Bíó og sjónvarp

Yfir átta þúsund sáu Lof mér að falla um helgina

Stefán Árni Pálsson skrifar
Bíógestir stóðu upp eftir forsýninguna á síðasta þriðjudag og klöppuðu lengi og vel.
Bíógestir stóðu upp eftir forsýninguna á síðasta þriðjudag og klöppuðu lengi og vel. mynd/mummi lú
Lof mér að falla sló í gegn um helgina í kvikmyndahúsum á Íslandi og sáu 8300 manns kvikmyndina í bíó um helgina. Þetta kemur fram í tilkynningu frá framleiðendum kvikmyndarinnar.

Mýrin er aðsóknarmesta kvikmynd sögunnar ef litið er til opnunarhelgarinnar  en 15.796 sá þá kvikmynd á opnunarhelgi í október 2006. Í öðru sæti er kvikmyndin Bjarnfreðarson en 13.844 sáu þá mynd á fyrstu helginni í desember 2009.

Myndin segir frá hinni 15 ára gömlu Magneu en líf hennar umturnast þegar hún kynnist hinni átján ára gömlu Stellu. Um er að ræða önnur stikla myndarinnar.

Magnea laðast að hispurslausu lífi Stellu og þróar Magnea sterkar tilfinningar til hennar sem Stella notfærir sér til eigin hagsbóta. Stella leiðir Magneu inn í heim fíkniefna sem hefur alvarlegar afleiðingar fyrir þær báðar. 12 árum síðar liggja leiðir þeirra óvænt saman og verður uppgjör á milli þeirra óumflýjanlegt.

Leikstjóri myndarinnar er Baldvin Z en hann skrifar einnig handriti myndarinnar ásamt Birgi Erni Steinarssyni. Baldvin Z leikstýrði einnig Vonarstræti sem sló eftirminnilega í gegn og 48.000 gestir sáu árið 2014, en 30 prósent fleiri sáu Lof mér að falla um helgina en Vonarstræti á frumsýningarhelgi.

Með aðalhlutverk í Lof mér að falla eru leikkonurnar Elín Sif Halldórsdóttir og Eyrún Björk Jakobsdóttir en leikarinn Þorsteinn Bachman fer einnig með stórt hlutverk. Í myndinni fara einnig með hlutverk Sturla Atlason, Lára Jóhanna Jónsdóttir og Kristín Þóra Haraldsdóttir. og Halldór Halldórsson.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.