Kristinn leitar sér lögfræðiaðstoðar í HR-málinu Jakob Bjarnar skrifar 9. október 2018 16:32 Kristinn var 64 ára í gær og hann segir þetta einn sérstæðasta afmælisdag sem hann hefur lifað. Búið er að fjarlægja nafn hans af starfsmannalistum í HR. „Þetta er komið í það ferli að nú verður allt að fara í gegnum lögfræðing. Ég sá mig knúinn til að ráða mér lögfræðing. Hann er að skoða málið og mun sjá um öll samskipti fyrir mig,“ segir Kristinn Sigurjónsson fráfarandi lektor við HR.Eins og Vísir greindi frá í gær voru Kristni gerðir úrslitakostir af hálfu Sigríðar Elínar Guðlaugsdóttur mannauðsstjóra HR hvar hann hefur starfað sem kennari við tækni- og verkfræðibraut: Annað hvort segði hann upp störfum eða hann yrði rekinn. Þetta var í kjölfar ummæla sem Kristinn lét falla, í Facebook-hópi sem nefnist Karlmennskuspjallið og seinna var svo vakin athygli á í DV. Þar sagði hann konur troða sér inn á vinnustaði þar sem karlmenn vinni. Konur eyðilegðu vinnustaðina því karlmenn eigi að „tala, hugsa og hegða sér eins og kerlingar, allt annað er áreiti“.Búið að fjarlægja Kristinn af starfsmannalista Að sögn Kristins hefur uppsagnarbréfið ekki verið undirritað en þegar Vísir fletti upp starfsmannalista HR þá er búið að fjarlægja nafn Kristins þaðan.Þegar nafn Kristins er googlað er hann skráður sem starfsmaður HR en þetta er það sem við blasir ef smellt er á þann hlekk.Kristinn segist lítið geta tjáð sig um málið á þessu stigi, öll samskipti verði nú að fara í gegnum lögmann sinn en ekki sé endanlega búið að ganga frá samningum við hann. Lögmaðurinn er að skoða málið. „Því miður er þetta ekki nógu gott né vel að þessu staðið af hálfu skólans. Gengið á rétt minn. Ég fæ ekki njóta tjáningarfrelsis né fæ ég tækifæri til að bera hönd yfir höfðu mér. Mér var fyrirvarlaust sagt upp og án skýringa. Ekki búið að undirrita þetta. Þar var mér sagt upp og útilokað að skilja hvað þeim gengur til hjá skólanum,“ segir Kristinn. „En, nú er ég líklega búinn að segja of mikið.“Sérkennilegur afmælisdagur Kristinn varð 64 ára gamall í gær og hann segir þetta hafa verið sérkennilegan afmælisdag, enginn slái honum út. Illt sér fyrir sig að eiga þrjú ár í eftirlaunaaldur og vandséð að hann finni vinnu kominn á þennan aldur. Þetta hefur verið rússibani fyrir hann og of stór pakki.Munurinn á máli Snorra Óskarssonar og Kristins Sigurjónssonar er helstur sá að Snorri var opinber starfsmaður þegar hann var rekinn frá kennslu.visir/auðunnKristinn segir jafnframt að orð hans séu gripin úr samhengi, hann hafi ekkert við það að athuga að starfa með konum og hann hafi verið að gantast.Minnir í mörgu á mál Snorra í Betel Óhætt er að segja að málið hafi vakið mikla athygli og meðal þeirra sem hafa tjáðs sig um það og furðað sig á fyrirvararlausri brottvikningu Kristins, og tjáð það á Facebook, eru Páll Magnússon alþingismaður og lögmennirnir Ómar R. Valdimarsson, sem telur HR úti á túni í málinu og vonast til að það verði afgreitt fyrir dómsstólum, sem og Einar Gautur Steingrímsson. Einar Gautur var einmitt verjandi Snorra Óskarssonar sem vann mál gegn Akureyrarbæ eftir að hafa verið rekinn frá frá kennslu þar í bæ í máli sem í mörgu er hliðstætt máli Kristins. Vísir spurði Einar nánar út í það. „Spurning hvort einkaaðilar geti leyft sér meira en opinberir aðilar. Þær pælingar eru í deiglunni í hinum stóra heimi. Er ekki alveg inni í þeim. Síðan kann kjarasamningur við kennara að taka á þessu og mögulega negla skólann,“ segir Einar Gautur sem hefur ekki náð að setja sig nægjanlega vel inní málið til að tjá sig um það fyrirvaralaust. En Snorri taldist opinber starfsmaður þegar hann var rekinn en Kristinn ekki, þar sem Háskóli Reykjavíkur skilgreinist sem einkaskóli. Tengdar fréttir Lektor sagt upp hjá HR vegna ummæla um konur Sagði konur eyðileggja vinnustaði. 8. október 2018 16:08 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Sjá meira
„Þetta er komið í það ferli að nú verður allt að fara í gegnum lögfræðing. Ég sá mig knúinn til að ráða mér lögfræðing. Hann er að skoða málið og mun sjá um öll samskipti fyrir mig,“ segir Kristinn Sigurjónsson fráfarandi lektor við HR.Eins og Vísir greindi frá í gær voru Kristni gerðir úrslitakostir af hálfu Sigríðar Elínar Guðlaugsdóttur mannauðsstjóra HR hvar hann hefur starfað sem kennari við tækni- og verkfræðibraut: Annað hvort segði hann upp störfum eða hann yrði rekinn. Þetta var í kjölfar ummæla sem Kristinn lét falla, í Facebook-hópi sem nefnist Karlmennskuspjallið og seinna var svo vakin athygli á í DV. Þar sagði hann konur troða sér inn á vinnustaði þar sem karlmenn vinni. Konur eyðilegðu vinnustaðina því karlmenn eigi að „tala, hugsa og hegða sér eins og kerlingar, allt annað er áreiti“.Búið að fjarlægja Kristinn af starfsmannalista Að sögn Kristins hefur uppsagnarbréfið ekki verið undirritað en þegar Vísir fletti upp starfsmannalista HR þá er búið að fjarlægja nafn Kristins þaðan.Þegar nafn Kristins er googlað er hann skráður sem starfsmaður HR en þetta er það sem við blasir ef smellt er á þann hlekk.Kristinn segist lítið geta tjáð sig um málið á þessu stigi, öll samskipti verði nú að fara í gegnum lögmann sinn en ekki sé endanlega búið að ganga frá samningum við hann. Lögmaðurinn er að skoða málið. „Því miður er þetta ekki nógu gott né vel að þessu staðið af hálfu skólans. Gengið á rétt minn. Ég fæ ekki njóta tjáningarfrelsis né fæ ég tækifæri til að bera hönd yfir höfðu mér. Mér var fyrirvarlaust sagt upp og án skýringa. Ekki búið að undirrita þetta. Þar var mér sagt upp og útilokað að skilja hvað þeim gengur til hjá skólanum,“ segir Kristinn. „En, nú er ég líklega búinn að segja of mikið.“Sérkennilegur afmælisdagur Kristinn varð 64 ára gamall í gær og hann segir þetta hafa verið sérkennilegan afmælisdag, enginn slái honum út. Illt sér fyrir sig að eiga þrjú ár í eftirlaunaaldur og vandséð að hann finni vinnu kominn á þennan aldur. Þetta hefur verið rússibani fyrir hann og of stór pakki.Munurinn á máli Snorra Óskarssonar og Kristins Sigurjónssonar er helstur sá að Snorri var opinber starfsmaður þegar hann var rekinn frá kennslu.visir/auðunnKristinn segir jafnframt að orð hans séu gripin úr samhengi, hann hafi ekkert við það að athuga að starfa með konum og hann hafi verið að gantast.Minnir í mörgu á mál Snorra í Betel Óhætt er að segja að málið hafi vakið mikla athygli og meðal þeirra sem hafa tjáðs sig um það og furðað sig á fyrirvararlausri brottvikningu Kristins, og tjáð það á Facebook, eru Páll Magnússon alþingismaður og lögmennirnir Ómar R. Valdimarsson, sem telur HR úti á túni í málinu og vonast til að það verði afgreitt fyrir dómsstólum, sem og Einar Gautur Steingrímsson. Einar Gautur var einmitt verjandi Snorra Óskarssonar sem vann mál gegn Akureyrarbæ eftir að hafa verið rekinn frá frá kennslu þar í bæ í máli sem í mörgu er hliðstætt máli Kristins. Vísir spurði Einar nánar út í það. „Spurning hvort einkaaðilar geti leyft sér meira en opinberir aðilar. Þær pælingar eru í deiglunni í hinum stóra heimi. Er ekki alveg inni í þeim. Síðan kann kjarasamningur við kennara að taka á þessu og mögulega negla skólann,“ segir Einar Gautur sem hefur ekki náð að setja sig nægjanlega vel inní málið til að tjá sig um það fyrirvaralaust. En Snorri taldist opinber starfsmaður þegar hann var rekinn en Kristinn ekki, þar sem Háskóli Reykjavíkur skilgreinist sem einkaskóli.
Tengdar fréttir Lektor sagt upp hjá HR vegna ummæla um konur Sagði konur eyðileggja vinnustaði. 8. október 2018 16:08 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Sjá meira
Lektor sagt upp hjá HR vegna ummæla um konur Sagði konur eyðileggja vinnustaði. 8. október 2018 16:08