Formaður Öryrkjabandalagsins sakar stjórnvöld um ruddalega framkomu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. nóvember 2018 13:13 Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ. Vísir/hanna Formaður Öryrkjabandalagsins segir ruddalegt að stjórnvöld hafi ekki haft samráð um að framlög til öryrkja yrðu lækkuð um milljarð milli fyrstu og annarrar umræðu fjárlaga. Bandalagið lítur á afgreiðslu annarrar umræðu um fjárlagafrumvarpið sem alvarleg svik við gefin loforð. Stjórn Öryrkjabandalagsins sendi frá sér yfirlýsingu þessa efnis í gær þar er þess krafist að að þeir fjórir milljarðar sem lofað var að settir yrðu í almannatryggingakerfið til að hefja leiðréttingar á kjörum öryrkja skili sér án tafar. En í annarri umræðu kom fram að framlagið yrði 2,9 milljarða króna. Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Öryrkjabandalagsins segir að ekkert samráð hafi verið við bandalagið um niðurskurðinn. „Okkur finnst þetta harkalegur niðurskurður sem verður milli fyrstu og annarrar fjárlagaumræðu og afar ruddalegt að tala ekki einu sinni við okkur um að þeir væru að hugsa um að draga einn milljarð til baka,“ segir hún. Hún segir örorkulífeyri ekkert hækka í nýjum tillögum. „Við erum með tæpar 239 þúsund krónur í örorkulífeyrir á mánuði fyrir skatt. Samkvæmt núverandi tillögum hækkar þessi upphæð ekkert því gert er ráð fyrir svipaðri verðbólgu og nemur hækkun uppá 3,6%. Stjórnvöld setja svo inn 2,9 milljarða króna í málaflokkin sem fara í kerfisbreytingar á almannatryggingakerfinu. Ekkert er vitað um hvenær sú kerfisbreyting verður. Að mínu viti áttu þessir peningar að fara í að draga úr skerðingum eins og krónu á móti krónu,“ segir Þuríður. Bjarni Benediktsson sagði í ræðu á Alþingi í gær að verið væri að hækka bætur til öryrkja um 5,8%. Þuríður segir það rangt. „Við fórum nú og skoðuðum þetta. Það virðist vera að þarna sé hann að taka þessa 2,9 milljarða sem fara í kerfisbreytingar á almannatryggingakerfinu og svo 3,6% sem fara í bæturnar og fái þannig út þessa tölu. Að mínu viti áttu peningarnir að fara í að draga úr skerðingunum,“ segir Þuríður að lokum. Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Formaður Öryrkjabandalagsins segir ruddalegt að stjórnvöld hafi ekki haft samráð um að framlög til öryrkja yrðu lækkuð um milljarð milli fyrstu og annarrar umræðu fjárlaga. Bandalagið lítur á afgreiðslu annarrar umræðu um fjárlagafrumvarpið sem alvarleg svik við gefin loforð. Stjórn Öryrkjabandalagsins sendi frá sér yfirlýsingu þessa efnis í gær þar er þess krafist að að þeir fjórir milljarðar sem lofað var að settir yrðu í almannatryggingakerfið til að hefja leiðréttingar á kjörum öryrkja skili sér án tafar. En í annarri umræðu kom fram að framlagið yrði 2,9 milljarða króna. Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Öryrkjabandalagsins segir að ekkert samráð hafi verið við bandalagið um niðurskurðinn. „Okkur finnst þetta harkalegur niðurskurður sem verður milli fyrstu og annarrar fjárlagaumræðu og afar ruddalegt að tala ekki einu sinni við okkur um að þeir væru að hugsa um að draga einn milljarð til baka,“ segir hún. Hún segir örorkulífeyri ekkert hækka í nýjum tillögum. „Við erum með tæpar 239 þúsund krónur í örorkulífeyrir á mánuði fyrir skatt. Samkvæmt núverandi tillögum hækkar þessi upphæð ekkert því gert er ráð fyrir svipaðri verðbólgu og nemur hækkun uppá 3,6%. Stjórnvöld setja svo inn 2,9 milljarða króna í málaflokkin sem fara í kerfisbreytingar á almannatryggingakerfinu. Ekkert er vitað um hvenær sú kerfisbreyting verður. Að mínu viti áttu þessir peningar að fara í að draga úr skerðingum eins og krónu á móti krónu,“ segir Þuríður. Bjarni Benediktsson sagði í ræðu á Alþingi í gær að verið væri að hækka bætur til öryrkja um 5,8%. Þuríður segir það rangt. „Við fórum nú og skoðuðum þetta. Það virðist vera að þarna sé hann að taka þessa 2,9 milljarða sem fara í kerfisbreytingar á almannatryggingakerfinu og svo 3,6% sem fara í bæturnar og fái þannig út þessa tölu. Að mínu viti áttu peningarnir að fara í að draga úr skerðingunum,“ segir Þuríður að lokum.
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira