Fjárlaganefnd skoðar áfram heimild til að lána Póstinum Þorbjörn Þórðarson skrifar 23. nóvember 2018 18:30 Á næstunni lokar pósthúsið á horni Austurstrætis og Pósthússtrætis en með því verður endir bundinn á 150 ára sögu póstþjónustu á staðnum. Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis, segir að það komi til greina að breyta fjárlagafrumvarpinu fyrir þriðju umræðu og veita ríkissjóði heimild til að lána Íslandspósti ef skýr svör berast frá fyrirtækinu um endurgreiðslu lánsins og hvaða tryggingar verði settar fyrir endurgreiðslunni. Íslandspóstur glímir nú við alvarlegan lausafjárvanda. Fyrir afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins úr annarri umræðu dró meirihluti fjárlaganefndar Alþingis til baka breytingartillögu við frumvarpið sem hefði heimilað ríkissjóði að lána Íslandspósti einn og hálfan milljarð króna. Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts sagði í fréttum okkar í gær að fyrirtækið gæti ekki staðið við skuldbindingar sínar. „Öll fyrirtæki sem geta ekki staðið við skuldbindingar sínar fara í þrot fyrr eða síðar. (...) Ástæðan fyrir því að við erum að leita til ríkisins með þessa fjármögnun er fyrst og fremst sú að viðskiptabanki okkar treystir sér ekki til þess að veita félaginu skammtímalán. Fyrst og fremst vegna þess að rekstrargrundvöllur póstþjónustunnar er ekki í lagi og hefur ekki verið það í mörg ár,“ segir Ingimundur.Willum Þór Þórsson formaður fjárlaganefndar Alþingis. Vísir/Vilhelm.Willum Þór Þórsson formaður fjárlaganefndar Alþingis segir að nefndin hafi ekki útilokað að ríkissjóði verði veitt heimild til að lána Póstinum. „Við munum taka ákvörðun fyrir þriðju umræðu. En við þurfum meta þau skilyrði og fá skýrari svör um hversu stóran hluta af þessari heimild Pósturinn þurfi örugglega að nota því þetta eru miklar fjárhæðir, hvaða tryggingar eru fyrir því að greiða ríkissjóði þetta til baka og hvernig og á hvað löngum tíma. Það sem við gerðum í þessari viku fyrir aðra umræðu varðandi þessa heimild, því hún var ekki í upphaflega frumvarpinu, var að kalla til okkar samgönguráðuneytið, fjármálaráðuneytið og stjórnendur Íslandspósts og afla gagna og fá svör við spurningum. Við þurfum bara að nýta tímann núna til að fara yfir þessi gögn og þessi svör,“ segir Willum. Íslandspóstur Tengdar fréttir Forstjóri Póstsins kallar eftir ríkisframlagi til að halda uppi þjónustu Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts segir að fyrirtækið sé eitt af örfáum póstfyrirtækjum í Evrópu sem njóti ekki framlaga frá ríkissjóði. Póstfyrirtæki á Norðurlöndunum njóti slíkra framlaga til að halda uppi þjónustu. Pósturinn glímir nú við mikinn lausafjárvanda og staða fyrirtækisins er tvísýn ef það fær ekki lán frá ríkissjóði. 23. nóvember 2018 12:15 Forstjóri segist ætla að stokka upp í rekstri Íslandspósts Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts segir að stokka þurfi upp rekstur fyrirtækisins sem hefur ekki staðið undir sér undanfarin ár. 22. nóvember 2018 15:15 Staða Póstsins tvísýn ef ekki fæst lán frá ríkissjóði Forstjóri Íslandspósts vonar að fjárlaganefnd Alþingis sjái að sér og samþykki breytingartillögu við fjárlög sem heimilar ríkissjóði að veita Íslandspósti 1,5 milljarða króna lán. 22. nóvember 2018 20:45 Tóku út heimild fyrir láni til Íslandspósts Annarri umræðu um fjárlagafrumvarp næsta árs lauk í gær með fjölda atkvæðagreiðslna en þær tóku fjórar klukkustundir rúmar. 22. nóvember 2018 06:15 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis, segir að það komi til greina að breyta fjárlagafrumvarpinu fyrir þriðju umræðu og veita ríkissjóði heimild til að lána Íslandspósti ef skýr svör berast frá fyrirtækinu um endurgreiðslu lánsins og hvaða tryggingar verði settar fyrir endurgreiðslunni. Íslandspóstur glímir nú við alvarlegan lausafjárvanda. Fyrir afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins úr annarri umræðu dró meirihluti fjárlaganefndar Alþingis til baka breytingartillögu við frumvarpið sem hefði heimilað ríkissjóði að lána Íslandspósti einn og hálfan milljarð króna. Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts sagði í fréttum okkar í gær að fyrirtækið gæti ekki staðið við skuldbindingar sínar. „Öll fyrirtæki sem geta ekki staðið við skuldbindingar sínar fara í þrot fyrr eða síðar. (...) Ástæðan fyrir því að við erum að leita til ríkisins með þessa fjármögnun er fyrst og fremst sú að viðskiptabanki okkar treystir sér ekki til þess að veita félaginu skammtímalán. Fyrst og fremst vegna þess að rekstrargrundvöllur póstþjónustunnar er ekki í lagi og hefur ekki verið það í mörg ár,“ segir Ingimundur.Willum Þór Þórsson formaður fjárlaganefndar Alþingis. Vísir/Vilhelm.Willum Þór Þórsson formaður fjárlaganefndar Alþingis segir að nefndin hafi ekki útilokað að ríkissjóði verði veitt heimild til að lána Póstinum. „Við munum taka ákvörðun fyrir þriðju umræðu. En við þurfum meta þau skilyrði og fá skýrari svör um hversu stóran hluta af þessari heimild Pósturinn þurfi örugglega að nota því þetta eru miklar fjárhæðir, hvaða tryggingar eru fyrir því að greiða ríkissjóði þetta til baka og hvernig og á hvað löngum tíma. Það sem við gerðum í þessari viku fyrir aðra umræðu varðandi þessa heimild, því hún var ekki í upphaflega frumvarpinu, var að kalla til okkar samgönguráðuneytið, fjármálaráðuneytið og stjórnendur Íslandspósts og afla gagna og fá svör við spurningum. Við þurfum bara að nýta tímann núna til að fara yfir þessi gögn og þessi svör,“ segir Willum.
Íslandspóstur Tengdar fréttir Forstjóri Póstsins kallar eftir ríkisframlagi til að halda uppi þjónustu Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts segir að fyrirtækið sé eitt af örfáum póstfyrirtækjum í Evrópu sem njóti ekki framlaga frá ríkissjóði. Póstfyrirtæki á Norðurlöndunum njóti slíkra framlaga til að halda uppi þjónustu. Pósturinn glímir nú við mikinn lausafjárvanda og staða fyrirtækisins er tvísýn ef það fær ekki lán frá ríkissjóði. 23. nóvember 2018 12:15 Forstjóri segist ætla að stokka upp í rekstri Íslandspósts Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts segir að stokka þurfi upp rekstur fyrirtækisins sem hefur ekki staðið undir sér undanfarin ár. 22. nóvember 2018 15:15 Staða Póstsins tvísýn ef ekki fæst lán frá ríkissjóði Forstjóri Íslandspósts vonar að fjárlaganefnd Alþingis sjái að sér og samþykki breytingartillögu við fjárlög sem heimilar ríkissjóði að veita Íslandspósti 1,5 milljarða króna lán. 22. nóvember 2018 20:45 Tóku út heimild fyrir láni til Íslandspósts Annarri umræðu um fjárlagafrumvarp næsta árs lauk í gær með fjölda atkvæðagreiðslna en þær tóku fjórar klukkustundir rúmar. 22. nóvember 2018 06:15 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Forstjóri Póstsins kallar eftir ríkisframlagi til að halda uppi þjónustu Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts segir að fyrirtækið sé eitt af örfáum póstfyrirtækjum í Evrópu sem njóti ekki framlaga frá ríkissjóði. Póstfyrirtæki á Norðurlöndunum njóti slíkra framlaga til að halda uppi þjónustu. Pósturinn glímir nú við mikinn lausafjárvanda og staða fyrirtækisins er tvísýn ef það fær ekki lán frá ríkissjóði. 23. nóvember 2018 12:15
Forstjóri segist ætla að stokka upp í rekstri Íslandspósts Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts segir að stokka þurfi upp rekstur fyrirtækisins sem hefur ekki staðið undir sér undanfarin ár. 22. nóvember 2018 15:15
Staða Póstsins tvísýn ef ekki fæst lán frá ríkissjóði Forstjóri Íslandspósts vonar að fjárlaganefnd Alþingis sjái að sér og samþykki breytingartillögu við fjárlög sem heimilar ríkissjóði að veita Íslandspósti 1,5 milljarða króna lán. 22. nóvember 2018 20:45
Tóku út heimild fyrir láni til Íslandspósts Annarri umræðu um fjárlagafrumvarp næsta árs lauk í gær með fjölda atkvæðagreiðslna en þær tóku fjórar klukkustundir rúmar. 22. nóvember 2018 06:15