Ísland ætlar að halda áfram aðhaldi í mannréttindaráðinu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. september 2018 19:54 Ísland tekur sæti í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna eftir viku. Utanríkisráðherra segir að sérstaklega verði gagnrýnt að í ráðinu sitji þjóðir þar sem staða mannréttinda sé bág eins og í Saudi Arabíu, Venezúela og Filippseyjum. Þá verði áfram verði lögð áhersla á jafnréttismál og málefni barna og hinsegins fólks. Fyrsti fundur fastanefndar Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna verður haldinn í Genf þann tíunda september og stendur í þrjár vikur en Ísland var kjörið í ráðið í júlí. Fjörutíu og sjö ríki eiga sæti í ráðinu, þar af tilheyra sjö hópi Vestur-Evrópu. Utanríkisráðherra kynnti áherslur Íslands í utanríkismálanefnd í dag og segir að þær verði á sömu nótum og verið hefur en sérstaklega verði lögð áhersla á umbætur í sjálfu ráðinu. „Við höfum gagnrýnt það að þau lönd sem eru í ráðinu eru langt frá því að vera til fyrirmyndar þegar kemur að mannréttindamálum. Þá er ég að vísa sérstaklega til Sádí-Arabíu, Venesúela og Filippseyja,“ segur Guðþaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra. Gagnrýnin talin hafa jákvæð áhrif Hann segir að þessari gagnrýni hafi ekki verið tekið sérlega vel af viðkomandi löndum en aðrir hafi tekið henni fagnandi. „Alþjóðleg mannréttindasamtök, til dæmis Human Rights Watch, telja að frumkvæði okkar gagnvart málefnum Filippseyja eða stjórnvöldum Filippseyja hafi haft mjög jákvæð áhrif. Þeir hafi þá haldið aftur af sér út af þeirri gagnrýni sem við erum með og því frumkvæði sem við höfum haft í mannréttindaráðinu,“ segir Guðlaugur Þór. Hann bendir á að utanríkisráðherra Filipeyja hafi boðið sér að koma og skoða aðstæður mannréttinda í landinu eftir gagnrýni sína á ástandið þar. „Ég taldi nú vænlegra að alþjóðleg samtök myndu gera það og þar sem þeir hafa ekki breytt um stefnu í grundvallaratriðum þá héldum við áfram gagnrýni okkar. Hann notaði nú tækifærið og vandaði mér ekki kveðjurnar á fundi í New York eins og margir sáu á alnetinu,“ segir ráðherrann. Fastanefnd Íslands á sæti í ráðinu í eitt og hálft ár eða út kjörtímabilið. Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Ísland tekur sæti í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna eftir viku. Utanríkisráðherra segir að sérstaklega verði gagnrýnt að í ráðinu sitji þjóðir þar sem staða mannréttinda sé bág eins og í Saudi Arabíu, Venezúela og Filippseyjum. Þá verði áfram verði lögð áhersla á jafnréttismál og málefni barna og hinsegins fólks. Fyrsti fundur fastanefndar Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna verður haldinn í Genf þann tíunda september og stendur í þrjár vikur en Ísland var kjörið í ráðið í júlí. Fjörutíu og sjö ríki eiga sæti í ráðinu, þar af tilheyra sjö hópi Vestur-Evrópu. Utanríkisráðherra kynnti áherslur Íslands í utanríkismálanefnd í dag og segir að þær verði á sömu nótum og verið hefur en sérstaklega verði lögð áhersla á umbætur í sjálfu ráðinu. „Við höfum gagnrýnt það að þau lönd sem eru í ráðinu eru langt frá því að vera til fyrirmyndar þegar kemur að mannréttindamálum. Þá er ég að vísa sérstaklega til Sádí-Arabíu, Venesúela og Filippseyja,“ segur Guðþaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra. Gagnrýnin talin hafa jákvæð áhrif Hann segir að þessari gagnrýni hafi ekki verið tekið sérlega vel af viðkomandi löndum en aðrir hafi tekið henni fagnandi. „Alþjóðleg mannréttindasamtök, til dæmis Human Rights Watch, telja að frumkvæði okkar gagnvart málefnum Filippseyja eða stjórnvöldum Filippseyja hafi haft mjög jákvæð áhrif. Þeir hafi þá haldið aftur af sér út af þeirri gagnrýni sem við erum með og því frumkvæði sem við höfum haft í mannréttindaráðinu,“ segir Guðlaugur Þór. Hann bendir á að utanríkisráðherra Filipeyja hafi boðið sér að koma og skoða aðstæður mannréttinda í landinu eftir gagnrýni sína á ástandið þar. „Ég taldi nú vænlegra að alþjóðleg samtök myndu gera það og þar sem þeir hafa ekki breytt um stefnu í grundvallaratriðum þá héldum við áfram gagnrýni okkar. Hann notaði nú tækifærið og vandaði mér ekki kveðjurnar á fundi í New York eins og margir sáu á alnetinu,“ segir ráðherrann. Fastanefnd Íslands á sæti í ráðinu í eitt og hálft ár eða út kjörtímabilið.
Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira