Innlent

Björg Ágústsdóttir ráðin bæjarstjóri í Grundarfirði

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Björg Ágústsdóttir er nýr bæjarstjóri í Grundarfirði.
Björg Ágústsdóttir er nýr bæjarstjóri í Grundarfirði.
Björg Ágústsdóttir hefur verið ráðin bæjarstjóri í Grundarfjarðarbæjar en gengið var frá þessu á fyrsta fundi nýrrar bæjarstjórnar í dag. Var tillaga um ráðninguna samþykkt samhljóða.

Í tilkynningu frá Grundarfjarðarbæ kemur fram að Björg sé Grundfirðingur, lögfræðingur að menn með mastersgráðu í verkefnastjórnun og diplóma í opinberri stjórnsýslu og stjórnun.

Hún var bæjarstjóri í Grundarfirði á árunum 1995-2006. Frá árinu 2006 hefur Björg starfað hjá Ráðgjafarfyrirtækinu Alta með aðsetur í Grundarfirði. Hún mun hefja störf sem bæjarstjóri þann 9. ágúst næstkomandi.

„Í bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar sitja 7 bæjarfulltrúar, frá L-lista, Samstöðu - lista fólksins og frá D-lista Sjálfstæðisflokks og óháðra, en sá síðarnefndi fékk meirihluta atkvæða í nýliðnum sveitarstjórnarkosningum.

Á fundi bæjarstjórnar var Jósef Kjartansson, oddviti D-listans, kjörinn forseti bæjarstjórnar og Hinrik Konráðsson, oddviti L-listans, varaforseti bæjarstjórnar. Rósa Guðmundsdóttir, D-lista verður formaður bæjarráðs og Hinrik af L-lista verður varaformaður bæjarráðs. Kosið er til eins árs í senn,“ segir í tilkynningu frá Grundarfjarðarbæ.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×