Bandaríkin hætta stuðningi við Pakistan vegna vígamanna Samúel Karl Ólason skrifar 3. september 2018 16:30 James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Vísir/AP Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna hafa ákveðið að stöðva 300 milljóna dala fjárstuðning við Pakistan vegna aðgerðarleysis yfirvalda þar í landi varðandi vígahópa. Ríkisstjórn Donald Trump segir yfirvöld Pakistan veita vígamönnum sem berjast gegn Bandaríkjunum í Afganistan hæli í Pakistan. Trump sagði fyrr á árinu að það eina sem Bandaríkin fengu út úr stuðningi við Pakistan væru „lygar og svik“. Síðan þá hafa Bandaríkin vonast til að sjá breytingar á hegðun Pakistana. James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, tók þá ákvörðun í dag að stöðva fjárstuðninginn, samkvæmt Reuters.Talsmaður Pentagon sagði peningunum hafa verið veitt í önnur verkefni vegna skorts á aðgerðum frá Pakistan. Fyrir það hafði bandaríska þingið stöðvað 500 milljónir dala sem áttu að fara til Pakistan. Allt í allt er talið að Pakistan hafi fengið um 33 milljarða dala frá Bandaríkjunum. Þar af 14 milljarða í gegnum sjóð sem ætlað er að greiða Bandaríkjunum fyrir aðstoð í stríði þeirra gegn hryðjuverkasamtökum. Í síðasta mánuði bárust fregnir af því að her Bandaríkjanna væri að koma í veg fyrir að foringjar í pakistanska hernum fengu þjálfun í Bandaríkjunum. Líklegt þykir að þessari ákvörðun Mattis sé ætlað að senda Imran Khan, nýjum forsætisráðherra Pakistan, skilaboð. Hann hefur lýst því yfir að hann sé andvígur veru Bandaríkjanna í Afganistan og hefur sömuleiðis hótað því að skjóta niður bandaríska dróna sem flogið er inn fyrir lofthelgi landsins. Efnahagur Pakistan hefur átt betri daga og hefur gjaldeyrisforði þeirra minnkað verulega á undanförnu ári. Líklegt þykir að Pakistan muni leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eða jafnvel Kínverja, sem þeir eiga í góðum samskiptum við, á næstu mánuðum.Hér má sjá ræðu Trump frá 22. ágúst þar sem hann gagnrýndi yfirvöld Pakistan harðlega. Afganistan Mið-Austurlönd Pakistan Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fleiri fréttir Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Sjá meira
Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna hafa ákveðið að stöðva 300 milljóna dala fjárstuðning við Pakistan vegna aðgerðarleysis yfirvalda þar í landi varðandi vígahópa. Ríkisstjórn Donald Trump segir yfirvöld Pakistan veita vígamönnum sem berjast gegn Bandaríkjunum í Afganistan hæli í Pakistan. Trump sagði fyrr á árinu að það eina sem Bandaríkin fengu út úr stuðningi við Pakistan væru „lygar og svik“. Síðan þá hafa Bandaríkin vonast til að sjá breytingar á hegðun Pakistana. James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, tók þá ákvörðun í dag að stöðva fjárstuðninginn, samkvæmt Reuters.Talsmaður Pentagon sagði peningunum hafa verið veitt í önnur verkefni vegna skorts á aðgerðum frá Pakistan. Fyrir það hafði bandaríska þingið stöðvað 500 milljónir dala sem áttu að fara til Pakistan. Allt í allt er talið að Pakistan hafi fengið um 33 milljarða dala frá Bandaríkjunum. Þar af 14 milljarða í gegnum sjóð sem ætlað er að greiða Bandaríkjunum fyrir aðstoð í stríði þeirra gegn hryðjuverkasamtökum. Í síðasta mánuði bárust fregnir af því að her Bandaríkjanna væri að koma í veg fyrir að foringjar í pakistanska hernum fengu þjálfun í Bandaríkjunum. Líklegt þykir að þessari ákvörðun Mattis sé ætlað að senda Imran Khan, nýjum forsætisráðherra Pakistan, skilaboð. Hann hefur lýst því yfir að hann sé andvígur veru Bandaríkjanna í Afganistan og hefur sömuleiðis hótað því að skjóta niður bandaríska dróna sem flogið er inn fyrir lofthelgi landsins. Efnahagur Pakistan hefur átt betri daga og hefur gjaldeyrisforði þeirra minnkað verulega á undanförnu ári. Líklegt þykir að Pakistan muni leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eða jafnvel Kínverja, sem þeir eiga í góðum samskiptum við, á næstu mánuðum.Hér má sjá ræðu Trump frá 22. ágúst þar sem hann gagnrýndi yfirvöld Pakistan harðlega.
Afganistan Mið-Austurlönd Pakistan Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fleiri fréttir Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Sjá meira