Sport

Ronda úr UFC í WWE

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Líkurnar á því að við sjáum Rondu aftur í UFC-bardaga eru afar litlar.
Líkurnar á því að við sjáum Rondu aftur í UFC-bardaga eru afar litlar. vísir/getty
Bardagaferli Rondu Rousey virðist vera lokið því hún er komin í leiklistarglímuna hjá skemmtikröftunum í WWE.

Hún er búin að skrifa undir samning við WWE og verður þar í fullu starfi næstu árin. Hún mætti óvænt á WWE-kvöld í Philadelphia í gær og í kjölfarið var greint frá því að hún væri komin þangað til að vera.

„Þetta er líf mitt núna. Það sem mun ganga fyrir næstu árin,“ sagði Ronda en WWE hefur lengi reynt að fá Rondu til sín.

Rousey varð alheimsstjarna er hún sló í gegn hjá UFC með því að klára hvern andstæðinginn á fætur öðrum á aðeins nokkrum sekúndum. Hún ruddi leiðina fyrir konur innan bardagaheimsins.

Hún hefur síðari ár meðal annars verið að leika í kvikmyndum en nú mun hún halda áfram í leiklistinni hjá WWE. Mörgum finnst þessi „glíma“ hallærisleg en ótrúlega vinsæl er hún í Bandaríkjunum og launin afar góð.





 



 



 



MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×