Lifði af hryðjuverkin í Útey: „Lifðum af því hann var upptekinn að skjóta aðra“ Stefán Árni Pálsson skrifar 10. september 2018 13:30 Kamzy verður í ítarlegu viðtali í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld. Þrátt fyrir að vera aðeins þrítug hefur Khamshajiny Gunaratnam, eða Kamzy eins og hún er alltaf kölluð, verið varaborgarstjóri Oslóar undanfarin þrjú ár. Leið hennar þangað var þó hvorki auðveld né sársaukalaus, en Kamzy er ein fjölmargra ungmenna úr ungliðahreyfingu norska Verkamannaflokksins sem voru stödd í Útey 22. júlí 2011. Henni tókst að sleppa undan hryðjuverkamanninum Anders Behring Breivik, sem myrti alls 69 manns á eyjunni, með því að synda um 500 metra leið í land.Heyrði lík falla til jarðar „Ég heyrði lík falla til jarðar og ég man að strákurinn sem ég synti með, hann var að synda baksund. Hann sneri sér svo við og ítrekaði að ég ætti að synda beint áfram og horfa bara fram fyrir mig. Ég spurði hvers vegna, en hann útskýrði það ekki. Þegar við vorum komin í land útskýrði hann að þegar við vorum komin tíu metra út í vatnið hafi Breivik staðið á klettunum rétt fyrir ofan okkur og ástæðan fyrir því að við lifðum af var sú að hann var upptekinn við að skjóta krakkana sem urðu eftir,“ segir Kamzy.Mikilvægt að læra af voðaverkunum Hún var hér á landi um helgina í tengslum við frumsýningu nýrrar norskrar kvikmyndar um voðaverkin. Hún segir erfitt að endurupplifa atburðina á hvíta tjaldinu, en jafnframt nauðsynlegt – enda hafi norskt samfélag ekki lært nægilega af atburðunum. Þannig kjósi Norðmenn oft að líta á voðaverkin sem einhvers konar slys eða náttúruhamfarir, frekar en að uppræta þau samfélagsmein sem sköpuðu Anders Behring Breivik.Ítarlega verður rætt við Kamzy í Íslandi í dag klukkan 18:55, strax að loknum kvöldfréttum. Brot úr viðtalinu má sjá hér að neðan. Hryðjuverk í Útey Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fleiri fréttir Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð Sjá meira
Þrátt fyrir að vera aðeins þrítug hefur Khamshajiny Gunaratnam, eða Kamzy eins og hún er alltaf kölluð, verið varaborgarstjóri Oslóar undanfarin þrjú ár. Leið hennar þangað var þó hvorki auðveld né sársaukalaus, en Kamzy er ein fjölmargra ungmenna úr ungliðahreyfingu norska Verkamannaflokksins sem voru stödd í Útey 22. júlí 2011. Henni tókst að sleppa undan hryðjuverkamanninum Anders Behring Breivik, sem myrti alls 69 manns á eyjunni, með því að synda um 500 metra leið í land.Heyrði lík falla til jarðar „Ég heyrði lík falla til jarðar og ég man að strákurinn sem ég synti með, hann var að synda baksund. Hann sneri sér svo við og ítrekaði að ég ætti að synda beint áfram og horfa bara fram fyrir mig. Ég spurði hvers vegna, en hann útskýrði það ekki. Þegar við vorum komin í land útskýrði hann að þegar við vorum komin tíu metra út í vatnið hafi Breivik staðið á klettunum rétt fyrir ofan okkur og ástæðan fyrir því að við lifðum af var sú að hann var upptekinn við að skjóta krakkana sem urðu eftir,“ segir Kamzy.Mikilvægt að læra af voðaverkunum Hún var hér á landi um helgina í tengslum við frumsýningu nýrrar norskrar kvikmyndar um voðaverkin. Hún segir erfitt að endurupplifa atburðina á hvíta tjaldinu, en jafnframt nauðsynlegt – enda hafi norskt samfélag ekki lært nægilega af atburðunum. Þannig kjósi Norðmenn oft að líta á voðaverkin sem einhvers konar slys eða náttúruhamfarir, frekar en að uppræta þau samfélagsmein sem sköpuðu Anders Behring Breivik.Ítarlega verður rætt við Kamzy í Íslandi í dag klukkan 18:55, strax að loknum kvöldfréttum. Brot úr viðtalinu má sjá hér að neðan.
Hryðjuverk í Útey Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fleiri fréttir Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð Sjá meira