Lýðræðislegar lausnir á húsnæðisvandanum Katla Hólm Þórhildardóttir skrifar 22. júní 2018 07:00 Nýverið var námskeið á vegum Íbúðalánasjóðs um hvernig mætti stofna leigufélög sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni (e. non-profit). Jafnframt hvatti sjóðurinn góðgerðarfélög til að stofna slík félög. Nýleg lög um almennar íbúðir ættu að auðvelda stofnun slíkra félaga, með stofnframlögum frá ríki og sveitarfélögum, og er markmiðið að auka húsnæði á leigumarkaði fyrir lágtekjufólk. Slíku framtaki ber að fagna, enda liggur húsnæðiskreppan þungt á lágtekjufólki. Efnahagslegur ójöfnuður er tilfinnanlegur á Íslandi, og hefur alvarleg áhrif á lýðræði landsins. Ekki skal furða að fólk sem stendur í ströngu allt árið um kring við að tryggja sér þak yfir höfuðið, og aðrar lífsnauðsynjar, er með hugann við aðra hluti heldur en lýðræðisleg málefni og möguleika þeirra. Einnig eru leigjendur oft og tíðum jaðarsettir hópar sem gerir þá enn valdaminni en marga aðra. Lýðræðislegar stofnanir njóta lítils trausts, en valdefling og aukin aðkoma almennings að ákvarðanatöku kann að bæta úr því. Undanfarin misseri hafa verið háværar raddir um aðgerðaleysi stjórnvalda vegna hækkandi húsnæðisverðs, sem og reiði vegna stórra leigufélaga sem hafa tekið yfir leigumarkaðinn og halda fólki í gíslingu um húsnæði með okurleigu og öfgafullum kröfum. Leigjendur eru valdalausir, og nú er mál að linni. Alda, félag um lýðræði og sjálfbærni, hefur lengi talað fyrir lýðræðislegum fyrirtækjum og hefur stutt við þingmál þess efnis. Lýðræðisleg fyrirtæki valdefla starfsfólk og væri fagnaðarefni ef fjölgun yrði á lýðræðislega reknum leigufélögum. Slík félög hljóta að starfa með hagsmuni leigjenda að leiðarljósi.Aukin aðkoma almennings Lög um almennar íbúðir segja raunar til um að skipa skal fulltrúaráð í húsnæðissjálfseignarstofnunum. Fulltrúaráðin skulu að hluta til skipuð leigjendum, en það gefur það til kynna að leigjendur slíkra félaga eigi að hafa rödd í ákvarðanatökum. Því miður eru lögin gloppótt og tryggja ekki nægilega aðhald, aðkomu og stjórn leigjenda yfir húsnæðissjálfseignarstofnunum. Þar koma til ýmsar undanþágur sem vert er að endurskoða til að tryggja að rödd leigjenda fái ekki bara að heyrast heldur sé ráðandi. Það eru umtalsverð og margvísleg tækifæri í sjálfseignarstofnunum um húsnæði: tækifæri til að hlusta á leigjendur, tækifæri til valdeflingar og tækifæri til að takast á við húsnæðiskreppuna. En til að nýta þessi tækifæri er mikilvægt að virkja lýðræðislega ferla innan leigufélaga. Aukin aðkoma almennings getur átt hlut í að leysa húsnæðisvandann, og þannig dregið úr ójöfnuði og aukið lífsgæði. Aukin lífsgæði auk valdeflingar almennings mun leiða til öflugra lýðræðis og dýpri borgaravitundar og eru lýðræðisleg leigufélög vissulega ein leið til að ná þessu markmiði.Höfundur er ráðgjafi hjá Öldu, félagi um sjálfbærni og lýðræði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason Skoðun Skoðun Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Nýverið var námskeið á vegum Íbúðalánasjóðs um hvernig mætti stofna leigufélög sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni (e. non-profit). Jafnframt hvatti sjóðurinn góðgerðarfélög til að stofna slík félög. Nýleg lög um almennar íbúðir ættu að auðvelda stofnun slíkra félaga, með stofnframlögum frá ríki og sveitarfélögum, og er markmiðið að auka húsnæði á leigumarkaði fyrir lágtekjufólk. Slíku framtaki ber að fagna, enda liggur húsnæðiskreppan þungt á lágtekjufólki. Efnahagslegur ójöfnuður er tilfinnanlegur á Íslandi, og hefur alvarleg áhrif á lýðræði landsins. Ekki skal furða að fólk sem stendur í ströngu allt árið um kring við að tryggja sér þak yfir höfuðið, og aðrar lífsnauðsynjar, er með hugann við aðra hluti heldur en lýðræðisleg málefni og möguleika þeirra. Einnig eru leigjendur oft og tíðum jaðarsettir hópar sem gerir þá enn valdaminni en marga aðra. Lýðræðislegar stofnanir njóta lítils trausts, en valdefling og aukin aðkoma almennings að ákvarðanatöku kann að bæta úr því. Undanfarin misseri hafa verið háværar raddir um aðgerðaleysi stjórnvalda vegna hækkandi húsnæðisverðs, sem og reiði vegna stórra leigufélaga sem hafa tekið yfir leigumarkaðinn og halda fólki í gíslingu um húsnæði með okurleigu og öfgafullum kröfum. Leigjendur eru valdalausir, og nú er mál að linni. Alda, félag um lýðræði og sjálfbærni, hefur lengi talað fyrir lýðræðislegum fyrirtækjum og hefur stutt við þingmál þess efnis. Lýðræðisleg fyrirtæki valdefla starfsfólk og væri fagnaðarefni ef fjölgun yrði á lýðræðislega reknum leigufélögum. Slík félög hljóta að starfa með hagsmuni leigjenda að leiðarljósi.Aukin aðkoma almennings Lög um almennar íbúðir segja raunar til um að skipa skal fulltrúaráð í húsnæðissjálfseignarstofnunum. Fulltrúaráðin skulu að hluta til skipuð leigjendum, en það gefur það til kynna að leigjendur slíkra félaga eigi að hafa rödd í ákvarðanatökum. Því miður eru lögin gloppótt og tryggja ekki nægilega aðhald, aðkomu og stjórn leigjenda yfir húsnæðissjálfseignarstofnunum. Þar koma til ýmsar undanþágur sem vert er að endurskoða til að tryggja að rödd leigjenda fái ekki bara að heyrast heldur sé ráðandi. Það eru umtalsverð og margvísleg tækifæri í sjálfseignarstofnunum um húsnæði: tækifæri til að hlusta á leigjendur, tækifæri til valdeflingar og tækifæri til að takast á við húsnæðiskreppuna. En til að nýta þessi tækifæri er mikilvægt að virkja lýðræðislega ferla innan leigufélaga. Aukin aðkoma almennings getur átt hlut í að leysa húsnæðisvandann, og þannig dregið úr ójöfnuði og aukið lífsgæði. Aukin lífsgæði auk valdeflingar almennings mun leiða til öflugra lýðræðis og dýpri borgaravitundar og eru lýðræðisleg leigufélög vissulega ein leið til að ná þessu markmiði.Höfundur er ráðgjafi hjá Öldu, félagi um sjálfbærni og lýðræði
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun