DIY-hljómsveitin BSÍ stöðvaði umferðina Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 10. september 2018 06:00 Þau Sigurlaug Thorarensen og Julius Rothlaender skipa hljómsveitina BSÍ sem gaf út sína fyrstu plötu á föstudag. Við bjuggumst við meiri upplausn og reiði en fólkið var reyndar aðallega hissa og skildi ekki alveg hvað var í gangi og varð kannski smá pirrað yfir því að einhver væri að reyna að trufla heilögu umferðina,“ segja þau Sigurlaug Thorarensen, sem spilar á trommur og syngur, og Julius Rothlaender, sem plokkar bassann í hljómsveitinni BSÍ. Myndbandið við fyrsta lag hljómsveitarinnar hefur vakið nokkra athygli en þar standa þau Sigurlaug og Julius á gangbrautinni á Hringbraut og stöðva þannig umferð. Myndbandið er ekkert sérstaklega flókið. Þau standa bara þarna og stoppa umferð. Sífellt bætist við bílaflotann sem tefst þær mínútur sem lagið er. „Hljómsveitin heitir BSÍ meðal annars vegna þess að við erum sérstaklega áhugasöm um umferðarmenningu. Okkur finnst til dæmis bílamenningin og bílafíknin á Íslandi svolítið spes og umhugsunarverð. Með myndbandinu og gjörningnum erum við að reyna að varpa ljósi á hvað það er í raun hlægilegt að í smáborg eins og Reykjavík, þar sem tiltölulega fáir búa sé mjög hátt hlutfall einkabíla – og það minnir okkur á kunnugleg kapítalísk munstur – fáir sem eiga margt.“ Þau segja að viðbrögð fólksins í bílunum hafi komið þeim svolítið á óvart. Hvað fólk var í raun bara rólegt og beið þolinmótt. Þau fengu svo eftirlitsmyndirnar frá vini sínum í lögreglunni. Hljómsveitin varð til því þau vildu prófa sig áfram og leika sér með ný hljóðfæri sem þau kynnu ekki á. „Ægir, vinur okkar, bauð okkur að vera í kjallararýminu hans í R6013 til að gera einmitt þetta. Við vorum eiginlega bara rétt byrjuð að leika okkur og áður en við vissum af vorum við komin með nokkur lög, sem við fengum síðan líka að taka upp í rýminu.“ Þau fóru í smá ferðalag til Berlín þar sem þeim bauðst að halda nokkra tónleika. Fyrsta plata þeirra kom svo út á föstudaginn á vegum Why Not? sem er DIY-plötuútgáfa í samstarfi við Tomatenplatten, sem er DIY-útgáfufyrirtæki í Berlín. Myndbandið má sjá hér að neðan. Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Lífið Heillandi heimili í Hlíðunum Lífið Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist Fleiri fréttir Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Sjá meira
Við bjuggumst við meiri upplausn og reiði en fólkið var reyndar aðallega hissa og skildi ekki alveg hvað var í gangi og varð kannski smá pirrað yfir því að einhver væri að reyna að trufla heilögu umferðina,“ segja þau Sigurlaug Thorarensen, sem spilar á trommur og syngur, og Julius Rothlaender, sem plokkar bassann í hljómsveitinni BSÍ. Myndbandið við fyrsta lag hljómsveitarinnar hefur vakið nokkra athygli en þar standa þau Sigurlaug og Julius á gangbrautinni á Hringbraut og stöðva þannig umferð. Myndbandið er ekkert sérstaklega flókið. Þau standa bara þarna og stoppa umferð. Sífellt bætist við bílaflotann sem tefst þær mínútur sem lagið er. „Hljómsveitin heitir BSÍ meðal annars vegna þess að við erum sérstaklega áhugasöm um umferðarmenningu. Okkur finnst til dæmis bílamenningin og bílafíknin á Íslandi svolítið spes og umhugsunarverð. Með myndbandinu og gjörningnum erum við að reyna að varpa ljósi á hvað það er í raun hlægilegt að í smáborg eins og Reykjavík, þar sem tiltölulega fáir búa sé mjög hátt hlutfall einkabíla – og það minnir okkur á kunnugleg kapítalísk munstur – fáir sem eiga margt.“ Þau segja að viðbrögð fólksins í bílunum hafi komið þeim svolítið á óvart. Hvað fólk var í raun bara rólegt og beið þolinmótt. Þau fengu svo eftirlitsmyndirnar frá vini sínum í lögreglunni. Hljómsveitin varð til því þau vildu prófa sig áfram og leika sér með ný hljóðfæri sem þau kynnu ekki á. „Ægir, vinur okkar, bauð okkur að vera í kjallararýminu hans í R6013 til að gera einmitt þetta. Við vorum eiginlega bara rétt byrjuð að leika okkur og áður en við vissum af vorum við komin með nokkur lög, sem við fengum síðan líka að taka upp í rýminu.“ Þau fóru í smá ferðalag til Berlín þar sem þeim bauðst að halda nokkra tónleika. Fyrsta plata þeirra kom svo út á föstudaginn á vegum Why Not? sem er DIY-plötuútgáfa í samstarfi við Tomatenplatten, sem er DIY-útgáfufyrirtæki í Berlín. Myndbandið má sjá hér að neðan.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Lífið Heillandi heimili í Hlíðunum Lífið Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist Fleiri fréttir Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Sjá meira