Þýskum hægriöfgamönnum vex ásmegin eftir harkaleg mótmæli Kjartan Kjartansson skrifar 4. september 2018 23:30 Spenna hefur ríkt í borginni Chemnitz þar sem hægriöfgamenn hafa mótmælt innflytjendastefnu stjórnvalda eftir stunguárás í borginni. Vísir/Getty Valkostur fyrir Þýskaland, öfgahægriflokkur sem er andsnúinn innflytjendum, mælist nú stærri en annar ríkisstjórnarflokkur landsins í nýrri skoðanakönnun. Einhver ofbeldisfyllstu mótmæli þýskra öfgahægramanna í áratugi hafa brotist út í kjölfar manndráps í borginni Chemnitz.. Fulltrúar flokksins hafa gert sér mat úr máli tveggja innflytjenda frá Sýrlandi og Írak sem voru handteknir fyrir að stinga mann til bana í Chemnitz í síðasta mánuði. Um sex þúsund stuðningsmenn Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) og andíslömsku PEGIDA-hreyfingarinnar komu saman í borginni á laugardag eftir röð mótmæla gegn innflytjenda- og flóttamannastefnu Angelu Merkel kanslara í síðustu viku. Þar sáust nýnasistar elta og áreita innflytjendur á götum úti, kasta flöskum, sprengja flugelda og heilsa að nasistasið, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Slíkar heilsur eru ólöglegar í Þýskalandi. Um 65.000 manns komu saman á tónleikum til höfuðs útlendingaandúðar sem vinstrisinnaðir hópar héldu í Chemnitz í gærkvöldi. Í nýrri skoðanakönnun mælist AfD með sautján prósent fylgi. Samkvæmt henni er hægriöfgaflokkurinn nú með einu prósentustigi meira fylgi en Sósíaldemókrataflokkurinn, samstarfsflokkur Kristilegra demókrata Merkel kanslara í ríkisstjórn. AfD er nú þriðji stærsti flokkurinn á sambandsþingi Þýskalands og stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn. Næstu stóru kosningarnar í Þýskalandi eru sambandsríkiskosningar í Bæjaralandi þar sem bandamenn Merkel eiga í vök að verjast gegn uppgangi AfD. Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sjá meira
Valkostur fyrir Þýskaland, öfgahægriflokkur sem er andsnúinn innflytjendum, mælist nú stærri en annar ríkisstjórnarflokkur landsins í nýrri skoðanakönnun. Einhver ofbeldisfyllstu mótmæli þýskra öfgahægramanna í áratugi hafa brotist út í kjölfar manndráps í borginni Chemnitz.. Fulltrúar flokksins hafa gert sér mat úr máli tveggja innflytjenda frá Sýrlandi og Írak sem voru handteknir fyrir að stinga mann til bana í Chemnitz í síðasta mánuði. Um sex þúsund stuðningsmenn Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) og andíslömsku PEGIDA-hreyfingarinnar komu saman í borginni á laugardag eftir röð mótmæla gegn innflytjenda- og flóttamannastefnu Angelu Merkel kanslara í síðustu viku. Þar sáust nýnasistar elta og áreita innflytjendur á götum úti, kasta flöskum, sprengja flugelda og heilsa að nasistasið, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Slíkar heilsur eru ólöglegar í Þýskalandi. Um 65.000 manns komu saman á tónleikum til höfuðs útlendingaandúðar sem vinstrisinnaðir hópar héldu í Chemnitz í gærkvöldi. Í nýrri skoðanakönnun mælist AfD með sautján prósent fylgi. Samkvæmt henni er hægriöfgaflokkurinn nú með einu prósentustigi meira fylgi en Sósíaldemókrataflokkurinn, samstarfsflokkur Kristilegra demókrata Merkel kanslara í ríkisstjórn. AfD er nú þriðji stærsti flokkurinn á sambandsþingi Þýskalands og stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn. Næstu stóru kosningarnar í Þýskalandi eru sambandsríkiskosningar í Bæjaralandi þar sem bandamenn Merkel eiga í vök að verjast gegn uppgangi AfD.
Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sjá meira