Ráðuneyti fellir of þunga refsingu gagnvart fötluðum fanga úr gildi Birgir Olgeirsson skrifar 12. júlí 2018 14:19 Barry Von Tuijl missti fótlegg í slysi Stöð 2 Innanríkisráðuneytið hefur fellt ákvörðun Fangelsismálastofnunar, um að flytja fangann Barry Van Tuijl úr opnu fangelsi, í lokað úr gildi. Í úrskurði innanríkisráðuneytisins kemur fram að ákvörðunin um að flytja Barry úr opnu fangelsi í lokað hafi verið afar íþyngjandi og ekki í samræmi við grófleika þess brots sem Barry framdi. Barry hafði átt samskipti við fyrrum samfanga á golfvelli fangelsisins að Kvíabryggju sem er á lóð fangelsisins. Ráðuneytið segir Fangelsismálastofnun hafa farið strangar í sakirnar en nauðsyn bar til í máli Barry. Unnt hefði verið að ná fram því markmiði sem stefnt var að með ákvörðun um vægari agaviðurlög.Barry Van TuijlEgill AðalsteinssonLjóst að um brot á reglum var að ræða Áréttar ráðuneytið að agaviðurlög geta einnig falist í skriflegri áminningu, sviptingu helmings þóknunar fyrir ástundun vinnu og náms í ákveðinn tíma, sviptingu aukabúnaðar sem sérstakt leyfi þarf fyrir og takmörkun heimsókna, símtala og bréfaskipta um ákveðinn tíma. Ráðuneytið tekur undir með forstöðumanni Fangelsismálastofnunar að um heimsókn var að ræða þegar Barry hitti fyrrum samfanga sinn, enda hefur Barry sjálfur viðurkennt að hafa fengið símtal frá viðkomandi og ákveðið að hitta hann á tilteknum stað og á ákveðnum tíma. Slíkt geti ekki annað talist en heimsókn og að heimsóknin hafi ekki farið fram í samræmi við þær heimsóknarreglur sem eru í gildi hjá Fangelsismálastofnun og höfðu verið kynntar fyrir Barry.Afplánar dóm fyrir fíkniefnasmygl Barry var dæmdur í átta og hálfs árs fangelsi í mars árið 2016 fyrir stórfellt fíkniefnasmygl til landsins. Hann og konan hans voru stöðvuð við komuna til landsins með Norrænu á Seyðisfirði þann 8. september árið 2015 með 209 þúsund e-töflur og tíu kíló af MDMA-mulningi til viðbótar. Hann játaði sök en konan neitaði frá upphafi að hafa vitað af tilgangi ferðarinnar og fór svo að hún var sýknuð.Barry missti fótlegg í umferðarslysi og notar gervifót, en vegna tíðra sýkinga í stúfnum þarf hann oft að notast við hjólastól. Afstaða, félag fanga, gangrýndi harðlega refsinguna sem Barry hlaut þegar hann var fluttur úr opnu fangelsi í lokað og sagði hann ekki hafa komist í sturtu né hafa fengið aðgang að hjólastól. Tengdar fréttir Fluttur á Hólmsheiði fyrir spjall á golfvelli Fangi á Kvíabryggju var fluttur í lokað fangelsi eftir spjall á golfvelli fangelsisins. Fanganum er lýst sem fyrirmyndarfanga. Félag fanga segir fangelsisyfirvöld beita hörku í agaviðurlögum og telja að um brot á meðalhófi sé að ræða. 28. júní 2018 06:00 Formaður Afstöðu gagnrýnir ákvörðun Fangelsismálastofnunnar 28. júní 2018 19:15 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Egill Þór er látinn Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Sjá meira
Innanríkisráðuneytið hefur fellt ákvörðun Fangelsismálastofnunar, um að flytja fangann Barry Van Tuijl úr opnu fangelsi, í lokað úr gildi. Í úrskurði innanríkisráðuneytisins kemur fram að ákvörðunin um að flytja Barry úr opnu fangelsi í lokað hafi verið afar íþyngjandi og ekki í samræmi við grófleika þess brots sem Barry framdi. Barry hafði átt samskipti við fyrrum samfanga á golfvelli fangelsisins að Kvíabryggju sem er á lóð fangelsisins. Ráðuneytið segir Fangelsismálastofnun hafa farið strangar í sakirnar en nauðsyn bar til í máli Barry. Unnt hefði verið að ná fram því markmiði sem stefnt var að með ákvörðun um vægari agaviðurlög.Barry Van TuijlEgill AðalsteinssonLjóst að um brot á reglum var að ræða Áréttar ráðuneytið að agaviðurlög geta einnig falist í skriflegri áminningu, sviptingu helmings þóknunar fyrir ástundun vinnu og náms í ákveðinn tíma, sviptingu aukabúnaðar sem sérstakt leyfi þarf fyrir og takmörkun heimsókna, símtala og bréfaskipta um ákveðinn tíma. Ráðuneytið tekur undir með forstöðumanni Fangelsismálastofnunar að um heimsókn var að ræða þegar Barry hitti fyrrum samfanga sinn, enda hefur Barry sjálfur viðurkennt að hafa fengið símtal frá viðkomandi og ákveðið að hitta hann á tilteknum stað og á ákveðnum tíma. Slíkt geti ekki annað talist en heimsókn og að heimsóknin hafi ekki farið fram í samræmi við þær heimsóknarreglur sem eru í gildi hjá Fangelsismálastofnun og höfðu verið kynntar fyrir Barry.Afplánar dóm fyrir fíkniefnasmygl Barry var dæmdur í átta og hálfs árs fangelsi í mars árið 2016 fyrir stórfellt fíkniefnasmygl til landsins. Hann og konan hans voru stöðvuð við komuna til landsins með Norrænu á Seyðisfirði þann 8. september árið 2015 með 209 þúsund e-töflur og tíu kíló af MDMA-mulningi til viðbótar. Hann játaði sök en konan neitaði frá upphafi að hafa vitað af tilgangi ferðarinnar og fór svo að hún var sýknuð.Barry missti fótlegg í umferðarslysi og notar gervifót, en vegna tíðra sýkinga í stúfnum þarf hann oft að notast við hjólastól. Afstaða, félag fanga, gangrýndi harðlega refsinguna sem Barry hlaut þegar hann var fluttur úr opnu fangelsi í lokað og sagði hann ekki hafa komist í sturtu né hafa fengið aðgang að hjólastól.
Tengdar fréttir Fluttur á Hólmsheiði fyrir spjall á golfvelli Fangi á Kvíabryggju var fluttur í lokað fangelsi eftir spjall á golfvelli fangelsisins. Fanganum er lýst sem fyrirmyndarfanga. Félag fanga segir fangelsisyfirvöld beita hörku í agaviðurlögum og telja að um brot á meðalhófi sé að ræða. 28. júní 2018 06:00 Formaður Afstöðu gagnrýnir ákvörðun Fangelsismálastofnunnar 28. júní 2018 19:15 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Egill Þór er látinn Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Sjá meira
Fluttur á Hólmsheiði fyrir spjall á golfvelli Fangi á Kvíabryggju var fluttur í lokað fangelsi eftir spjall á golfvelli fangelsisins. Fanganum er lýst sem fyrirmyndarfanga. Félag fanga segir fangelsisyfirvöld beita hörku í agaviðurlögum og telja að um brot á meðalhófi sé að ræða. 28. júní 2018 06:00