Hulduhöfundur fjallar um uppþot á Íslandi Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 3. september 2018 06:00 Árni Kristjánsson leikstjóri segist skilja ósk höfundar um nafnleynd. Leiklestur fer fram í Hannesarholti í dag. Fréttablaðið/Anton brink „Þetta er í fyrsta sinn sem ég tek að mér nýtt íslenskt verk og veit ekki hver höfundurinn er,“ segir leikstjórinn Árni Kristjánsson um verkið Fáir, fátækir, smáir sem leiklesið verður í Hannesarholti í dag klukkan 20.00. Það er Vonarstrætisleikhúsið sem hefur veg og vanda af uppsetningu verksins. Í fréttatilkynningu frá leikhúsinu segir að forsprökkum Vonarstrætisleikhússins, þeim Sveini Einarssyni og frú Vigdísi Finnbogadóttur, hafi borist verkið í sumar og höfundur þess óskað eftir nafnleynd. Það fór svo að Árni tók að sér leikstjórn verksins. Fáheyrt er að höfundar óski þess að nafn þeirra verði ekki gert opinbert og enn sjaldgæfara er að sjálfur leikstjórinn viti ekki hver höfundurinn er. „Það fær mann til að spá allt öðruvísi í verkið. En ég skil að vissu leyti hvað fær höfundinn til að biðja um nafnleynd. Það er flott hjá Sveini og Vigdísi að koma þeirri áríðandi hugsun áleiðis sem kemur fram í verkinu,“ segir Árni. Hulduhöfundur Fáir, fátækir, smáir varpar upp nöturlegri sviðsmynd þar sem Íslendingar horfa upp á sjálfsmynd sína molna niður. Verkið fjallar um uppþot í íslensku samfélagi. Ráðherra hverfur sporlaust, erlend þjóð vill kaupa stóran hluta af landinu og stjórn, skipulag, tungumál og þjóðarímynd Íslensku þjóðarinnar lítur fyrir að ætla að fara á hliðina, Eins og áður segir mun Árni Kristjánsson leikstýra verkinu en með helstu hlutverk fara Þór Tulinius, Brynhildur Guðjónsdóttir, Salóme Gunnarsdóttir, Jakob Þór Einarsson, Alexander Danter Erlendsson, Lára Jóhanna Jónsdóttir, Benedikt Karl Gröndal, Orri Huginn Ágústsson og Þórunn Magnea Magnúsdóttir. Tónlist semur Guðni Franzson. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
„Þetta er í fyrsta sinn sem ég tek að mér nýtt íslenskt verk og veit ekki hver höfundurinn er,“ segir leikstjórinn Árni Kristjánsson um verkið Fáir, fátækir, smáir sem leiklesið verður í Hannesarholti í dag klukkan 20.00. Það er Vonarstrætisleikhúsið sem hefur veg og vanda af uppsetningu verksins. Í fréttatilkynningu frá leikhúsinu segir að forsprökkum Vonarstrætisleikhússins, þeim Sveini Einarssyni og frú Vigdísi Finnbogadóttur, hafi borist verkið í sumar og höfundur þess óskað eftir nafnleynd. Það fór svo að Árni tók að sér leikstjórn verksins. Fáheyrt er að höfundar óski þess að nafn þeirra verði ekki gert opinbert og enn sjaldgæfara er að sjálfur leikstjórinn viti ekki hver höfundurinn er. „Það fær mann til að spá allt öðruvísi í verkið. En ég skil að vissu leyti hvað fær höfundinn til að biðja um nafnleynd. Það er flott hjá Sveini og Vigdísi að koma þeirri áríðandi hugsun áleiðis sem kemur fram í verkinu,“ segir Árni. Hulduhöfundur Fáir, fátækir, smáir varpar upp nöturlegri sviðsmynd þar sem Íslendingar horfa upp á sjálfsmynd sína molna niður. Verkið fjallar um uppþot í íslensku samfélagi. Ráðherra hverfur sporlaust, erlend þjóð vill kaupa stóran hluta af landinu og stjórn, skipulag, tungumál og þjóðarímynd Íslensku þjóðarinnar lítur fyrir að ætla að fara á hliðina, Eins og áður segir mun Árni Kristjánsson leikstýra verkinu en með helstu hlutverk fara Þór Tulinius, Brynhildur Guðjónsdóttir, Salóme Gunnarsdóttir, Jakob Þór Einarsson, Alexander Danter Erlendsson, Lára Jóhanna Jónsdóttir, Benedikt Karl Gröndal, Orri Huginn Ágústsson og Þórunn Magnea Magnúsdóttir. Tónlist semur Guðni Franzson.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira