Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Hátt í hundað einstaklingar hafa leitað til Verkalýðsfélags Suðurlands á árinu vegna þess að þeir telja sig ekki hafa ekki fengið greidd rétt laun. Rætt verður við formann félagsins í kvöldfréttum Stöðvar 2 kl. 18:30 sem segir ólíðandi þegar vinnuveitendur svíkja fólk viljandi.

Einnig fjöllum við um frumvarp stjórnarflokkanna um veiðigjöld, sem líklegt er að verði afgreitt frá Alþingi í miklum ágreiningi við fjóra af fimm flokkum stjórnarandstöðunnar.

Við ræðum við Ólöfu Öfjörð sem hefur beðið í tvö og hálft ár eftir að komast í magahjáveituaðgerð og er meðal þeirra hundrað sem eru á biðlista. Hún segir þurfa lífsnauðsynlega að komast í aðgerð og að erfitt sé að missa ekki tökin í biðinni.

Einnig höldum við áfram að fjalla um Íslandspóst og alvarlega fjárhagsstöðu fyrirtækisins. Rætt verður við Willum Þór Þórsson, formann fjárlaganefndar Alþingis, sem segir það koma til greina að breyta fjárlagafrumvarpinu fyrir þriðju umræðu. Einnig skoðum við Svartan föstudag og hvort Íslendingar hafi flykkst í búðir eins og frægt er í Bandaríkjunum á þessum stóra afsláttardegi.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum í opinni dagskrá og á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×