Innlent

Telur að Ís­lendingar hafi verið með í ráðum við að svindla fé út úr í­þrótta­fé­lögum

Gissur Sigurðsson skrifar
Auður Inga Þorsteinsdóttir er framkvæmdstjóri UMFÍ.
Auður Inga Þorsteinsdóttir er framkvæmdstjóri UMFÍ. Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Auður Inga Þorsteinsdóttir framkvæmdastjóri Ungmennafélags Íslands telur fullvíst að einhver eða einhverjir Íslendingar hafi verið með í ráðum við að svindla fjármunum út úr íþróttafélögum nýverið.

Í tölvupóstum til gjaldkera félaganna, þar sem þeir voru beðnir að leggja upphæðir inn á tiltekna reikninga erlendis, hafi komið fram staðgóð þekking á innviðum félaganna, nöfn og stöður stjórnenda þeirra, og ýmsar aðrar upplýsingar sem hvergi komi fram á heimasíðum félaganna.

Þá sé íslenskan lýtalaus, eða betri en nokkurt þýðingarforrit gæti náð, þótt þeim fari fram.

Ekki hefur komist upp um svindlarana, svo fréttastofu sé kunnugt um.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×