Hin endalausa tillitssemi Hjálmtýr Heiðdal skrifar 14. júní 2018 07:00 Mikli umræða á sér nú stað eftir að hermenn Ísraelshers drápu fjölda vopnlausra Palestínumanna á Gazaströndinni. Venjulegu fólki ofbauð sem fyrr framganga þessa hers sem heimamenn segja vera „siðprúðasta her í heimi“. Ráðamenn Vesturlanda sendu sem fyrr frá sér harmþrungnar yfirlýsingar. Einn þeirra er utanríkisráðherrann okkar sem tvítar um miklar áhyggjur sínar af mannfalli á Gaza og að ofbeldi og valdbeitingu verði að linna. Hann nefnir engin nöfn, ekkert um það hver er ábyrgur. Þetta eru dæmigerð viðbrögð þeirra sem hvorki þora né vilja styggja þá sem fyrirskipa morðin og eru valdir að því ógnarástandi sem ríkir á Gaza. Það eru mörg ríki og margir ráðamenn sem beita ofbeldi gegn eigin þegnum og öðru fólki sem þeir vilja svipta frelsi og jafnvel útrýma. Við getum nefnt Tyrklandsforseta, forseta Rússlands, Duterte á Filipseyjum o.fl. af sama sauðahúsi. Í mörgum ríkjum araba ríkja einræðisherrar sem kúga þegna sína grimmilega. Fáir mæla þeim bót og þeim er ekki dillað opinberlega a.m.k. Ísrael, sem brýtur daglega gegn samþykktum SÞ, stundar hernám og landarán auk morða á vopnlausu fólki, siglir samt lygnan sjó í alþjóðastjórnmálum. Það eru engin viðurlög, engar refsiaðgerðir, bara aukin viðskipti og sigur í söngvakeppni. „Það verður að taka tillit“ Hver á eftir öðrum gala vestrænir ráðamenn að „Ísrael verður að hafa rétt til að verja sig“. Bjarni Benediktsson sagði í janúar 2009, „að taka verði tillit til þarfa Ísraelsmanna til að verja ísraelska borgara“. Það eru þessar „þarfir“ Ísraels sem þarf að ræða aðeins betur. Ekkert ríki fær jafn stórfelldan stuðning frá ríkjum Vesturlanda og Ísrael. Ekkert ríki býr við þá friðhelgi sem Bandaríkin veitir því til að stunda sín voðaverk. Efnalegum og pólitískum þörfum er greinilega fullnægt. Hvaða þarfir aðrar þarf að uppfylla? Þörfina til að ræna meiru af landi Palestínumanna? Þörfinni til að drepa fleiri sem sýna andstöðu gegn ofbeldi Ísraelshers? Þörfinni til að svipta Palestínumenn síðustu mannréttindunum – að fá að draga andann? Hvað veldur þessari endalausu tillitssemi? Sannleikurinn er sá að ráðandi hópar Vesturlanda eru hliðhollir Ísrael og „taka tillit til þarfa þeirra“ sama hvaða voðaverk þeir vinna. Þeir styðja þá stefnu sem er grundvöllur ólgunnar og morðanna. Þeir styðja síonismann. Trump styður síonista eins og öllum er ljóst og sl. nóvember sat Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, kvöldverðarboð með Netanyahu til að minnast þess að eitt hundrað ár eru frá því að breska heimsveldið ákvað að koma á fót evrópskri nýlendu í Palestínu. Þetta er kjarni málsins. Ísrael er afurð vestrænnar nýlendustefnu. Afleiðingum af glæpum Vesturlanda gegn gyðingum og samviskubiti ráðamanna var varpað yfir á Palestínumenn. Sem áttu engan hlut að máli. Vesturlönd gangast ekki við ábyrgð sinni á glæpnum gegn Palestínumönnum. Þess vegna vilja þeir ekki refsa Ísrael, sama hvað á gengur. Svo mun verða áfram. Stjórnvöld vilja ekki beita refsiaðgerðum, jafnvel þótt samþykktir SÞ leggja þeim þær skyldur á herðar. Það stendur skýrt að aðildarríkjum SÞ ber að snúast gegn ofbeldi eins og Ísrael ástundar með því að beita ríkið refsiaðgerðum. En ekkert slíkt er á döfinni. Það er einungis almenningur í þeim löndum þar sem málfrelsi ríkir sem getur breytt ástandinu. Og helsta vopnið sem við höfum er sniðganga, stöðvum samskipti við Ísrael á öllum sviðum. Einangrum landið. Það er það eina sem mun að lokum færa Palestínumönnum það réttlæti sem alþjóðalög tryggja þeim. Krefjumst þess að ríkisstjórn Íslands geri alþjóðlega skyldu sína. Höfundur er kvikmyndagerðarmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hjálmtýr Heiðdal Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Mikli umræða á sér nú stað eftir að hermenn Ísraelshers drápu fjölda vopnlausra Palestínumanna á Gazaströndinni. Venjulegu fólki ofbauð sem fyrr framganga þessa hers sem heimamenn segja vera „siðprúðasta her í heimi“. Ráðamenn Vesturlanda sendu sem fyrr frá sér harmþrungnar yfirlýsingar. Einn þeirra er utanríkisráðherrann okkar sem tvítar um miklar áhyggjur sínar af mannfalli á Gaza og að ofbeldi og valdbeitingu verði að linna. Hann nefnir engin nöfn, ekkert um það hver er ábyrgur. Þetta eru dæmigerð viðbrögð þeirra sem hvorki þora né vilja styggja þá sem fyrirskipa morðin og eru valdir að því ógnarástandi sem ríkir á Gaza. Það eru mörg ríki og margir ráðamenn sem beita ofbeldi gegn eigin þegnum og öðru fólki sem þeir vilja svipta frelsi og jafnvel útrýma. Við getum nefnt Tyrklandsforseta, forseta Rússlands, Duterte á Filipseyjum o.fl. af sama sauðahúsi. Í mörgum ríkjum araba ríkja einræðisherrar sem kúga þegna sína grimmilega. Fáir mæla þeim bót og þeim er ekki dillað opinberlega a.m.k. Ísrael, sem brýtur daglega gegn samþykktum SÞ, stundar hernám og landarán auk morða á vopnlausu fólki, siglir samt lygnan sjó í alþjóðastjórnmálum. Það eru engin viðurlög, engar refsiaðgerðir, bara aukin viðskipti og sigur í söngvakeppni. „Það verður að taka tillit“ Hver á eftir öðrum gala vestrænir ráðamenn að „Ísrael verður að hafa rétt til að verja sig“. Bjarni Benediktsson sagði í janúar 2009, „að taka verði tillit til þarfa Ísraelsmanna til að verja ísraelska borgara“. Það eru þessar „þarfir“ Ísraels sem þarf að ræða aðeins betur. Ekkert ríki fær jafn stórfelldan stuðning frá ríkjum Vesturlanda og Ísrael. Ekkert ríki býr við þá friðhelgi sem Bandaríkin veitir því til að stunda sín voðaverk. Efnalegum og pólitískum þörfum er greinilega fullnægt. Hvaða þarfir aðrar þarf að uppfylla? Þörfina til að ræna meiru af landi Palestínumanna? Þörfinni til að drepa fleiri sem sýna andstöðu gegn ofbeldi Ísraelshers? Þörfinni til að svipta Palestínumenn síðustu mannréttindunum – að fá að draga andann? Hvað veldur þessari endalausu tillitssemi? Sannleikurinn er sá að ráðandi hópar Vesturlanda eru hliðhollir Ísrael og „taka tillit til þarfa þeirra“ sama hvaða voðaverk þeir vinna. Þeir styðja þá stefnu sem er grundvöllur ólgunnar og morðanna. Þeir styðja síonismann. Trump styður síonista eins og öllum er ljóst og sl. nóvember sat Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, kvöldverðarboð með Netanyahu til að minnast þess að eitt hundrað ár eru frá því að breska heimsveldið ákvað að koma á fót evrópskri nýlendu í Palestínu. Þetta er kjarni málsins. Ísrael er afurð vestrænnar nýlendustefnu. Afleiðingum af glæpum Vesturlanda gegn gyðingum og samviskubiti ráðamanna var varpað yfir á Palestínumenn. Sem áttu engan hlut að máli. Vesturlönd gangast ekki við ábyrgð sinni á glæpnum gegn Palestínumönnum. Þess vegna vilja þeir ekki refsa Ísrael, sama hvað á gengur. Svo mun verða áfram. Stjórnvöld vilja ekki beita refsiaðgerðum, jafnvel þótt samþykktir SÞ leggja þeim þær skyldur á herðar. Það stendur skýrt að aðildarríkjum SÞ ber að snúast gegn ofbeldi eins og Ísrael ástundar með því að beita ríkið refsiaðgerðum. En ekkert slíkt er á döfinni. Það er einungis almenningur í þeim löndum þar sem málfrelsi ríkir sem getur breytt ástandinu. Og helsta vopnið sem við höfum er sniðganga, stöðvum samskipti við Ísrael á öllum sviðum. Einangrum landið. Það er það eina sem mun að lokum færa Palestínumönnum það réttlæti sem alþjóðalög tryggja þeim. Krefjumst þess að ríkisstjórn Íslands geri alþjóðlega skyldu sína. Höfundur er kvikmyndagerðarmaður
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar