Trump-liðar ætla í hart gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Samúel Karl Ólason skrifar 10. september 2018 07:01 John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump. Vísir/EPA Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, ætlar í hart gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum, ICC. Meðal annars ætla Bandaríkin að hóta að beita dómarar ICC viðskiptaþvingunum og er það vegna mögulegrar rannsóknar dómsstólsins á hugsanlegum stríðsglæpum bandarískra hermanna í Afganistan. John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Trump, mun kynna ætlanir ríkisstjórnarinnar á í ræðu hjá samtökunum Federalist Society, sem eru samtök íhaldssamra lögfræðinga í Bandaríkjunum.Reuters hefur séð frumrit af ræðu Bolton og þar segir að hann ætli sér að grafa undan trúverðugleika dómstólsins og að Bandaríkin muni berjast gegn honum af fullum krafti.„Bandaríkin munu beita öllum leiðum til að vernda borgara okkar og bandamanna okkar frá ósanngjarnri lögsókn þessa óviðurkennda dómstóls,“ mun Bolton segja. Hann mun einnig segja að dómstóllinn sé þegar „dauður“ í augum Bandaríkjanna. Þeir muni ekki hjálpa honum né aðstoða á nokkurn hátt. Þar að auki muni Bandaríkin reyna að gera milliríkjasamninga um að aðrar þjóðir megi ekki framselja Bandaríska ríkisborgara til dómstólsins og reyna að nota öryggisráð Sameinuðu þjóðanna til að draga úr áhrifum dómstólsins. Á sama tíma eru Bandaríkin að loka skrifstofu Palestínsku frelsishreyfingarinnar, (Palestine Liberation Organization eða PLO), í Washington og segja það vera vegna meintra tilrauna samtakanna til að fá Alþjóðlega sakamáladómstólinn til að rannsaka meinta stríðsglæpi Ísraelsmanna í Palestínu. „Bandaríkin munu ávalt standa með vinum okkar og bandamönnum í Ísrael,“ mun Bolton segja í ræðu sinni, samkvæmt Reuters. Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn er ætlað að rannsaka stríðsglæpi, glæpi gegn mannkyninu og þjóðarmorð, svo eitthvað sé nefnt. Hann var stofnaður í Róm árið 2002 og skrifuðu Bandaríkin ekki undir stofnsáttmálann í Róm. Þess í stað lýsti George W. Bush, þáverandi forseti Bandaríkjanna, því yfir að hann væri mótfallinn stofnun dómstólsins. Barack Obama, fyrrverandi forseti, tók þó nokkur skref í átt að auknu samstarfi með ICC. Afganistan Bandaríkin Donald Trump Ísrael Palestína Tengdar fréttir Björguðu NATO-samningi frá Trump á bak við tjöldin Bandarískir og evrópskir embættismenn unnu saman að því að smíða yfirlýsingu NATO-fundar tímanlega til að minnka líkurnar á að Trump forseti setti hana í uppnám. 10. ágúst 2018 15:14 Segir valdarán yfirvofandi í Hvíta húsinu Fyrrum ráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, Steve Bannon, segir aðsenda grein sem birtist í New York Times á dögunum benda til þess að valdarán sé yfirvofandi í Hvíta húsinu. 9. september 2018 15:19 Fox-liðum fjölgar í Hvíta húsinu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur að undanförnu ráðið fjölda fólks í Hvíta húsið sem hann hefur séð á Fox News, uppáhald sjónvarpsstöð hans, þar sem stefnumál hans og aðgerðir eru iðulega hyllt. 25. mars 2018 18:02 Nýr ráðgjafi Trump umdeildur John Bolton hefur talað opinberlega fyrir stríði við Íran og Norður-Kóreu og segir "hnattvæðingarsinna“ vera að ganga frá Bandaríkjunum. 23. mars 2018 14:30 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira
Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, ætlar í hart gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum, ICC. Meðal annars ætla Bandaríkin að hóta að beita dómarar ICC viðskiptaþvingunum og er það vegna mögulegrar rannsóknar dómsstólsins á hugsanlegum stríðsglæpum bandarískra hermanna í Afganistan. John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Trump, mun kynna ætlanir ríkisstjórnarinnar á í ræðu hjá samtökunum Federalist Society, sem eru samtök íhaldssamra lögfræðinga í Bandaríkjunum.Reuters hefur séð frumrit af ræðu Bolton og þar segir að hann ætli sér að grafa undan trúverðugleika dómstólsins og að Bandaríkin muni berjast gegn honum af fullum krafti.„Bandaríkin munu beita öllum leiðum til að vernda borgara okkar og bandamanna okkar frá ósanngjarnri lögsókn þessa óviðurkennda dómstóls,“ mun Bolton segja. Hann mun einnig segja að dómstóllinn sé þegar „dauður“ í augum Bandaríkjanna. Þeir muni ekki hjálpa honum né aðstoða á nokkurn hátt. Þar að auki muni Bandaríkin reyna að gera milliríkjasamninga um að aðrar þjóðir megi ekki framselja Bandaríska ríkisborgara til dómstólsins og reyna að nota öryggisráð Sameinuðu þjóðanna til að draga úr áhrifum dómstólsins. Á sama tíma eru Bandaríkin að loka skrifstofu Palestínsku frelsishreyfingarinnar, (Palestine Liberation Organization eða PLO), í Washington og segja það vera vegna meintra tilrauna samtakanna til að fá Alþjóðlega sakamáladómstólinn til að rannsaka meinta stríðsglæpi Ísraelsmanna í Palestínu. „Bandaríkin munu ávalt standa með vinum okkar og bandamönnum í Ísrael,“ mun Bolton segja í ræðu sinni, samkvæmt Reuters. Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn er ætlað að rannsaka stríðsglæpi, glæpi gegn mannkyninu og þjóðarmorð, svo eitthvað sé nefnt. Hann var stofnaður í Róm árið 2002 og skrifuðu Bandaríkin ekki undir stofnsáttmálann í Róm. Þess í stað lýsti George W. Bush, þáverandi forseti Bandaríkjanna, því yfir að hann væri mótfallinn stofnun dómstólsins. Barack Obama, fyrrverandi forseti, tók þó nokkur skref í átt að auknu samstarfi með ICC.
Afganistan Bandaríkin Donald Trump Ísrael Palestína Tengdar fréttir Björguðu NATO-samningi frá Trump á bak við tjöldin Bandarískir og evrópskir embættismenn unnu saman að því að smíða yfirlýsingu NATO-fundar tímanlega til að minnka líkurnar á að Trump forseti setti hana í uppnám. 10. ágúst 2018 15:14 Segir valdarán yfirvofandi í Hvíta húsinu Fyrrum ráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, Steve Bannon, segir aðsenda grein sem birtist í New York Times á dögunum benda til þess að valdarán sé yfirvofandi í Hvíta húsinu. 9. september 2018 15:19 Fox-liðum fjölgar í Hvíta húsinu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur að undanförnu ráðið fjölda fólks í Hvíta húsið sem hann hefur séð á Fox News, uppáhald sjónvarpsstöð hans, þar sem stefnumál hans og aðgerðir eru iðulega hyllt. 25. mars 2018 18:02 Nýr ráðgjafi Trump umdeildur John Bolton hefur talað opinberlega fyrir stríði við Íran og Norður-Kóreu og segir "hnattvæðingarsinna“ vera að ganga frá Bandaríkjunum. 23. mars 2018 14:30 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira
Björguðu NATO-samningi frá Trump á bak við tjöldin Bandarískir og evrópskir embættismenn unnu saman að því að smíða yfirlýsingu NATO-fundar tímanlega til að minnka líkurnar á að Trump forseti setti hana í uppnám. 10. ágúst 2018 15:14
Segir valdarán yfirvofandi í Hvíta húsinu Fyrrum ráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, Steve Bannon, segir aðsenda grein sem birtist í New York Times á dögunum benda til þess að valdarán sé yfirvofandi í Hvíta húsinu. 9. september 2018 15:19
Fox-liðum fjölgar í Hvíta húsinu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur að undanförnu ráðið fjölda fólks í Hvíta húsið sem hann hefur séð á Fox News, uppáhald sjónvarpsstöð hans, þar sem stefnumál hans og aðgerðir eru iðulega hyllt. 25. mars 2018 18:02
Nýr ráðgjafi Trump umdeildur John Bolton hefur talað opinberlega fyrir stríði við Íran og Norður-Kóreu og segir "hnattvæðingarsinna“ vera að ganga frá Bandaríkjunum. 23. mars 2018 14:30