Bandaríkin hætta stuðningi við Pakistan vegna vígamanna Samúel Karl Ólason skrifar 3. september 2018 16:30 James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Vísir/AP Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna hafa ákveðið að stöðva 300 milljóna dala fjárstuðning við Pakistan vegna aðgerðarleysis yfirvalda þar í landi varðandi vígahópa. Ríkisstjórn Donald Trump segir yfirvöld Pakistan veita vígamönnum sem berjast gegn Bandaríkjunum í Afganistan hæli í Pakistan. Trump sagði fyrr á árinu að það eina sem Bandaríkin fengu út úr stuðningi við Pakistan væru „lygar og svik“. Síðan þá hafa Bandaríkin vonast til að sjá breytingar á hegðun Pakistana. James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, tók þá ákvörðun í dag að stöðva fjárstuðninginn, samkvæmt Reuters.Talsmaður Pentagon sagði peningunum hafa verið veitt í önnur verkefni vegna skorts á aðgerðum frá Pakistan. Fyrir það hafði bandaríska þingið stöðvað 500 milljónir dala sem áttu að fara til Pakistan. Allt í allt er talið að Pakistan hafi fengið um 33 milljarða dala frá Bandaríkjunum. Þar af 14 milljarða í gegnum sjóð sem ætlað er að greiða Bandaríkjunum fyrir aðstoð í stríði þeirra gegn hryðjuverkasamtökum. Í síðasta mánuði bárust fregnir af því að her Bandaríkjanna væri að koma í veg fyrir að foringjar í pakistanska hernum fengu þjálfun í Bandaríkjunum. Líklegt þykir að þessari ákvörðun Mattis sé ætlað að senda Imran Khan, nýjum forsætisráðherra Pakistan, skilaboð. Hann hefur lýst því yfir að hann sé andvígur veru Bandaríkjanna í Afganistan og hefur sömuleiðis hótað því að skjóta niður bandaríska dróna sem flogið er inn fyrir lofthelgi landsins. Efnahagur Pakistan hefur átt betri daga og hefur gjaldeyrisforði þeirra minnkað verulega á undanförnu ári. Líklegt þykir að Pakistan muni leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eða jafnvel Kínverja, sem þeir eiga í góðum samskiptum við, á næstu mánuðum.Hér má sjá ræðu Trump frá 22. ágúst þar sem hann gagnrýndi yfirvöld Pakistan harðlega. Afganistan Mið-Austurlönd Pakistan Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna hafa ákveðið að stöðva 300 milljóna dala fjárstuðning við Pakistan vegna aðgerðarleysis yfirvalda þar í landi varðandi vígahópa. Ríkisstjórn Donald Trump segir yfirvöld Pakistan veita vígamönnum sem berjast gegn Bandaríkjunum í Afganistan hæli í Pakistan. Trump sagði fyrr á árinu að það eina sem Bandaríkin fengu út úr stuðningi við Pakistan væru „lygar og svik“. Síðan þá hafa Bandaríkin vonast til að sjá breytingar á hegðun Pakistana. James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, tók þá ákvörðun í dag að stöðva fjárstuðninginn, samkvæmt Reuters.Talsmaður Pentagon sagði peningunum hafa verið veitt í önnur verkefni vegna skorts á aðgerðum frá Pakistan. Fyrir það hafði bandaríska þingið stöðvað 500 milljónir dala sem áttu að fara til Pakistan. Allt í allt er talið að Pakistan hafi fengið um 33 milljarða dala frá Bandaríkjunum. Þar af 14 milljarða í gegnum sjóð sem ætlað er að greiða Bandaríkjunum fyrir aðstoð í stríði þeirra gegn hryðjuverkasamtökum. Í síðasta mánuði bárust fregnir af því að her Bandaríkjanna væri að koma í veg fyrir að foringjar í pakistanska hernum fengu þjálfun í Bandaríkjunum. Líklegt þykir að þessari ákvörðun Mattis sé ætlað að senda Imran Khan, nýjum forsætisráðherra Pakistan, skilaboð. Hann hefur lýst því yfir að hann sé andvígur veru Bandaríkjanna í Afganistan og hefur sömuleiðis hótað því að skjóta niður bandaríska dróna sem flogið er inn fyrir lofthelgi landsins. Efnahagur Pakistan hefur átt betri daga og hefur gjaldeyrisforði þeirra minnkað verulega á undanförnu ári. Líklegt þykir að Pakistan muni leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eða jafnvel Kínverja, sem þeir eiga í góðum samskiptum við, á næstu mánuðum.Hér má sjá ræðu Trump frá 22. ágúst þar sem hann gagnrýndi yfirvöld Pakistan harðlega.
Afganistan Mið-Austurlönd Pakistan Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira