Íris segir sjálfsfróun kvenna vera tabú Stefán Árni Pálsson skrifar 23. nóvember 2018 14:30 Íris hefur verið að safna sjálfsfróunarsögum kvenna. Listakonan Íris Stefanía Skúladóttir er bókmenntafræðingur og leikhúskona og stofnaði meðal annars leikhúsið Norðurpólinn. Íris var framkvæmdastjóri listahátíðarinnar List án landamæra og einnig lauk hún námi í hagnýtri menningarmiðlun frá Háskóla Íslands en í dag er hún í MFA námi í sviðslistum við Listaháskóla Íslands. Og í því námi rannsakar hún kynhegðun fólks með áherslu á kynhegðun og sjálfsfróun kvenna og er hún að gefa út bók með sjálfsfróunarsögum íslenskra kvenna. Vala Matt ræddi við Írisi í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Hún segir að umræðan um kynlíf og sjálfsfróun kvenna vera ábótavant. Karlmenn ræði þessi mál ófeimnir en konurnar virðast oft skammast sín. Konur eru aldar upp við það að þetta umræðuefni sé ekki nógu kvenlegt eða hreinlega boðlegt ungum konum á meðan strákarnir verða karlmannlegir í augum annarra þegar þeir ræða sitt kynlíf og sína sjálfsfróun og ekkert þykir sjálfsagðara.Voru skrýtnar að ræða þetta „Þetta efni hefur eiginlega alltaf verið mér mjög hugleikið og það má alveg rekja þetta alveg niður í það þegar ég er sjálf unglingur,“ segir Íris. „Þá erum við vinkonurnar að tala um sjálfsfróun og erum bara mjög öruggar í því. Svo byrjar umræðan að vera meiri í kringum okkur en það eru bara strákar að tala um þetta. Við vorum bara flott, við skulum líka tala um þetta en það var ekki alveg tekið nægilega vel í það. Við finnum alveg fyrir því að við erum pínu skrýtnar að vera ræða þetta og það sé einhver skekkja þarna.“ Íris segist þá hafa rekist á rannsókn þar sem hlutföllin milli kynja séu mjög skökk. „Konur hafa ekki jafn mikið tilkall til umræðunnar þegar kemur að sjálfsfróun eða kynlífi og eigum að vera svo dannaðar, penar og fínar,“ segir Íris sem hefur verið að safna sjálfsfróunarsögum kvenna. Íris segir að það þurfi að breyta þessari umræðu og opna þannig að konur hafi sama frelsi og karlmenn. Hér að neðan má sjá viðtalið við Írisi. Kynlíf Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Halla í peysufötum langömmu sinnar Tíska og hönnun Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira
Listakonan Íris Stefanía Skúladóttir er bókmenntafræðingur og leikhúskona og stofnaði meðal annars leikhúsið Norðurpólinn. Íris var framkvæmdastjóri listahátíðarinnar List án landamæra og einnig lauk hún námi í hagnýtri menningarmiðlun frá Háskóla Íslands en í dag er hún í MFA námi í sviðslistum við Listaháskóla Íslands. Og í því námi rannsakar hún kynhegðun fólks með áherslu á kynhegðun og sjálfsfróun kvenna og er hún að gefa út bók með sjálfsfróunarsögum íslenskra kvenna. Vala Matt ræddi við Írisi í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Hún segir að umræðan um kynlíf og sjálfsfróun kvenna vera ábótavant. Karlmenn ræði þessi mál ófeimnir en konurnar virðast oft skammast sín. Konur eru aldar upp við það að þetta umræðuefni sé ekki nógu kvenlegt eða hreinlega boðlegt ungum konum á meðan strákarnir verða karlmannlegir í augum annarra þegar þeir ræða sitt kynlíf og sína sjálfsfróun og ekkert þykir sjálfsagðara.Voru skrýtnar að ræða þetta „Þetta efni hefur eiginlega alltaf verið mér mjög hugleikið og það má alveg rekja þetta alveg niður í það þegar ég er sjálf unglingur,“ segir Íris. „Þá erum við vinkonurnar að tala um sjálfsfróun og erum bara mjög öruggar í því. Svo byrjar umræðan að vera meiri í kringum okkur en það eru bara strákar að tala um þetta. Við vorum bara flott, við skulum líka tala um þetta en það var ekki alveg tekið nægilega vel í það. Við finnum alveg fyrir því að við erum pínu skrýtnar að vera ræða þetta og það sé einhver skekkja þarna.“ Íris segist þá hafa rekist á rannsókn þar sem hlutföllin milli kynja séu mjög skökk. „Konur hafa ekki jafn mikið tilkall til umræðunnar þegar kemur að sjálfsfróun eða kynlífi og eigum að vera svo dannaðar, penar og fínar,“ segir Íris sem hefur verið að safna sjálfsfróunarsögum kvenna. Íris segir að það þurfi að breyta þessari umræðu og opna þannig að konur hafi sama frelsi og karlmenn. Hér að neðan má sjá viðtalið við Írisi.
Kynlíf Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Halla í peysufötum langömmu sinnar Tíska og hönnun Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira