Uppgjör eftir Kanada: Kominn tími á breytingar Bragi Þórðarson skrifar 12. júní 2018 06:00 Vettel fagnar sigrinum. vísir/getty Sebastian Vettel á Ferrari stóð uppi sem sigurvegari í Formúlu 1 kappakstri helgarinnar á Montreal brautinni í Kanada. Þjóðverjinn náði ráspól í tímatökum á laugardaginn og leiddi alla hringi kappakstursins. Flest lið mættu með uppfærðar vélar til Kanada og er ljóst að Ferrari liðið er komið með yfirburða vél í bíla sína. Með frábærri frammistöðu sinni um helgina er Vettel kominn með yfirhöndina gegn Lewis Hamilton og leiðir nú Þjóðverjinn heimsmeistaramótið með einu stigi. „Það er aldrei auðvelt að vinna kappakstur, en liðið hefur verið alveg frábært um helgina,” sagði Vettel eftir keppni. 40 ár eru liðin frá því að Gilles Villeneuve vann þennan kappakstur fyrir Ferrari og er brautin í Montreal nefnd eftir honum. Lítið var um framúrakstur í keppninni og þykja bæði keppendum og áhorfendum tími til kominn fyrir breytingar. Búast má við að formúlunni verði breytt á næstu árum til að auðvelda framúrakstur. Þá ætlar dekkjaframleiðandinn Pirelli að breyta hjólbörðunum svo liðin þurfi að fara oftar inn á þjónustusvæðið. Annar á eftir Vettel í Kanada varð Finninn Valtteri Bottas. Mercedes bíllinn virtist þó ekki eiga neina möguleika í Ferrari um helgina, Mercedes var eina liðið sem voru enn að keyra með sömu vélar og byrjun tímabils. Það varð Lewis Hamilton næstum að falli á áttunda hring kappakstursins. „Ég hef ekkert afl,” sagði Bretinn í talstöðinni til liðsins. Þá kom í ljós bilun í kælikerfi Mercedes bílsins en liðinu tókst þó á ótrúlegan hátt að gera við bílinn í næsta þjónustuhléi. Vegna þessa þurfti ríkjandi heimsmeistarinn að fara snemma inn á þjónustusvæðið í dekkjaskipti, og endaði því fimmti, rúmum tuttugu sekúndum á eftir Vettel. Red Bull bílarnir lentu ekki í neinum vandræðum og kláruðu þeir Max Verstappen og Daniel Ricciardo kappaksturinn í þriðja og fjórða sæti. Sjötti á eftir Hamilton kom svo liðsfélagi Vettel hjá Ferrari, Kimi Raikkonen. Renault bílarnir komu þar á eftir og situr liðið því örugglega í fjórða sæti í keppni bílasmiða. Þar á eftir kemur McLaren þrátt fyrir að Fernando Alonso þurfti enn og aftur að hætta keppni í Montreal. Spánverjinn var að byrja sinn 300. kappakstur um helgina en varð frá að hverfa með vélarbilun, var þetta í sjöunda skiptið á ferlinum sem hann klárar ekki í Kanada. Næsta keppni fer fram í Frakklandi eftir tvær vikur og verður algjör Formúlu 1 veisla eftir það með þremur keppnum í röð. Þannig ef fólk verður komið með nóg af HM í Rússlandi er hægt að sökkva sér ofan í Formúlunni. Formúla Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Sebastian Vettel á Ferrari stóð uppi sem sigurvegari í Formúlu 1 kappakstri helgarinnar á Montreal brautinni í Kanada. Þjóðverjinn náði ráspól í tímatökum á laugardaginn og leiddi alla hringi kappakstursins. Flest lið mættu með uppfærðar vélar til Kanada og er ljóst að Ferrari liðið er komið með yfirburða vél í bíla sína. Með frábærri frammistöðu sinni um helgina er Vettel kominn með yfirhöndina gegn Lewis Hamilton og leiðir nú Þjóðverjinn heimsmeistaramótið með einu stigi. „Það er aldrei auðvelt að vinna kappakstur, en liðið hefur verið alveg frábært um helgina,” sagði Vettel eftir keppni. 40 ár eru liðin frá því að Gilles Villeneuve vann þennan kappakstur fyrir Ferrari og er brautin í Montreal nefnd eftir honum. Lítið var um framúrakstur í keppninni og þykja bæði keppendum og áhorfendum tími til kominn fyrir breytingar. Búast má við að formúlunni verði breytt á næstu árum til að auðvelda framúrakstur. Þá ætlar dekkjaframleiðandinn Pirelli að breyta hjólbörðunum svo liðin þurfi að fara oftar inn á þjónustusvæðið. Annar á eftir Vettel í Kanada varð Finninn Valtteri Bottas. Mercedes bíllinn virtist þó ekki eiga neina möguleika í Ferrari um helgina, Mercedes var eina liðið sem voru enn að keyra með sömu vélar og byrjun tímabils. Það varð Lewis Hamilton næstum að falli á áttunda hring kappakstursins. „Ég hef ekkert afl,” sagði Bretinn í talstöðinni til liðsins. Þá kom í ljós bilun í kælikerfi Mercedes bílsins en liðinu tókst þó á ótrúlegan hátt að gera við bílinn í næsta þjónustuhléi. Vegna þessa þurfti ríkjandi heimsmeistarinn að fara snemma inn á þjónustusvæðið í dekkjaskipti, og endaði því fimmti, rúmum tuttugu sekúndum á eftir Vettel. Red Bull bílarnir lentu ekki í neinum vandræðum og kláruðu þeir Max Verstappen og Daniel Ricciardo kappaksturinn í þriðja og fjórða sæti. Sjötti á eftir Hamilton kom svo liðsfélagi Vettel hjá Ferrari, Kimi Raikkonen. Renault bílarnir komu þar á eftir og situr liðið því örugglega í fjórða sæti í keppni bílasmiða. Þar á eftir kemur McLaren þrátt fyrir að Fernando Alonso þurfti enn og aftur að hætta keppni í Montreal. Spánverjinn var að byrja sinn 300. kappakstur um helgina en varð frá að hverfa með vélarbilun, var þetta í sjöunda skiptið á ferlinum sem hann klárar ekki í Kanada. Næsta keppni fer fram í Frakklandi eftir tvær vikur og verður algjör Formúlu 1 veisla eftir það með þremur keppnum í röð. Þannig ef fólk verður komið með nóg af HM í Rússlandi er hægt að sökkva sér ofan í Formúlunni.
Formúla Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira