Oliver Luckett snýr sér að sölu á rekjanlegum fiski frá Íslandi Birgir Olgeirsson skrifar 12. júní 2018 10:32 Oliver Luckett ásamt Heiðu Kristínu Helgadóttur. Vísir/Valli Bandaríski samfélagsmiðlafrömuðurinn Oliver Luckett hefur snúið sér að sölu á rekjanlegum fiski. Greint er frá þessu á Facebook-síðu Niceland Seafood en þar kemur fram að Luckett, sem er hvað þekktastur fyrir að hafa stofnað miðilinn theAudience, hafi komið að stofnun Niceland Seafood ásamt Heiðu Kristínu Helgadóttur. Saman stofnuðu Luckett og Heiða fyrirtækið Efni árið 2015. Luckett segir í tilkynningu að eftir að hann seldi theAudience og skrifaði bókina The Social Organism hafi þurft frí frá hringiðu fræga fólksins og tæknigeiranum. Hann leitaði leiða til að ná kröftum til að halda sér skapandi.Frosti Gnarr, Þorsteinn Gestsson, Oliver Luckett, Júlíus Fjeldsted og Heiða Kristín Helgadóttir.AðsendHann segist hafa ákveðið að flytja til Íslands eftir að hafa heillast að landi og þjóð. „Þetta er friðsælasta land í heimi. Þau hafa ekki einu sinni her,“ segir Luckett. Hann segist hafa ákveðið að stofna nokkur fyrirtæki eftir nokkurra mánaða íhugun. Luckett segir Íslendinga vera í forystu á heimsvísu þegar kemur að sjálfbærum fiskveiðum og nefnir þar aflamarkskerfið sem hann segir koma í veg fyrir ofveiði og haldi sjávarlífríkinu við Íslandsstrendur í jafnvægi. Þá segir hann tæknivæddar fiskvinnslur víða um landið tryggja að 98 prósent aflans séu nýtt.Hann segir þó leiðina frá norður Atlantshafinu til bandarískra neytenda vera langa og þess vegna hafi Niceland Seafood ákveðið að hanna rekjanleikakerfi sem fyrirtækið kýs að kalla „TraceabiliT“ þar sem neytendur geta rakið uppruna fisksins sem þeir neyta. Niceland Seafood verður hleypt af stokkunum í Bandaríkjunum á matarráðstefnunni Aspen Food & Wine Classic í mánuðinum. Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að fjárfestingafélagið Eyrir Invest sé einn af bakhjörlum þess en Eyrir Invest er einn af stærstu hluthöfunum í Marel. Niceland Seafood verður með höfuðstöðvar í Denver í Bandaríkjunum í nálægð við samstarfsaðila sinn, fyrirtækið Seattle Fish Company en forstjóri þess fyrirtækis, Derek Figueroa segist afar spenntur fyrir samstarfinu. Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Sjá meira
Bandaríski samfélagsmiðlafrömuðurinn Oliver Luckett hefur snúið sér að sölu á rekjanlegum fiski. Greint er frá þessu á Facebook-síðu Niceland Seafood en þar kemur fram að Luckett, sem er hvað þekktastur fyrir að hafa stofnað miðilinn theAudience, hafi komið að stofnun Niceland Seafood ásamt Heiðu Kristínu Helgadóttur. Saman stofnuðu Luckett og Heiða fyrirtækið Efni árið 2015. Luckett segir í tilkynningu að eftir að hann seldi theAudience og skrifaði bókina The Social Organism hafi þurft frí frá hringiðu fræga fólksins og tæknigeiranum. Hann leitaði leiða til að ná kröftum til að halda sér skapandi.Frosti Gnarr, Þorsteinn Gestsson, Oliver Luckett, Júlíus Fjeldsted og Heiða Kristín Helgadóttir.AðsendHann segist hafa ákveðið að flytja til Íslands eftir að hafa heillast að landi og þjóð. „Þetta er friðsælasta land í heimi. Þau hafa ekki einu sinni her,“ segir Luckett. Hann segist hafa ákveðið að stofna nokkur fyrirtæki eftir nokkurra mánaða íhugun. Luckett segir Íslendinga vera í forystu á heimsvísu þegar kemur að sjálfbærum fiskveiðum og nefnir þar aflamarkskerfið sem hann segir koma í veg fyrir ofveiði og haldi sjávarlífríkinu við Íslandsstrendur í jafnvægi. Þá segir hann tæknivæddar fiskvinnslur víða um landið tryggja að 98 prósent aflans séu nýtt.Hann segir þó leiðina frá norður Atlantshafinu til bandarískra neytenda vera langa og þess vegna hafi Niceland Seafood ákveðið að hanna rekjanleikakerfi sem fyrirtækið kýs að kalla „TraceabiliT“ þar sem neytendur geta rakið uppruna fisksins sem þeir neyta. Niceland Seafood verður hleypt af stokkunum í Bandaríkjunum á matarráðstefnunni Aspen Food & Wine Classic í mánuðinum. Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að fjárfestingafélagið Eyrir Invest sé einn af bakhjörlum þess en Eyrir Invest er einn af stærstu hluthöfunum í Marel. Niceland Seafood verður með höfuðstöðvar í Denver í Bandaríkjunum í nálægð við samstarfsaðila sinn, fyrirtækið Seattle Fish Company en forstjóri þess fyrirtækis, Derek Figueroa segist afar spenntur fyrir samstarfinu.
Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Sjá meira