Stöndum vörð um mannréttindi Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar 10. september 2018 07:00 Það er af nógu að taka hjá Michelle Bachelet, sem í dag flytur mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna sína fyrstu yfirlitsskýrslu frá því að hún var skipuð mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna í sumar. Í skýrslu sem nú liggur fyrir ráðinu um ofsóknir stjórnvalda í Mjanmar gegn Róhingjum eru þannig færð rök fyrir því að þar hafi þjóðarmorð og glæpir gegn mannkyni verið framin. Í annarri skýrslu er hernaður stríðandi fylkinga í Jemen talinn jaðra við stríðsglæpi. Einkum eru mannskæðar loftárásir hernaðarbandalags Sádi-Araba gagnrýndar en þær hafa bitnað sérstaklega hart á almennum borgurum. Fundarlotan sem hefst í mannréttindaráðinu í Genf í dag er sú fyrsta sem fulltrúar okkar sækja síðan Ísland var kjörið til setu í ráðinu í sumar. Við erum stolt af því trausti sem okkur er sýnt en gerum okkur grein fyrir því að nú hefst verkefnið fyrir alvöru. Það er krefjandi og við viljum leysa það vel af hendi. Því legg ég áherslu á samráð innan stjórnarráðsins, viðeigandi stofnana og við Alþingi. Þegar kemur að virðingu fyrir mannréttindum erum við öll í sama liði. Auk málefna Róhingja og Jemen má vænta þess að ástandið í Sýrlandi, Líbíu, Sómalíu og fleiri ríkjum beri hátt í þessari fundarlotu, sem stendur í þrjár vikur. Þá má gera ráð fyrir umræðu um réttindi frumbyggja sem og réttindi aldraðra, um þvinguð mannshvörf, mansal og réttinn til þróunar, svo fátt eitt sé nefnt. Ég hef gagnrýnt að í mannréttindaráðinu sitja ríki sem frekar ættu að vera umfjöllunarefni ráðsins en sitja í dómarasætinu. Sádi-Arabía, Venesúela og Filippseyjar hafa gerst sek um alvarleg mannréttindabrot – svo þrjú nærtæk dæmi séu nefnd. Við erum óhrædd við að gagnrýna þau og brýna. Um leið væntum við góðs af samstarfi við ríki í ráðinu sem deila með okkur grundvallarafstöðu til mannréttindamála. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðlaugur Þór Þórðarson Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Það er af nógu að taka hjá Michelle Bachelet, sem í dag flytur mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna sína fyrstu yfirlitsskýrslu frá því að hún var skipuð mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna í sumar. Í skýrslu sem nú liggur fyrir ráðinu um ofsóknir stjórnvalda í Mjanmar gegn Róhingjum eru þannig færð rök fyrir því að þar hafi þjóðarmorð og glæpir gegn mannkyni verið framin. Í annarri skýrslu er hernaður stríðandi fylkinga í Jemen talinn jaðra við stríðsglæpi. Einkum eru mannskæðar loftárásir hernaðarbandalags Sádi-Araba gagnrýndar en þær hafa bitnað sérstaklega hart á almennum borgurum. Fundarlotan sem hefst í mannréttindaráðinu í Genf í dag er sú fyrsta sem fulltrúar okkar sækja síðan Ísland var kjörið til setu í ráðinu í sumar. Við erum stolt af því trausti sem okkur er sýnt en gerum okkur grein fyrir því að nú hefst verkefnið fyrir alvöru. Það er krefjandi og við viljum leysa það vel af hendi. Því legg ég áherslu á samráð innan stjórnarráðsins, viðeigandi stofnana og við Alþingi. Þegar kemur að virðingu fyrir mannréttindum erum við öll í sama liði. Auk málefna Róhingja og Jemen má vænta þess að ástandið í Sýrlandi, Líbíu, Sómalíu og fleiri ríkjum beri hátt í þessari fundarlotu, sem stendur í þrjár vikur. Þá má gera ráð fyrir umræðu um réttindi frumbyggja sem og réttindi aldraðra, um þvinguð mannshvörf, mansal og réttinn til þróunar, svo fátt eitt sé nefnt. Ég hef gagnrýnt að í mannréttindaráðinu sitja ríki sem frekar ættu að vera umfjöllunarefni ráðsins en sitja í dómarasætinu. Sádi-Arabía, Venesúela og Filippseyjar hafa gerst sek um alvarleg mannréttindabrot – svo þrjú nærtæk dæmi séu nefnd. Við erum óhrædd við að gagnrýna þau og brýna. Um leið væntum við góðs af samstarfi við ríki í ráðinu sem deila með okkur grundvallarafstöðu til mannréttindamála.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar