„Baneitruð karlmennska í allri sinni dýrð“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. desember 2018 19:11 Kolbrún Birna Hallgrímsdóttir Bachmann á sviðinu á Austurvelli í dag. Mynd/Aðsend Kolbrún Birna Hallgrímsdóttir Bachmann, fulltrúi Druslugöngunnar í mótmælum dagsins á Austurvelli, kallaði eftir því að Klaustursþingmennirnir sex segi af sér í ræðu sem hún hélt við mótmælin. Þá sagði hún háttsemi þeirra merki um „baneitraða karlmennsku“ og sagði þá hafa gert lítið úr þolendum kynferðisbrota með ummælum sínum. Efnt var til mótmæla á Austurvelli klukkan 14 í dag vegna Klaustursuptakanna sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum undanfarna daga. Samtal fjögurra þingmanna Miðflokksins, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, Gunnars Braga Sveinssonar, Bergþórs Ólasonar og Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, og tveggja þingmanna Flokks fólksins, Karls Gauta Hjaltasonar og Ólafs Ísleifssonar, náðist á upptöku en þeir fara þar m.a. ófögrum orðum um konur, bæði samstarfskonur sínar og þekktar konur í þjóðfélaginu. Í yfirlýsingu frá skipuleggjendum mótmælendanna í dag var þess krafist að þingmennirnir sex segðu tafarlaust af sér og að rannsókn yrði gerð á mögulegum lögbrotum og brotum á siðareglum vegna háttseminnar. Ræðuhaldarar dagsins voru flestir á sama máli.Sjá einnig: Krefjast tafarlausrar afsagnar Klausturshópsins og rannsóknar á mögulegum lögbrotumÞingmennirnir sem voru á barnum þann 20. nóvember síðastliðinn. Karl Gauti Hjaltason, Bergþór Ólason, Gunnar Bragi Sveinsson, Ólafur Ísleifsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Anna Kolbrún Árnadóttir.Í ræðu sinni, sem haldin var fyrir hönd Druslugöngunnar, sagði Kolbrún háttsemi og umtal þingmannanna stútfullt af hatri og vanvirðingu í garð nánast allra samfélagshópa, að undanskildum valdamiklum karlmönnum. Þá setti hún spurningamerki við að Ísland væri í raun sú „femíniska paradís“ sem við teldum okkur búa við. „Þær konur sem teknar voru fyrir voru ýmist dæmdar fyrir útlit sitt, rakkaðar niður fyrir að standa á sínu eða druslu-skammaðar. Það að fólk í valdastöðu meti starfshæfni kvenna út frá útliti þeirra er gjörsamlega galið og í andstöðu við allt það sem við viljum trúa um feminísku paradísina sem við teljum okkur lifa í árið 2018.“ Þá hafi hinir umræddu þingmenn ekki aðeins svívirt samstarfskonur sínar, konur með fötlun, og samkynhneigða heldur hafi þeir einnig hæðst að #MeToo-byltingunni. „Þetta hér er baneitruð karlmennska í allri sinni dýrð og allt er þetta partur af nauðgunarmenningu.“Eiga ekki heima í valdastöðu Kolbrún sagði þingmennina með hátterni sínu hafa gert lítið úr öllum þolendum kynferðisofbeldis og alvarleika slíkra brota. „Ég get ekki komið því almennilega í orð hversu alvarlegt það er, þegar að fólk í þessari valdastöðu notar frásagnir þolenda um kynferðisofbeldi, sem brandara. Nú hafa þeir dregið ásakanir á hendur ónefndrar þingkonu til baka, en það breytir því ekki að hugsunarhátturinn að baki þessum skoðunum er enn til staðar,“ sagði Kolbrún.„Fólk sem tekur kynferðisbrot ekki alvarlega á ekki heima í valdastöðu og hvað þá inni á Alþingi, sem hefur ákvörðunarvald þegar kemur að lögum um þennan málaflokk.“Ekki bara meinlaust drykkjuraus Kolbrún hafnaði því jafnframt að um hafi verið að ræða „meinlaust drykkjuraus“ heldur beri ummæli þingmannanna merki um djúpa fyrirlitningu í garð þeirra sem rætt var um. „Nú halda sumir því fram, bæði þeir sem orðin eiga og stuðningsmenn þeirra, að þessi orð sem féllu þetta umrædda kvöld hafi einungis verið „meinlaust drykkjuraus“. Sú afsökun hefur lítið vægi, því orð þeirra bera merki um djúpa fyrirlitningu sem greinilega er undirliggjandi,“ sagði Kolbrún. „Nú þekki ég þessa einstaklinga ekki persónulega og ætla því ekki að tjá mig um það hvernig manneskjur þau eru. En hvernig eigum við að geta treyst því að fólk sem getur ekki haft stjórn á sjálfu sér og því sem það segir, geti stjórnað landinu. Það er gjörsamlega ólíðandi, að þetta fólk sitji hér enn við völd. Fólk, sem hefur það ekki einungis í sér að hugsa þessa hluti til að byrja með, heldur tjáir sig um þá með þessum hætti og þá einnig við aðra aðila í samskonar valdastöðum.“ Menn geti ekki titlað sig „he for she“ þegar hegðunin sýnir annað Að síðustu kallaði Kolbrún eftir því að kjósendur láti kjörna fulltrúa ekki komast ekki upp með hátterni á borð við það sem náðist á upptöku á Klaustri. Þingmenn þurfi að taka afleiðingum gjörða sinna og kjósendur þurfi að setja þeim skýr mörk. „Hættum að afskrifa kvenfyrirlitningu og kvenhatur sem bara einhverjar „skoðanir“ sem mönnum er frjálst að hafa út af fyrir sig. Hættum að leyfa mönnum að titla sig „femínista“ eða „he for she“ þegar þeir hegða sér í andstöðu við það. Svona mál verða að hafa afleiðingar ef jafnrétti kynjanna á einhvern tímann að nást,“ sagði Kolbrún. Þá krafðist hún þess að þingmennirnir sex segðu af sér. „Þið sem létuð þessi fjandsamlegu ummæli falla á Klaustri þetta umrædda kvöld. Ég krefst þess að þið sýnið þá virðingu að segja af ykkur og víkið úr sætum. Látið af embættum ykkar, ekki einungis fyrir þjóðina sem treysti ykkur fyrir þessum embættum til að byrja með, heldur einnig fyrir allt samstarfsfólk ykkar sem þið svívirtuð. Það er ekki nóg að biðjast afsökunar þegar það kemst upp um ykkur. Þið eruð hluti af vandamálinu - takið ábyrgð og segið af ykkur.“Hér að neðan má lesa ræðu Kolbrúnar í heild. Kynferðisofbeldi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Krefjast tafarlausrar afsagnar Klausturshópsins og rannsóknar á mögulegum lögbrotum Þá krefjast skipuleggjendur þess einnig að frumvarp stjórnlagaráðs um nýja stjórnarskrá verði tekið upp án tafar. 1. desember 2018 17:58 Margmenni á Austurvelli Fjöldi fólks er nú saman kominn á Austurvelli þar sem fram fara mótmæli vegna Klaustursupptökunnar svokölluðu. 1. desember 2018 14:42 Áslaug Arna: „Öllum leið illa“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að það hafi komið henni á óvart hversu gróft og persónulegt baktal þingmannahópsins var. 1. desember 2018 15:26 Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Sjá meira
Kolbrún Birna Hallgrímsdóttir Bachmann, fulltrúi Druslugöngunnar í mótmælum dagsins á Austurvelli, kallaði eftir því að Klaustursþingmennirnir sex segi af sér í ræðu sem hún hélt við mótmælin. Þá sagði hún háttsemi þeirra merki um „baneitraða karlmennsku“ og sagði þá hafa gert lítið úr þolendum kynferðisbrota með ummælum sínum. Efnt var til mótmæla á Austurvelli klukkan 14 í dag vegna Klaustursuptakanna sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum undanfarna daga. Samtal fjögurra þingmanna Miðflokksins, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, Gunnars Braga Sveinssonar, Bergþórs Ólasonar og Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, og tveggja þingmanna Flokks fólksins, Karls Gauta Hjaltasonar og Ólafs Ísleifssonar, náðist á upptöku en þeir fara þar m.a. ófögrum orðum um konur, bæði samstarfskonur sínar og þekktar konur í þjóðfélaginu. Í yfirlýsingu frá skipuleggjendum mótmælendanna í dag var þess krafist að þingmennirnir sex segðu tafarlaust af sér og að rannsókn yrði gerð á mögulegum lögbrotum og brotum á siðareglum vegna háttseminnar. Ræðuhaldarar dagsins voru flestir á sama máli.Sjá einnig: Krefjast tafarlausrar afsagnar Klausturshópsins og rannsóknar á mögulegum lögbrotumÞingmennirnir sem voru á barnum þann 20. nóvember síðastliðinn. Karl Gauti Hjaltason, Bergþór Ólason, Gunnar Bragi Sveinsson, Ólafur Ísleifsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Anna Kolbrún Árnadóttir.Í ræðu sinni, sem haldin var fyrir hönd Druslugöngunnar, sagði Kolbrún háttsemi og umtal þingmannanna stútfullt af hatri og vanvirðingu í garð nánast allra samfélagshópa, að undanskildum valdamiklum karlmönnum. Þá setti hún spurningamerki við að Ísland væri í raun sú „femíniska paradís“ sem við teldum okkur búa við. „Þær konur sem teknar voru fyrir voru ýmist dæmdar fyrir útlit sitt, rakkaðar niður fyrir að standa á sínu eða druslu-skammaðar. Það að fólk í valdastöðu meti starfshæfni kvenna út frá útliti þeirra er gjörsamlega galið og í andstöðu við allt það sem við viljum trúa um feminísku paradísina sem við teljum okkur lifa í árið 2018.“ Þá hafi hinir umræddu þingmenn ekki aðeins svívirt samstarfskonur sínar, konur með fötlun, og samkynhneigða heldur hafi þeir einnig hæðst að #MeToo-byltingunni. „Þetta hér er baneitruð karlmennska í allri sinni dýrð og allt er þetta partur af nauðgunarmenningu.“Eiga ekki heima í valdastöðu Kolbrún sagði þingmennina með hátterni sínu hafa gert lítið úr öllum þolendum kynferðisofbeldis og alvarleika slíkra brota. „Ég get ekki komið því almennilega í orð hversu alvarlegt það er, þegar að fólk í þessari valdastöðu notar frásagnir þolenda um kynferðisofbeldi, sem brandara. Nú hafa þeir dregið ásakanir á hendur ónefndrar þingkonu til baka, en það breytir því ekki að hugsunarhátturinn að baki þessum skoðunum er enn til staðar,“ sagði Kolbrún.„Fólk sem tekur kynferðisbrot ekki alvarlega á ekki heima í valdastöðu og hvað þá inni á Alþingi, sem hefur ákvörðunarvald þegar kemur að lögum um þennan málaflokk.“Ekki bara meinlaust drykkjuraus Kolbrún hafnaði því jafnframt að um hafi verið að ræða „meinlaust drykkjuraus“ heldur beri ummæli þingmannanna merki um djúpa fyrirlitningu í garð þeirra sem rætt var um. „Nú halda sumir því fram, bæði þeir sem orðin eiga og stuðningsmenn þeirra, að þessi orð sem féllu þetta umrædda kvöld hafi einungis verið „meinlaust drykkjuraus“. Sú afsökun hefur lítið vægi, því orð þeirra bera merki um djúpa fyrirlitningu sem greinilega er undirliggjandi,“ sagði Kolbrún. „Nú þekki ég þessa einstaklinga ekki persónulega og ætla því ekki að tjá mig um það hvernig manneskjur þau eru. En hvernig eigum við að geta treyst því að fólk sem getur ekki haft stjórn á sjálfu sér og því sem það segir, geti stjórnað landinu. Það er gjörsamlega ólíðandi, að þetta fólk sitji hér enn við völd. Fólk, sem hefur það ekki einungis í sér að hugsa þessa hluti til að byrja með, heldur tjáir sig um þá með þessum hætti og þá einnig við aðra aðila í samskonar valdastöðum.“ Menn geti ekki titlað sig „he for she“ þegar hegðunin sýnir annað Að síðustu kallaði Kolbrún eftir því að kjósendur láti kjörna fulltrúa ekki komast ekki upp með hátterni á borð við það sem náðist á upptöku á Klaustri. Þingmenn þurfi að taka afleiðingum gjörða sinna og kjósendur þurfi að setja þeim skýr mörk. „Hættum að afskrifa kvenfyrirlitningu og kvenhatur sem bara einhverjar „skoðanir“ sem mönnum er frjálst að hafa út af fyrir sig. Hættum að leyfa mönnum að titla sig „femínista“ eða „he for she“ þegar þeir hegða sér í andstöðu við það. Svona mál verða að hafa afleiðingar ef jafnrétti kynjanna á einhvern tímann að nást,“ sagði Kolbrún. Þá krafðist hún þess að þingmennirnir sex segðu af sér. „Þið sem létuð þessi fjandsamlegu ummæli falla á Klaustri þetta umrædda kvöld. Ég krefst þess að þið sýnið þá virðingu að segja af ykkur og víkið úr sætum. Látið af embættum ykkar, ekki einungis fyrir þjóðina sem treysti ykkur fyrir þessum embættum til að byrja með, heldur einnig fyrir allt samstarfsfólk ykkar sem þið svívirtuð. Það er ekki nóg að biðjast afsökunar þegar það kemst upp um ykkur. Þið eruð hluti af vandamálinu - takið ábyrgð og segið af ykkur.“Hér að neðan má lesa ræðu Kolbrúnar í heild.
Kynferðisofbeldi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Krefjast tafarlausrar afsagnar Klausturshópsins og rannsóknar á mögulegum lögbrotum Þá krefjast skipuleggjendur þess einnig að frumvarp stjórnlagaráðs um nýja stjórnarskrá verði tekið upp án tafar. 1. desember 2018 17:58 Margmenni á Austurvelli Fjöldi fólks er nú saman kominn á Austurvelli þar sem fram fara mótmæli vegna Klaustursupptökunnar svokölluðu. 1. desember 2018 14:42 Áslaug Arna: „Öllum leið illa“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að það hafi komið henni á óvart hversu gróft og persónulegt baktal þingmannahópsins var. 1. desember 2018 15:26 Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Sjá meira
Krefjast tafarlausrar afsagnar Klausturshópsins og rannsóknar á mögulegum lögbrotum Þá krefjast skipuleggjendur þess einnig að frumvarp stjórnlagaráðs um nýja stjórnarskrá verði tekið upp án tafar. 1. desember 2018 17:58
Margmenni á Austurvelli Fjöldi fólks er nú saman kominn á Austurvelli þar sem fram fara mótmæli vegna Klaustursupptökunnar svokölluðu. 1. desember 2018 14:42
Áslaug Arna: „Öllum leið illa“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að það hafi komið henni á óvart hversu gróft og persónulegt baktal þingmannahópsins var. 1. desember 2018 15:26
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent