Aldargamalt fullveldi þarf að glíma við fjölbreytta ógn Heimir Már Pétursson skrifar 23. nóvember 2018 20:30 Forsætisráðherra og formaður þjóðaröryggisráðs segir fullveldinu stafa ógn af öðrum hlutum nú en þegar Ísland hlaut fullveldi fyrir hundrað árum. Hernaðarógnin hafi breyst og nú þurfi auk hennar að glíma við allt frá fölskum fréttum til netárása og alvarlegar loftlagsbreytingar. Í tilefni 100 ára afmælis fullveldis Íslands boðuðu Þjóðaröryggisráð og alþjóðamálastofnun í samvinnu við háskólanna til málþings í Hörpu í dag. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður þjóðaröryggisráðs, Ólafur Ragnar Grímsson fyrrverandi forseti og Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands ávörpuðu öll þingið ásamt fjölda sérfræðinga um fullveldi og þjóðaröryggi. Málþingið var haldið af þjóðaröryggisráði og alþjóðamálastofnun í samvinnu við háskólana í landinu þar sem í ávörpum og stuttum samræðum var velt upp ýmsum birtingarmyndum á þeim ógnum sem snúa að fullveldinu og þjóðaröryggingu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði verkefnið ekki hvað síst að standa vörð um opna og upplýsta umræðu í samfélaginu sem væri grundvallarþáttur í lýðræðislegri stjórnskipan. „Hundrað árum eftir að Ísland varð fullvalda ríki stöndum við frami fyrir nýjum viðfangsefnum þegar kemur að öryggismálum. Hernaðarógnin lítur öðruvísi út en hún gerði þá, tæknin hefur breytt hernaði. Alþjóðlegt samstarf hefði breytt stríðsrekstri. Með auknu flæði bæði fólks og fjármagns hefur skipulögð brotastarfsemi gerbreyst. Nýjar net- og tækniógnir verða til nánast dag hvern,“ sagði Katrín. Það væri frumskylda stjórnvalda að gæta öryggis borgaranna en það yrði ekki gert með því að draga úr alþjóðlegu samstarfi heldur með því að auka það. Ólafur Ragnar sagði einstakt í sögunni að svo fámenn þjóð fengi fullveldi og það bæri að þakka þeim sem unnið hefðu úr því frá árinu 1918. Árangur Íslendinga síðustu öldina byggði að mesu á eigin verkum þótt samstarf við aðra hafi sannarlega hjálpað til. Lærdómur sögunnar væri að Íslendingar yrðu fyrst og fremst að treysta á sjálfa sig. „Hafa burði til að taka sjálfstæðar ákvarðanir. Jafnvel þótt öll helstu bandalagsríki reyni að þrýsta okkur í aðrar áttir,“ sagði forsetinn fyrrverandi. Guðni Th. Jóhannesson hóf ávarp sitt á því að sagt hafi verið að fátt væri eins hættulegt og reyna að spá fyrir um framtíðina. En hitt væri líka víst að fátt væri eins hættulegt og að festast í fortíðinni. „Sú var tíð að einangrun okkar hér út í ballarhafi átti að vera okkur vörn. Átti að veita okkur þjóðaröryggi. En samt var það svo ef við misstum tengslin við útlönd að fullu eða nær öllu var voðinn vís,“ sagði forsetinn meðal annars. Erindi Katrínar Jakobsdóttur, Ólafs Ragnars Grímssonar og Guðna Th. Jóhannessonar má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Alþingi Ólafur Ragnar Grímsson Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
Forsætisráðherra og formaður þjóðaröryggisráðs segir fullveldinu stafa ógn af öðrum hlutum nú en þegar Ísland hlaut fullveldi fyrir hundrað árum. Hernaðarógnin hafi breyst og nú þurfi auk hennar að glíma við allt frá fölskum fréttum til netárása og alvarlegar loftlagsbreytingar. Í tilefni 100 ára afmælis fullveldis Íslands boðuðu Þjóðaröryggisráð og alþjóðamálastofnun í samvinnu við háskólanna til málþings í Hörpu í dag. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður þjóðaröryggisráðs, Ólafur Ragnar Grímsson fyrrverandi forseti og Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands ávörpuðu öll þingið ásamt fjölda sérfræðinga um fullveldi og þjóðaröryggi. Málþingið var haldið af þjóðaröryggisráði og alþjóðamálastofnun í samvinnu við háskólana í landinu þar sem í ávörpum og stuttum samræðum var velt upp ýmsum birtingarmyndum á þeim ógnum sem snúa að fullveldinu og þjóðaröryggingu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði verkefnið ekki hvað síst að standa vörð um opna og upplýsta umræðu í samfélaginu sem væri grundvallarþáttur í lýðræðislegri stjórnskipan. „Hundrað árum eftir að Ísland varð fullvalda ríki stöndum við frami fyrir nýjum viðfangsefnum þegar kemur að öryggismálum. Hernaðarógnin lítur öðruvísi út en hún gerði þá, tæknin hefur breytt hernaði. Alþjóðlegt samstarf hefði breytt stríðsrekstri. Með auknu flæði bæði fólks og fjármagns hefur skipulögð brotastarfsemi gerbreyst. Nýjar net- og tækniógnir verða til nánast dag hvern,“ sagði Katrín. Það væri frumskylda stjórnvalda að gæta öryggis borgaranna en það yrði ekki gert með því að draga úr alþjóðlegu samstarfi heldur með því að auka það. Ólafur Ragnar sagði einstakt í sögunni að svo fámenn þjóð fengi fullveldi og það bæri að þakka þeim sem unnið hefðu úr því frá árinu 1918. Árangur Íslendinga síðustu öldina byggði að mesu á eigin verkum þótt samstarf við aðra hafi sannarlega hjálpað til. Lærdómur sögunnar væri að Íslendingar yrðu fyrst og fremst að treysta á sjálfa sig. „Hafa burði til að taka sjálfstæðar ákvarðanir. Jafnvel þótt öll helstu bandalagsríki reyni að þrýsta okkur í aðrar áttir,“ sagði forsetinn fyrrverandi. Guðni Th. Jóhannesson hóf ávarp sitt á því að sagt hafi verið að fátt væri eins hættulegt og reyna að spá fyrir um framtíðina. En hitt væri líka víst að fátt væri eins hættulegt og að festast í fortíðinni. „Sú var tíð að einangrun okkar hér út í ballarhafi átti að vera okkur vörn. Átti að veita okkur þjóðaröryggi. En samt var það svo ef við misstum tengslin við útlönd að fullu eða nær öllu var voðinn vís,“ sagði forsetinn meðal annars. Erindi Katrínar Jakobsdóttur, Ólafs Ragnars Grímssonar og Guðna Th. Jóhannessonar má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.
Alþingi Ólafur Ragnar Grímsson Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira