Lífið

Bjartir litir munu einkenna förðunartískuna

Guðný Hrönn skrifar
Af tískupöllum Ulla Johnson, Alexander Wang og Tadashi Shoji.
Af tískupöllum Ulla Johnson, Alexander Wang og Tadashi Shoji. NORDICPHOTOS/GETTY
„Það sem að ég held að verði mikið í tísku er létt andlitsförðun, að mínu mati eru hlýju mánuðirnir rétti tíminn til að vera með léttari farða og leyfa húðinni að skína í gegn,“ segir förðunarfræðingurinn Fanney Dóra Veigarsdóttir þegar hún er spurð út í hvernig förðun verði í tísku í sumar.

Fanney segir að skarpar skyggingar muni víkja fyrir smá sólarpúðri og kinnalit. Hún spáir því svo að bjartir litir verði vinsælir í sumar.

„Kóngabláir, fjólubláir og bleikir koma sterkir inn að mínu mati. Allt sem er hlýtt, bjart og litríkt.“ 

„Svo hefur grafískur eyeliner verið að koma sterkur inn á tískupöllunum fyrir þetta ár,“ segir Fanney og tekur augnförðunina á sýningu Ulla Johnson sem dæmi.

Annars mælir Fanney með að fólk prófi sig bara áfram án þess að vera of upptekið af því að elta tískustrauma. „Fólk er í auknum mæli farið að prófa sig áfram með alls konar mynstur og liti án þess að það sé endilega í tísku. Það finnst mér geggjað, að allir séu bara að gera sitt.“








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.