Fær ekki að athuga hvort finna megi gull í Þormóðsdal Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 12. júní 2018 11:34 Leitað hefur verið að gulli Þormóðsdal, með hléum, í yfir hundrað ár. Vísir/Vilhelm Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála (UUA) hefur hafnað kröfu fyrirtækisins Iceland Resources um að ógilda ákvörðun Mosfellsbæjar sem synjaði fyrirtækinu um framkvæmdaleyfi. Fyrirtækið vildi hefja rannsóknarboranir í Þormóðsdal og kanna hvort þar mætti finna gull í nægilegu magni til að hefja námuvinnslu. Þann 26. júní 2016 sótti Iceland Resources um framkvæmdaleyfi fyrir rannsóknarborunum í Þormóðsdal til skipulagsnefndar Mosfellsbæjar. Þar kom fram að fyrirtækið áætlaði að boraðar yrðu 18 rannsóknarholur á svæðinu og opnaðir fjórir skurðir. Fylgdu umsókninni upplýsingar um að Skipulagsstofnun teldi framkvæmdirnar ekki matsskyldar vegna umhverfisáhrifa. Skipulagsnefnd hafnaði umsókninni þann 6. september 2016 á þeim forsendum að umsókn um framkvæmdaleyfi samræmdist ekki Aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030. Var þá óskað eftir fundi vegna málsins og var þá endurupptökubeiðni fyrirtækisins var hafnað þar sem nefndin taldi ný gögn ekki breyta afstöðu sinni og ítrekaði að umsókn um framkvæmdaleyfi samræmdist ekki aðalskipulagi bæjarins .Ekki komið fram að rannsóknirnar væru í jarðfræðilegum tilgangiÍ úrskurði UUA segir að Iceland Resources hafi fært þau rök fyrir sínu máli að fyrirtækið hafi viljað framkvæma rannsóknarboranir í jarðfræðilegum tilgangi til að athuga við hvaða kringumstæður gull safnist fyrir í íslensku umhverfi. Rannsóknirnar væru tímabundnar og að svæðið yrði ekki fyrir varanlegum skaða af þeim. Í máli Mosfellsbæjar segir hins vegar að það hafi aldrei komið fram í umsókn fyrirtækisins að boranirnar væru hugsaðar í jarðfræðilegum tilgangi heldur hafi ávallt verið ljóst í umsóknarferlinu að boranirnar væru undanfari þess að sótt yrði um leyfi til námuvinnslu, fyndist gull í nægilegu magni til að hefja mætti vinnslu. UUA kemst að þeirri niðurstöðu að þær upplýsingar sem Iceland Resources lagði fram á fundi sínum með bæjaryfirvöldum hafi ekki verið þess eðlis að ákvörðun bæjarstjórnar Mosfellsbæjar hafi verið byggð á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum. Því hafi ekki verið fyrir hendi skilyrði til endurupptöku og hafi það því verið rétt ákvörðun bæjarstjórnar að synja beiðni fyrirtækisins. Þá tekur nefndin fram að úrskurður í málinu hafi dregist verulega sökum mikils fjölda og umfangs mála sem skotið hefur verið til nefndarinnar. Tengdar fréttir Gullleitarmenn með ný sýni kærðu synjun úr Þormóðsdal Framkvæmdastjóri Iceland Resources segir nýjar niðurstöður úr sýnum úr Þormóðsdal renna enn frekari stoðum undir að þar sé talsvert magn gulls. 3. nóvember 2017 07:00 Sækja um leyfi til gullleitar á Íslandi Iceland Resources hefur sótt um leyfi til að leita að gulli á átta stöðum á Íslandi. 23. júlí 2015 07:00 Borað eftir gulli í Þormóðsdal á næsta ári Niðurstöður rannsókna benda til þess að gull sé í jarðvegi í Þormóðsdal. Á næsta ári verður borað til rannsókna. 8. desember 2013 22:30 Mest lesið Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála (UUA) hefur hafnað kröfu fyrirtækisins Iceland Resources um að ógilda ákvörðun Mosfellsbæjar sem synjaði fyrirtækinu um framkvæmdaleyfi. Fyrirtækið vildi hefja rannsóknarboranir í Þormóðsdal og kanna hvort þar mætti finna gull í nægilegu magni til að hefja námuvinnslu. Þann 26. júní 2016 sótti Iceland Resources um framkvæmdaleyfi fyrir rannsóknarborunum í Þormóðsdal til skipulagsnefndar Mosfellsbæjar. Þar kom fram að fyrirtækið áætlaði að boraðar yrðu 18 rannsóknarholur á svæðinu og opnaðir fjórir skurðir. Fylgdu umsókninni upplýsingar um að Skipulagsstofnun teldi framkvæmdirnar ekki matsskyldar vegna umhverfisáhrifa. Skipulagsnefnd hafnaði umsókninni þann 6. september 2016 á þeim forsendum að umsókn um framkvæmdaleyfi samræmdist ekki Aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030. Var þá óskað eftir fundi vegna málsins og var þá endurupptökubeiðni fyrirtækisins var hafnað þar sem nefndin taldi ný gögn ekki breyta afstöðu sinni og ítrekaði að umsókn um framkvæmdaleyfi samræmdist ekki aðalskipulagi bæjarins .Ekki komið fram að rannsóknirnar væru í jarðfræðilegum tilgangiÍ úrskurði UUA segir að Iceland Resources hafi fært þau rök fyrir sínu máli að fyrirtækið hafi viljað framkvæma rannsóknarboranir í jarðfræðilegum tilgangi til að athuga við hvaða kringumstæður gull safnist fyrir í íslensku umhverfi. Rannsóknirnar væru tímabundnar og að svæðið yrði ekki fyrir varanlegum skaða af þeim. Í máli Mosfellsbæjar segir hins vegar að það hafi aldrei komið fram í umsókn fyrirtækisins að boranirnar væru hugsaðar í jarðfræðilegum tilgangi heldur hafi ávallt verið ljóst í umsóknarferlinu að boranirnar væru undanfari þess að sótt yrði um leyfi til námuvinnslu, fyndist gull í nægilegu magni til að hefja mætti vinnslu. UUA kemst að þeirri niðurstöðu að þær upplýsingar sem Iceland Resources lagði fram á fundi sínum með bæjaryfirvöldum hafi ekki verið þess eðlis að ákvörðun bæjarstjórnar Mosfellsbæjar hafi verið byggð á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum. Því hafi ekki verið fyrir hendi skilyrði til endurupptöku og hafi það því verið rétt ákvörðun bæjarstjórnar að synja beiðni fyrirtækisins. Þá tekur nefndin fram að úrskurður í málinu hafi dregist verulega sökum mikils fjölda og umfangs mála sem skotið hefur verið til nefndarinnar.
Tengdar fréttir Gullleitarmenn með ný sýni kærðu synjun úr Þormóðsdal Framkvæmdastjóri Iceland Resources segir nýjar niðurstöður úr sýnum úr Þormóðsdal renna enn frekari stoðum undir að þar sé talsvert magn gulls. 3. nóvember 2017 07:00 Sækja um leyfi til gullleitar á Íslandi Iceland Resources hefur sótt um leyfi til að leita að gulli á átta stöðum á Íslandi. 23. júlí 2015 07:00 Borað eftir gulli í Þormóðsdal á næsta ári Niðurstöður rannsókna benda til þess að gull sé í jarðvegi í Þormóðsdal. Á næsta ári verður borað til rannsókna. 8. desember 2013 22:30 Mest lesið Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Gullleitarmenn með ný sýni kærðu synjun úr Þormóðsdal Framkvæmdastjóri Iceland Resources segir nýjar niðurstöður úr sýnum úr Þormóðsdal renna enn frekari stoðum undir að þar sé talsvert magn gulls. 3. nóvember 2017 07:00
Sækja um leyfi til gullleitar á Íslandi Iceland Resources hefur sótt um leyfi til að leita að gulli á átta stöðum á Íslandi. 23. júlí 2015 07:00
Borað eftir gulli í Þormóðsdal á næsta ári Niðurstöður rannsókna benda til þess að gull sé í jarðvegi í Þormóðsdal. Á næsta ári verður borað til rannsókna. 8. desember 2013 22:30