Mátti litlu muna að björgun drengjanna yrði að stórslysi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. júlí 2018 09:00 Aðstæður við björgun drengjanna í hellinum voru mjög erfiðar. vísir/ap Nýtt myndband sem taílenski sjóherinn birti á Facebook-síðu sinni í gær frá björgun fótboltastrákanna tólf og þjálfara þeirra sýnir vel við hversu erfiðar aðstæður björgunin fór fram. Í myndbandinu sjást kafarar inni í hellinum þar sem þeir gera sig klára til þess að kafa lengra inn eftir strákunum. Þeir eru með sterk ljós sem lýsa upp rýmið þar sem mikið myrkur var inni í hellnum og vatnið nær þeim upp að brjóstkassa. Foringjar úr taílenska sjóhernum hafa lýst því hversu litlu mátti muna að björgunin snerist upp í andhverfu sína og yrði að stórslysi. Í fyrstu töldu björgunarmenn að það yrði tiltölulega auðsótt að bjarga strákunum og þjálfara þeirra en mikil rigning sem fyllti hellinn hraðar en búist var við neyddi sjóherinn til að endurskipuleggja aðgerðir sínar.Ólíkur öllu öðru sem kafararnir hafa upplifað Kafarar úr hernum voru sendir inn í hellinn en leðja, þrengsli og mikið vatn komu í veg fyrir að þeir kæmust eitthvað áleiðis. „Hellirinn var ólíkur öllu öðru sem við höfum upplifað, því það var svo dimmt,“ segir Apakorn Youkongkaew, foringi í sjóhernum. Þá voru aðstæður í hellinum svo erfiðar að í 23 tíma missti herinn samband við tvö teymi kafara sem voru inni í hellinum. Auk þess þurfti öflugri pumpur og tæki til þess að dæla vatni út úr hellinum og fleiri sérþjálfaða kafara. Síðan var komið að björguninni sjálfri. Súrefnisstigið í hellinum var að verða eitrað svo björgunarliðið hafði minna en mánuð til að koma drengjunum út að sögn Youkongkaew. Ótti við að strákarnir myndu falla í dá vegna súrefnisskorts varð til þess að yfirvöld ákváðu að láta reyna á að koma þeim út. Það skipti einnig máli að von var á enn meiri rigningu.Fengu róandi fyrir ferðina út úr hellinum Allir tólf drengirnir voru með köfunargrímu sem náði yfir allt andlitið og var þeim fylgt út einum í einu af tveimur köfurum. Var einn kafari fyrir aftan drenginn og annar fyrir framan. Hver drengur var síðan fluttur á sjúkrabörur og vafinn í teppi þegar komið var á þurrt land. Yfirmaður hersins virtist staðfesta á blaðamannafundi í gær að drengjunum hafi verið gefið róandi fyrir ferðina út úr hellinum þegar hann sagði að sumir þeirra hafi mögulega sofið á leiðinni.Fréttir höfðu áður borist af því að bæði strákunum og þjálfara þeirra hefðu verið gefin róandi lyf til að koma í veg fyrir að þeir myndu fá kvíðakast á leiðinni úr hellinum. Strákarnir tólf og þjálfarinn þeirra eru enn í einangrun á sjúkrahúsi en myndbönd af þeim á spítalanum voru birt í gær. Þeir sjást með læknagrímur fyrir vitum og veifa í myndavélina til að sýna þakklæti sitt. Þá var birt myndband af foreldrum þeirra þar sem þeir stóðu með tárin í augunum á bak við glervegg og horfðu inn á drengina sína. Fastir í helli í Taílandi Tengdar fréttir Þakkar þjálfaranum fyrir gott ástand drengjanna Læknir sem skoðað hefur drengina tólf og metið ástand þeirra eftir 17 daga dvöl í hellinum í Taílandi segir þá í góðu ástandi miðað við aðstæður. 11. júlí 2018 10:26 Rétt náðu að bjarga síðasta drengnum áður en dælan bilaði Ekki mátti miklu muna að björgun tælensku drengjanna, sem hírst höfðu í helli í rúmar 2 vikur, hefði farið út um þúfur. 11. júlí 2018 06:27 Með tárin í augunum þegar foreldrarnir fengu að sjá drengina á ný Foreldrar drengjannna sem fastir voru í hellinum í Taílandi í sautján daga fengu loksins að líta foreldra sína augum á ný. 11. júlí 2018 13:30 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Sjá meira
Nýtt myndband sem taílenski sjóherinn birti á Facebook-síðu sinni í gær frá björgun fótboltastrákanna tólf og þjálfara þeirra sýnir vel við hversu erfiðar aðstæður björgunin fór fram. Í myndbandinu sjást kafarar inni í hellinum þar sem þeir gera sig klára til þess að kafa lengra inn eftir strákunum. Þeir eru með sterk ljós sem lýsa upp rýmið þar sem mikið myrkur var inni í hellnum og vatnið nær þeim upp að brjóstkassa. Foringjar úr taílenska sjóhernum hafa lýst því hversu litlu mátti muna að björgunin snerist upp í andhverfu sína og yrði að stórslysi. Í fyrstu töldu björgunarmenn að það yrði tiltölulega auðsótt að bjarga strákunum og þjálfara þeirra en mikil rigning sem fyllti hellinn hraðar en búist var við neyddi sjóherinn til að endurskipuleggja aðgerðir sínar.Ólíkur öllu öðru sem kafararnir hafa upplifað Kafarar úr hernum voru sendir inn í hellinn en leðja, þrengsli og mikið vatn komu í veg fyrir að þeir kæmust eitthvað áleiðis. „Hellirinn var ólíkur öllu öðru sem við höfum upplifað, því það var svo dimmt,“ segir Apakorn Youkongkaew, foringi í sjóhernum. Þá voru aðstæður í hellinum svo erfiðar að í 23 tíma missti herinn samband við tvö teymi kafara sem voru inni í hellinum. Auk þess þurfti öflugri pumpur og tæki til þess að dæla vatni út úr hellinum og fleiri sérþjálfaða kafara. Síðan var komið að björguninni sjálfri. Súrefnisstigið í hellinum var að verða eitrað svo björgunarliðið hafði minna en mánuð til að koma drengjunum út að sögn Youkongkaew. Ótti við að strákarnir myndu falla í dá vegna súrefnisskorts varð til þess að yfirvöld ákváðu að láta reyna á að koma þeim út. Það skipti einnig máli að von var á enn meiri rigningu.Fengu róandi fyrir ferðina út úr hellinum Allir tólf drengirnir voru með köfunargrímu sem náði yfir allt andlitið og var þeim fylgt út einum í einu af tveimur köfurum. Var einn kafari fyrir aftan drenginn og annar fyrir framan. Hver drengur var síðan fluttur á sjúkrabörur og vafinn í teppi þegar komið var á þurrt land. Yfirmaður hersins virtist staðfesta á blaðamannafundi í gær að drengjunum hafi verið gefið róandi fyrir ferðina út úr hellinum þegar hann sagði að sumir þeirra hafi mögulega sofið á leiðinni.Fréttir höfðu áður borist af því að bæði strákunum og þjálfara þeirra hefðu verið gefin róandi lyf til að koma í veg fyrir að þeir myndu fá kvíðakast á leiðinni úr hellinum. Strákarnir tólf og þjálfarinn þeirra eru enn í einangrun á sjúkrahúsi en myndbönd af þeim á spítalanum voru birt í gær. Þeir sjást með læknagrímur fyrir vitum og veifa í myndavélina til að sýna þakklæti sitt. Þá var birt myndband af foreldrum þeirra þar sem þeir stóðu með tárin í augunum á bak við glervegg og horfðu inn á drengina sína.
Fastir í helli í Taílandi Tengdar fréttir Þakkar þjálfaranum fyrir gott ástand drengjanna Læknir sem skoðað hefur drengina tólf og metið ástand þeirra eftir 17 daga dvöl í hellinum í Taílandi segir þá í góðu ástandi miðað við aðstæður. 11. júlí 2018 10:26 Rétt náðu að bjarga síðasta drengnum áður en dælan bilaði Ekki mátti miklu muna að björgun tælensku drengjanna, sem hírst höfðu í helli í rúmar 2 vikur, hefði farið út um þúfur. 11. júlí 2018 06:27 Með tárin í augunum þegar foreldrarnir fengu að sjá drengina á ný Foreldrar drengjannna sem fastir voru í hellinum í Taílandi í sautján daga fengu loksins að líta foreldra sína augum á ný. 11. júlí 2018 13:30 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Sjá meira
Þakkar þjálfaranum fyrir gott ástand drengjanna Læknir sem skoðað hefur drengina tólf og metið ástand þeirra eftir 17 daga dvöl í hellinum í Taílandi segir þá í góðu ástandi miðað við aðstæður. 11. júlí 2018 10:26
Rétt náðu að bjarga síðasta drengnum áður en dælan bilaði Ekki mátti miklu muna að björgun tælensku drengjanna, sem hírst höfðu í helli í rúmar 2 vikur, hefði farið út um þúfur. 11. júlí 2018 06:27
Með tárin í augunum þegar foreldrarnir fengu að sjá drengina á ný Foreldrar drengjannna sem fastir voru í hellinum í Taílandi í sautján daga fengu loksins að líta foreldra sína augum á ný. 11. júlí 2018 13:30