Segir stöðuna óþægilega fyrir Sjálfstæðisflokkinn Birgir Olgeirsson skrifar 14. júní 2018 11:02 Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Vísir/Anton Brink „Þetta er allavega óvanalegt,“ segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor um tíðindi þess efnis að Páli Magnússyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, hafi verið vikið úr fulltrúaráði Sjálfstæðisfélagsins í Vestmannaeyjum. Var það gert vegna framgöngu Páls í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga þar sem hann er sagður hafa stutt klofningsframboð Írisar Róbertsdóttur sem var áður í Sjálfstæðisflokknum. Íris var oddviti H-listans, Fyrir Heimaey, sem bauð fram í sveitarstjórnarkosningunum í Vestmannaeyjum en listinn myndaði nýjan meirihluta með Eyjalistanum en áður hafði Sjálfstæðisflokkurinn verið með hreinan meirihluta í Eyjum með Elliða Vignisson bæjarstjóra í forystu. Hafði Sjálfstæðisflokkurinn verið í meirihluta undanfarin tólf ár og hafði Elliði verið bæjarstjóri jafn lengi. Íris verður bæjarstjóri þessa nýja meirihluta en Páll er sagður hafa stutt framboð hennar og hundsað framboð Sjálfstæðisflokksins með öllu. Þetta fór ekki vel í Sjálfstæðismenn í Vestmannaeyjum og var Páll tekinn úr fulltrúaráði flokksins í bænum á aukafundi í gærkvöldi en þar var framganga hans í nýliðnum sveitarstjórnarkosningum sögð vera fordæmalaus og að fulltrúaráðið gæti ekki litið á hann sem trúnaðarmann flokksins. Var lýst yfir vantrausti á hann og óskað eftir fundi með forystu flokksins en Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í samtal við Fréttablaðið að hann muni ræða málið við sitt fólk.Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði.Vísir/AntonGæti orðið óþægilegt heima fyrir Spurður hvort Páll geti endurheimt traust Sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum segir Eiríkur erfitt að segja til um það þar sem ekki sé vitað hversu djúpt þessi illindi rista. „Flokkar hafa oft klofnað áður og þingmenn lent hér og þar í öllu saman. Það sem skiptir máli fyrir flokkinn er hvernig vinnst úr stöðunni í framhaldinu. Það eru ekki þingkosningar í bráð þannig að flokkurinn hefur ráðrúm til að vinna úr þessu. Þetta breytir ekki stöðu Páls á þingi en það getur verið óþægilegt þarna heima fyrir,“ segir Eiríkur og segir þetta ekki beint koma á slæmum tíma fyrir flokkinn. Hann segir stöðuna óþægilega fyrir Sjálfstæðisflokkinn. „En það er ekki ómögulegt að vinna úr þessu því tíminn fram undan er svo langur.“Íris Róbertsdóttir er nýr bæjarstjóri í Eyjum.Vísir/einar árnasonÁtök vegna prófkjörs sem aldrei varð Íris Róbertsdóttir talaði fyrir prófkjöri í Sjálfstæðisflokknum fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í Vestmannaeyjum. Á fundi fulltrúaráðsins í Eyjum á milli jóla og nýárs var tilkynnt að farið yrði í prófkjör líkt og mikill meirihluti var fyrir í Vestmannaeyjum samkvæmt könnun MMR. Fréttir voru sagðar af því að til stæði að fara í prófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Eyjum í fyrsta skipti í 28 ár.Sjá einnig: Skilja ekki hvers vegna Elliði er til í prófkjör en greiðir atkvæði gegn því Boðað var aftur til fundar í fulltrúaráðinu í janúar en í fundarboðinu kom fram að bera hefði þurft fram sérstaka tillögu um prófkjör eins og kveðið væri á um í reglum flokksins. Var því ákveðið að ganga aftur til atkvæði í fulltrúaráðinu þar sem tillagan um prófkjör var felld með 28 atkvæðum gegn 26.Páll Magnússon taldi ákvörðun flokksins að fara í ekki í prókjör í Eyjum vera afar óheppilega.Vísir/ValliPáll sagði niðurstöðuna óheppilega fyrir flokkinn Páll Magnússon var einn fundargesta en hann sagði við Vísi eftir fundinn að það væri ekkert launungarmál að hann sjálfur studdi prófkjörið eindregið og taldi niðurstöðuna að fella tillöguna um prófkjör vera óheppilega niðurstöðu fyrir flokkinn. Elliði Vignisson studdi tillöguna um prófkjör í desember en greiddi atkvæði gegn henni á fundinum í janúar, en Elliði lýsti því yfir að það skipti hann engu máli hvor leiðin yrði farin, uppstilling á lista eða prófkjör.Elliði Vignisson fráfarandi bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.VísirSkildi ekki ákvörðun Elliða Íris Róbertsdóttir var sem fyrr segir hlynnt prófkjöri og sagðist í samtali við Vísi ekki skilja hvers vegna Elliði greiddi atkvæði gegn prófkjör á sama tíma og sagðist vilja fara í prófkjör. Vísir greindi frá því í janúar að yfirgnæfandi líkur væru á klofningsframboði vegna þessarar ákvörðunar sem varð svo niðurstaðan. H-listi, Fyrir Heimaey, var stofnaður og Íris Róbertsdóttir oddviti hans og nýr bæjarstjóri í Vestmannaeyjum í dag. Ekki náðist í Pál Magnússon við vinnslu þessarar fréttar. Tengdar fréttir Uppgjör við Pál Magnússon í Eyjum Páll Magnússon situr ekki lengur í fulltrúaráði Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum. "Fullu vantrausti“ lýst á þingmanninn og oddvita í Suðurkjördæmi á aukaaðalfundi í Eyjum í gær. Krefjast samtals við flokksforystuna vegna stöðunnar í höfuðvígi flokksins á landinu. 14. júní 2018 06:00 Athugasemdir Þengils Björnssonar við fréttaskrif Fréttablaðsins Blaðamaður Fréttablaðsins Aðalheiður Ámundadóttir skrifar í gær 7. júní frétt um ástand mála í Sjálfstæðisflokknum í Vestmannaeyjum. Þar er margt sem hinn ágæti blaðamaður hefði átt að kanna betur í nafni vandaðrar blaðamennsku. 8. júní 2018 15:02 Páll sagður rúinn trausti í kjördæminu Sjálfstæðismenn í Eyjum eru æfir af reiði vegna framgöngu Páls Magnússonar, oddvita kjördæmisins, í aðdraganda nýafstaðinna kosninga. Segja hann bera ábyrgð á því að meirihluti flokksins féll í Vestmannaeyjum. 7. júní 2018 07:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Sjá meira
„Þetta er allavega óvanalegt,“ segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor um tíðindi þess efnis að Páli Magnússyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, hafi verið vikið úr fulltrúaráði Sjálfstæðisfélagsins í Vestmannaeyjum. Var það gert vegna framgöngu Páls í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga þar sem hann er sagður hafa stutt klofningsframboð Írisar Róbertsdóttur sem var áður í Sjálfstæðisflokknum. Íris var oddviti H-listans, Fyrir Heimaey, sem bauð fram í sveitarstjórnarkosningunum í Vestmannaeyjum en listinn myndaði nýjan meirihluta með Eyjalistanum en áður hafði Sjálfstæðisflokkurinn verið með hreinan meirihluta í Eyjum með Elliða Vignisson bæjarstjóra í forystu. Hafði Sjálfstæðisflokkurinn verið í meirihluta undanfarin tólf ár og hafði Elliði verið bæjarstjóri jafn lengi. Íris verður bæjarstjóri þessa nýja meirihluta en Páll er sagður hafa stutt framboð hennar og hundsað framboð Sjálfstæðisflokksins með öllu. Þetta fór ekki vel í Sjálfstæðismenn í Vestmannaeyjum og var Páll tekinn úr fulltrúaráði flokksins í bænum á aukafundi í gærkvöldi en þar var framganga hans í nýliðnum sveitarstjórnarkosningum sögð vera fordæmalaus og að fulltrúaráðið gæti ekki litið á hann sem trúnaðarmann flokksins. Var lýst yfir vantrausti á hann og óskað eftir fundi með forystu flokksins en Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í samtal við Fréttablaðið að hann muni ræða málið við sitt fólk.Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði.Vísir/AntonGæti orðið óþægilegt heima fyrir Spurður hvort Páll geti endurheimt traust Sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum segir Eiríkur erfitt að segja til um það þar sem ekki sé vitað hversu djúpt þessi illindi rista. „Flokkar hafa oft klofnað áður og þingmenn lent hér og þar í öllu saman. Það sem skiptir máli fyrir flokkinn er hvernig vinnst úr stöðunni í framhaldinu. Það eru ekki þingkosningar í bráð þannig að flokkurinn hefur ráðrúm til að vinna úr þessu. Þetta breytir ekki stöðu Páls á þingi en það getur verið óþægilegt þarna heima fyrir,“ segir Eiríkur og segir þetta ekki beint koma á slæmum tíma fyrir flokkinn. Hann segir stöðuna óþægilega fyrir Sjálfstæðisflokkinn. „En það er ekki ómögulegt að vinna úr þessu því tíminn fram undan er svo langur.“Íris Róbertsdóttir er nýr bæjarstjóri í Eyjum.Vísir/einar árnasonÁtök vegna prófkjörs sem aldrei varð Íris Róbertsdóttir talaði fyrir prófkjöri í Sjálfstæðisflokknum fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í Vestmannaeyjum. Á fundi fulltrúaráðsins í Eyjum á milli jóla og nýárs var tilkynnt að farið yrði í prófkjör líkt og mikill meirihluti var fyrir í Vestmannaeyjum samkvæmt könnun MMR. Fréttir voru sagðar af því að til stæði að fara í prófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Eyjum í fyrsta skipti í 28 ár.Sjá einnig: Skilja ekki hvers vegna Elliði er til í prófkjör en greiðir atkvæði gegn því Boðað var aftur til fundar í fulltrúaráðinu í janúar en í fundarboðinu kom fram að bera hefði þurft fram sérstaka tillögu um prófkjör eins og kveðið væri á um í reglum flokksins. Var því ákveðið að ganga aftur til atkvæði í fulltrúaráðinu þar sem tillagan um prófkjör var felld með 28 atkvæðum gegn 26.Páll Magnússon taldi ákvörðun flokksins að fara í ekki í prókjör í Eyjum vera afar óheppilega.Vísir/ValliPáll sagði niðurstöðuna óheppilega fyrir flokkinn Páll Magnússon var einn fundargesta en hann sagði við Vísi eftir fundinn að það væri ekkert launungarmál að hann sjálfur studdi prófkjörið eindregið og taldi niðurstöðuna að fella tillöguna um prófkjör vera óheppilega niðurstöðu fyrir flokkinn. Elliði Vignisson studdi tillöguna um prófkjör í desember en greiddi atkvæði gegn henni á fundinum í janúar, en Elliði lýsti því yfir að það skipti hann engu máli hvor leiðin yrði farin, uppstilling á lista eða prófkjör.Elliði Vignisson fráfarandi bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.VísirSkildi ekki ákvörðun Elliða Íris Róbertsdóttir var sem fyrr segir hlynnt prófkjöri og sagðist í samtali við Vísi ekki skilja hvers vegna Elliði greiddi atkvæði gegn prófkjör á sama tíma og sagðist vilja fara í prófkjör. Vísir greindi frá því í janúar að yfirgnæfandi líkur væru á klofningsframboði vegna þessarar ákvörðunar sem varð svo niðurstaðan. H-listi, Fyrir Heimaey, var stofnaður og Íris Róbertsdóttir oddviti hans og nýr bæjarstjóri í Vestmannaeyjum í dag. Ekki náðist í Pál Magnússon við vinnslu þessarar fréttar.
Tengdar fréttir Uppgjör við Pál Magnússon í Eyjum Páll Magnússon situr ekki lengur í fulltrúaráði Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum. "Fullu vantrausti“ lýst á þingmanninn og oddvita í Suðurkjördæmi á aukaaðalfundi í Eyjum í gær. Krefjast samtals við flokksforystuna vegna stöðunnar í höfuðvígi flokksins á landinu. 14. júní 2018 06:00 Athugasemdir Þengils Björnssonar við fréttaskrif Fréttablaðsins Blaðamaður Fréttablaðsins Aðalheiður Ámundadóttir skrifar í gær 7. júní frétt um ástand mála í Sjálfstæðisflokknum í Vestmannaeyjum. Þar er margt sem hinn ágæti blaðamaður hefði átt að kanna betur í nafni vandaðrar blaðamennsku. 8. júní 2018 15:02 Páll sagður rúinn trausti í kjördæminu Sjálfstæðismenn í Eyjum eru æfir af reiði vegna framgöngu Páls Magnússonar, oddvita kjördæmisins, í aðdraganda nýafstaðinna kosninga. Segja hann bera ábyrgð á því að meirihluti flokksins féll í Vestmannaeyjum. 7. júní 2018 07:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Sjá meira
Uppgjör við Pál Magnússon í Eyjum Páll Magnússon situr ekki lengur í fulltrúaráði Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum. "Fullu vantrausti“ lýst á þingmanninn og oddvita í Suðurkjördæmi á aukaaðalfundi í Eyjum í gær. Krefjast samtals við flokksforystuna vegna stöðunnar í höfuðvígi flokksins á landinu. 14. júní 2018 06:00
Athugasemdir Þengils Björnssonar við fréttaskrif Fréttablaðsins Blaðamaður Fréttablaðsins Aðalheiður Ámundadóttir skrifar í gær 7. júní frétt um ástand mála í Sjálfstæðisflokknum í Vestmannaeyjum. Þar er margt sem hinn ágæti blaðamaður hefði átt að kanna betur í nafni vandaðrar blaðamennsku. 8. júní 2018 15:02
Páll sagður rúinn trausti í kjördæminu Sjálfstæðismenn í Eyjum eru æfir af reiði vegna framgöngu Páls Magnússonar, oddvita kjördæmisins, í aðdraganda nýafstaðinna kosninga. Segja hann bera ábyrgð á því að meirihluti flokksins féll í Vestmannaeyjum. 7. júní 2018 07:00