Innlent

Stuðningsfulltrúinn í gæsluvarðhaldi þar til dómur gengur í máli hans

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Aðalmeðferð málsins fór fram í Héraðsdómi Reykjaness í júní síðastliðnum.
Aðalmeðferð málsins fór fram í Héraðsdómi Reykjaness í júní síðastliðnum. fréttablaðið/GVA
Maður, sem starfaði sem stuðningsfulltrúi hjá barnavernd Reykjavíkur, verður áfram í gæsluvarðhaldi þar til dómur gengur í máli hans en þó eigi lengur en til 2. ágúst næstkomandi.

Þetta er niðurstaða Landsréttar sem staðfesti þar með úrskurð Héraðsdóms Reykjaness frá því á fimmtudaginn í síðustu viku.

Maðurinn er ákærður fyrir ítrekuð og langvarandi kynferðisbrot gegn börnum og fyrir nauðganir. Eru brotin talin geta varðað allt að 16 ára fangelsi.

Aðalmeðferð málsins fór fram í júní og var málið dómtekið í lok þess mánaðar, eða þann 29. júní, en enn á eftir að kveða upp dóm yfir ákærða. Hann hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan í janúar en hann hefur neitað sakargiftum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×