Viðskiptum með íbúðir í borginni hefur fjölgað um 8 prósent á árinu Kjartan Kjartansson skrifar 9. október 2018 08:00 Íbúðaverð er nú sagt hækka meira á landsbyggðinni en í höfuðborginni samkvæmt tölum Íbúðalánasjóðs. Íbúðalánasjóður Íbúðaviðskiptum á almennum markaði á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði um 8% á fyrstu átta mánuðum ársins og um 3% á landsvísu miðað við sama tíma í fyrra. Tæpur þriðjungur íbúðalána var óverðtryggður í fyrra samkvæmt tölum Íbúðalánasjóðs. Verð á íbúðum á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um 4,1% undanfarið ár samkvæmt vísitölu íbúðaverðs sem gefin er út af Þjóðskrá Íslands og um 3,2% ef miðað er við vísitölu paraðra íbúðaviðskipta sem er reiknuð af hagdeild Íbúðalánasjóðs. Íbúðaverð hækkar um þessar mundir meira á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu en uppsöfnuð hækkun frá árinu 2012 er þó enn sem komið er meiri á höfuðborgarsvæðinu en landsbyggðinni, að því er segir í nýrri mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs. Verðtryggð íbúðalán eru enn mun vinsælli en óverðtryggð. Í fyrra var 31% allra nýrra íbúðalána óverðtryggt og 69% verðtryggð. Á undanförnum fimm árum hafa óverðtryggð lán aldrei náð því að vera meira en helmingur nýrra íbúðalána innan mánaðar. Þrátt fyrir þetta hefur útistandandi fjárhæð óverðtryggðra íbúðalána vaxið meira en verðtryggðra lána undanfarin fimm ár enda hafa verið meiri uppgreiðslur á verðtryggðum íbúðalánum en óverðtryggðum. Um miðjan september hófu vextir á óverðtryggðum húsnæðislánum að hækka hjá nokkrum lánastofnunum. Um er að ræða víðtækustu vaxtahækkanir óverðtryggðra lána, innan mánaðar, síðan árið 2015. Tilkynntar vaxtahækkanir voru á bilinu 0,1-0,4 prósentustig. Hæstu og lægstu vextir óverðtryggðra íbúðalána á markaðnum í heild hafa þó ekki breyst síðan í nóvember 2017. Ætla má að um miðbik ársins hafi verið á bilinu 28.500-31.000 heimili á leigumarkaði á landinu öllu samkvæmt nýju mati leigumarkaðsdeildar Íbúðalánasjóðs. Fjöldi heimila á leigumarkaði hér á landi samsvarar fjölda allra íbúða í Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði samanlagt. Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Íbúðaviðskiptum á almennum markaði á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði um 8% á fyrstu átta mánuðum ársins og um 3% á landsvísu miðað við sama tíma í fyrra. Tæpur þriðjungur íbúðalána var óverðtryggður í fyrra samkvæmt tölum Íbúðalánasjóðs. Verð á íbúðum á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um 4,1% undanfarið ár samkvæmt vísitölu íbúðaverðs sem gefin er út af Þjóðskrá Íslands og um 3,2% ef miðað er við vísitölu paraðra íbúðaviðskipta sem er reiknuð af hagdeild Íbúðalánasjóðs. Íbúðaverð hækkar um þessar mundir meira á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu en uppsöfnuð hækkun frá árinu 2012 er þó enn sem komið er meiri á höfuðborgarsvæðinu en landsbyggðinni, að því er segir í nýrri mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs. Verðtryggð íbúðalán eru enn mun vinsælli en óverðtryggð. Í fyrra var 31% allra nýrra íbúðalána óverðtryggt og 69% verðtryggð. Á undanförnum fimm árum hafa óverðtryggð lán aldrei náð því að vera meira en helmingur nýrra íbúðalána innan mánaðar. Þrátt fyrir þetta hefur útistandandi fjárhæð óverðtryggðra íbúðalána vaxið meira en verðtryggðra lána undanfarin fimm ár enda hafa verið meiri uppgreiðslur á verðtryggðum íbúðalánum en óverðtryggðum. Um miðjan september hófu vextir á óverðtryggðum húsnæðislánum að hækka hjá nokkrum lánastofnunum. Um er að ræða víðtækustu vaxtahækkanir óverðtryggðra lána, innan mánaðar, síðan árið 2015. Tilkynntar vaxtahækkanir voru á bilinu 0,1-0,4 prósentustig. Hæstu og lægstu vextir óverðtryggðra íbúðalána á markaðnum í heild hafa þó ekki breyst síðan í nóvember 2017. Ætla má að um miðbik ársins hafi verið á bilinu 28.500-31.000 heimili á leigumarkaði á landinu öllu samkvæmt nýju mati leigumarkaðsdeildar Íbúðalánasjóðs. Fjöldi heimila á leigumarkaði hér á landi samsvarar fjölda allra íbúða í Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði samanlagt.
Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira