Lögreglurannsóknir á vændi í skötulíki Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 15. febrúar 2018 06:00 Sérstök eining hefur verið starfandi í rúmt ár hjá lögreglunni til að rannsaka mansal og vændi. Vísir/Getty „Maður myndi ætla að lögreglan brygðist við í samræmi við tilefnið,“ segir Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari og vísar til opinberrar umfjöllunar um aukið umfang vændis hér á landi að undanförnu. Þrátt fyrir mikla umræðu og ummæli lögreglu um aukið umfang sýna tölur bæði frá ríkissaksóknara og frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fram á mikinn samdrátt í rannsóknum hjá lögreglu, ákærum og dómum fyrir vændiskaup á undanförnum þremur árum. „Það hefur verið töluverð umræða um þessi mál og bæði lögreglustjóri og lögreglumenn að tjá sig í fjölmiðlum um eðli vændiskaupa, að þau séu umfangsmikil og séu að aukast, og fyrir stuttu var um það rætt að það væri aukið ofbeldi tengt þessum brotum. Miðað við þessar tölur sýnist manni þó að það sé nú kannski ekki eins mikið að gerast í þessum málaflokki svona miðað við það umfang sem verið er að lýsa í fjölmiðlum,“ segir Helgi. Helgi bendir á að ákvæði í lögum um símhlustun hafi verið beitt er mest var ákært fyrir vændiskaup. „Þá voru menn að beita hlustunum þar sem grunur var um mansal eða milligöngu um vændi, með símahlustunum á símanúmerum meintra vændiskvenna.Fjöldi mála hja lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á árunum 2007 til 2017 þar sem grunur var um kaup á vændi (206. gr.)Þannig var oft tiltölulega auðvelt að átta sig á hvað stóð til. Í þessum tilvikum um mansal og milligöngu um vændi er flóknari sönnun en um vændiskaup, þar þarf í rauninni ekkert annað en að lýsa yfir vilja til að kaupa vændi og hafa samband við vændiskonu og þá erum við allavega komin með tilraun,“ segir Helgi. Árið 2016 hafi ákvæði um símahlustun verið breytt. Nú sé heimild til símhlustunar vegna gruns um vændiskaup. Rannsókn þessara mála eigi því ekki að vera flókin. „Við höfum verið að einbeita okkur meira að mansalinu og þrátt fyrir að hafa ekki náð saksókn höfum við verið mjög virk í þeim og fengið margar tilkynningar,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, og bætir við: „Þannig að við höfum hreinlega ekki komist yfir þessi þessi hefðbundnu vændismál og eftirlit með þeim.“ Sérstök eining hefur verið starfandi í rúmt ár hjá lögreglunni til að rannsaka mansal og vændi. Sigríður Björk segir einnig að mikil áhersla hafi verið lögð á að efla vitundarvakningu um mansal og vændi, samstarf við vinnumarkaðinn og uppbyggingu þekkingar meðal þeirra sem starfa í málaflokknum. Sigríður bendir einnig á að andstætt því sem tölurnar gefi til kynna þau ár sem þær eru hæstar sé í rauninni ekki um marga seljendur að ræða heldur sé um að ræða tiltölulega fá mál og marga kúnna hjá sama seljanda. „En við erum með eitt stórt mál í gangi núna og þar er verið að yfirheyra tugi kaupenda. En þarna erum við með viðurlög sem eru ekki há, miðað við vinnuna sem fer í þetta.“ Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
„Maður myndi ætla að lögreglan brygðist við í samræmi við tilefnið,“ segir Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari og vísar til opinberrar umfjöllunar um aukið umfang vændis hér á landi að undanförnu. Þrátt fyrir mikla umræðu og ummæli lögreglu um aukið umfang sýna tölur bæði frá ríkissaksóknara og frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fram á mikinn samdrátt í rannsóknum hjá lögreglu, ákærum og dómum fyrir vændiskaup á undanförnum þremur árum. „Það hefur verið töluverð umræða um þessi mál og bæði lögreglustjóri og lögreglumenn að tjá sig í fjölmiðlum um eðli vændiskaupa, að þau séu umfangsmikil og séu að aukast, og fyrir stuttu var um það rætt að það væri aukið ofbeldi tengt þessum brotum. Miðað við þessar tölur sýnist manni þó að það sé nú kannski ekki eins mikið að gerast í þessum málaflokki svona miðað við það umfang sem verið er að lýsa í fjölmiðlum,“ segir Helgi. Helgi bendir á að ákvæði í lögum um símhlustun hafi verið beitt er mest var ákært fyrir vændiskaup. „Þá voru menn að beita hlustunum þar sem grunur var um mansal eða milligöngu um vændi, með símahlustunum á símanúmerum meintra vændiskvenna.Fjöldi mála hja lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á árunum 2007 til 2017 þar sem grunur var um kaup á vændi (206. gr.)Þannig var oft tiltölulega auðvelt að átta sig á hvað stóð til. Í þessum tilvikum um mansal og milligöngu um vændi er flóknari sönnun en um vændiskaup, þar þarf í rauninni ekkert annað en að lýsa yfir vilja til að kaupa vændi og hafa samband við vændiskonu og þá erum við allavega komin með tilraun,“ segir Helgi. Árið 2016 hafi ákvæði um símahlustun verið breytt. Nú sé heimild til símhlustunar vegna gruns um vændiskaup. Rannsókn þessara mála eigi því ekki að vera flókin. „Við höfum verið að einbeita okkur meira að mansalinu og þrátt fyrir að hafa ekki náð saksókn höfum við verið mjög virk í þeim og fengið margar tilkynningar,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, og bætir við: „Þannig að við höfum hreinlega ekki komist yfir þessi þessi hefðbundnu vændismál og eftirlit með þeim.“ Sérstök eining hefur verið starfandi í rúmt ár hjá lögreglunni til að rannsaka mansal og vændi. Sigríður Björk segir einnig að mikil áhersla hafi verið lögð á að efla vitundarvakningu um mansal og vændi, samstarf við vinnumarkaðinn og uppbyggingu þekkingar meðal þeirra sem starfa í málaflokknum. Sigríður bendir einnig á að andstætt því sem tölurnar gefi til kynna þau ár sem þær eru hæstar sé í rauninni ekki um marga seljendur að ræða heldur sé um að ræða tiltölulega fá mál og marga kúnna hjá sama seljanda. „En við erum með eitt stórt mál í gangi núna og þar er verið að yfirheyra tugi kaupenda. En þarna erum við með viðurlög sem eru ekki há, miðað við vinnuna sem fer í þetta.“
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira