Spieth í hættu á banni ef rigningin heldur áfram Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 10. september 2018 07:30 Spieth með Tiger Woods. vísir/getty Jordan Spieth, sigurvegari Opna breska risamótsins á síðasta ári, gæti orðið sektaður af PGA mótaröðinni komist hann ekki inn á úrslitamót mótaraðarinnar. Spieth er eins og er jafn í 39. sæti á BMW mótinu, sem er næst síðasta mót FedEx úrslitakeppninnar á PGA mótaröðinni. Mótið fer fram í Philadelphia og var keppni á lokahringnum frestað í gær vegna mikilla rigninga. Hefja á leik að nýju í dag enn ekki er víst að það verði hægt vegna veðurs. Fari svo að það þurfi að aflýsa síðasta hringnum og láta stöðuna eftir 54 holur standa er Spieth í vondum málum. Staða hans í mótinu sér hann falla niður í 31. sæti FedEx stigalistans og þar með kemst hann ekki inn á úrslitamótið sjálft. Þangað komast aðeins 30 stigahæstu kylfingarnir. Ef Spieth kemst ekki á úrslitamótið mun hann ekki hafa tekið þátt í nógu mörgum mótum á PGA mótaröðinni í sumar. Fyrir tveimur árum voru settar nýjar reglur um að kylfingar þyrftu að taka þátt í 25 mótum yfir árið eða taka þátt í nýju móti sem þeir hafi ekki spilað á síðustu fjögur ár. Spieth tók ekki þátt í neinu nýju móti í ár. Hann hefur byrjað 23 mót, Ryder bikarinn verður hans 24. Ef hann kemst ekki í úrslitamótið verður hann fyrstur allra til þess að brjóta þessa reglu. Refsingin gæti orðið 20 þúsund dollara sekt eða jafnvel bann á næsta tímabili. Keppni á fjórða og síðasta hring BMW mótsins ætti að hefjast upp úr hádegi á íslenskum tíma í dag ef veður leyfir. Golf Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Jordan Spieth, sigurvegari Opna breska risamótsins á síðasta ári, gæti orðið sektaður af PGA mótaröðinni komist hann ekki inn á úrslitamót mótaraðarinnar. Spieth er eins og er jafn í 39. sæti á BMW mótinu, sem er næst síðasta mót FedEx úrslitakeppninnar á PGA mótaröðinni. Mótið fer fram í Philadelphia og var keppni á lokahringnum frestað í gær vegna mikilla rigninga. Hefja á leik að nýju í dag enn ekki er víst að það verði hægt vegna veðurs. Fari svo að það þurfi að aflýsa síðasta hringnum og láta stöðuna eftir 54 holur standa er Spieth í vondum málum. Staða hans í mótinu sér hann falla niður í 31. sæti FedEx stigalistans og þar með kemst hann ekki inn á úrslitamótið sjálft. Þangað komast aðeins 30 stigahæstu kylfingarnir. Ef Spieth kemst ekki á úrslitamótið mun hann ekki hafa tekið þátt í nógu mörgum mótum á PGA mótaröðinni í sumar. Fyrir tveimur árum voru settar nýjar reglur um að kylfingar þyrftu að taka þátt í 25 mótum yfir árið eða taka þátt í nýju móti sem þeir hafi ekki spilað á síðustu fjögur ár. Spieth tók ekki þátt í neinu nýju móti í ár. Hann hefur byrjað 23 mót, Ryder bikarinn verður hans 24. Ef hann kemst ekki í úrslitamótið verður hann fyrstur allra til þess að brjóta þessa reglu. Refsingin gæti orðið 20 þúsund dollara sekt eða jafnvel bann á næsta tímabili. Keppni á fjórða og síðasta hring BMW mótsins ætti að hefjast upp úr hádegi á íslenskum tíma í dag ef veður leyfir.
Golf Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira