Rafrettufrumvarp Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, var samþykkt á Alþingi núna skömmu eftir klukkan 15 í dag með 54 samhljóða atkvæðum. Voru níu þingmenn fjarstaddir atkvæðagreiðsluna.
Frumvarpið hefur verið umdeilt en þingheimur er nú að því er virðist sammála um ágæti þess. Frumvarpið setur ýmsar skorður á innflutning, sölu og dreifingu á rafrettum og efnum í þær og finnst mörgum of langt gengið með því.
Þannig hafa „veiparar,“ það er fólk sem notar rafrettur, fjölmennt í mótmæli við þinghúsið undanfarið til að láta í ljós skoðun sína á frumvarpinu.
![](https://www.visir.is/vaktin/content/flags/2018-10-22T153245.909Z-Manchester_City_FC_badge.svg.png)
![](https://www.visir.is/vaktin/content/flags/gracenote/4087.png)