreyfingunni,“ segir Ragnar Þór. Hann gagnrýnir flata 1% skattalækkun sem boðuð er harðlega og telur að rétt hefði verið að hækka frekar persónuafslátt. „Síðan erum við með hækkanir á eldsneyti til dæmis sem munu koma sér illa fyrir þá sem eru með verðtryggð húsnæðislán og svosem líka þá sem eru á leigumarkaði, með áhrifum á vísitöluna,“ segir Ragnar. Hann gefur lítið fyrir allt tal um stöðugleika, og telur að ríkisstjórnin hefði átt að setja fordæmi í áætluninni meðþví að vinda ofan af nýlegum ákvörðunum kjararáðs með einhverjum hætti. „Embættismannaelítan hefur sópað til sín og dansað trylltasta dansinn í sjálftöku undanfarna mánuði og síðasta ár, til dæmis með ákvörðunum kjararáðs. Að vinda ekki ofan af því strax, þetta er það sem er lagt upp fyrir okkur sem erum að fara inn í næstu kjarasamninga,“ segir Ragnar að lokum.
Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira