Fimm nýjar íbúðir á dag Höskuldur Kári Schram skrifar 4. september 2018 18:45 Um hundrað og fimmtíu nýjar íbúðir eru nú settar í sölu í hverjum mánuði en framboð á nýbyggingum á höfuðborgarsvæðinu hefur nærri tvöfaldast á undanförnum fimm árum. Hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði telur þó ólíklegt að aukið framboð skili sér í lækkandi húsnæðisverði. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Íbúðalánasjóðs um stöðuna á húsnæðismarkaði. Framboð á nýbyggingum hefur aukist verulega á þessu ári og þá hefur eftirspurn aukist að sama skapi. „Frá árinu 2013 og fram á mitt ár í fyrra þá voru í kringum fimmtíu til hundrað nýjar íbúðir settar í sölu hér á höfuðborgarsvæðinu í hverjum mánuði. En síðan þá hefur þessi fjöldi aukist og nú eru um 150 nýjar íbúðir sem eru settar í sölu í hverjum mánuði sem er í kringum 18 prósent af öllum íbúðum sem eru settar í sölu hér á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Ólafur Heiðar Helgason hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði. Ólafur segir að dregið hafi verulega úr sölutíma nýbyggðra íbúða þrátt fyrir að þær séu almennt dýrari í fermetrum talið en eldri íbúðir. Hann segir þó ólíklegt að þetta aukna framboð muni hafa veruleg áhrif á þróun húsnæðisverðs á næstu misserum. „Íbúðaverð hefur hækkað mikið hér á landi á undanförnum árum. Við sjáum að íbúðaverð hefur hækkað um 43 prósent umfram almennt verðlag frá upphafi árs 2015. Það er mun meiri hækkun en á hinum Norðurlöndunum. Næst koma Danmörk og Svíþjóð með um 14 prósenta hækkun á sama tímabili. Við teljum að þessar miklu hækkanir endurspegli að miklu leyti bætt efnahagsástand og lækkandi vexti en líka þann mikla skort á íbúðum sem er á markaði. þess vegna er ánægulegt að sjá nýbyggingum fjölga svona mikið,“ segir Ólafur. Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira
Um hundrað og fimmtíu nýjar íbúðir eru nú settar í sölu í hverjum mánuði en framboð á nýbyggingum á höfuðborgarsvæðinu hefur nærri tvöfaldast á undanförnum fimm árum. Hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði telur þó ólíklegt að aukið framboð skili sér í lækkandi húsnæðisverði. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Íbúðalánasjóðs um stöðuna á húsnæðismarkaði. Framboð á nýbyggingum hefur aukist verulega á þessu ári og þá hefur eftirspurn aukist að sama skapi. „Frá árinu 2013 og fram á mitt ár í fyrra þá voru í kringum fimmtíu til hundrað nýjar íbúðir settar í sölu hér á höfuðborgarsvæðinu í hverjum mánuði. En síðan þá hefur þessi fjöldi aukist og nú eru um 150 nýjar íbúðir sem eru settar í sölu í hverjum mánuði sem er í kringum 18 prósent af öllum íbúðum sem eru settar í sölu hér á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Ólafur Heiðar Helgason hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði. Ólafur segir að dregið hafi verulega úr sölutíma nýbyggðra íbúða þrátt fyrir að þær séu almennt dýrari í fermetrum talið en eldri íbúðir. Hann segir þó ólíklegt að þetta aukna framboð muni hafa veruleg áhrif á þróun húsnæðisverðs á næstu misserum. „Íbúðaverð hefur hækkað mikið hér á landi á undanförnum árum. Við sjáum að íbúðaverð hefur hækkað um 43 prósent umfram almennt verðlag frá upphafi árs 2015. Það er mun meiri hækkun en á hinum Norðurlöndunum. Næst koma Danmörk og Svíþjóð með um 14 prósenta hækkun á sama tímabili. Við teljum að þessar miklu hækkanir endurspegli að miklu leyti bætt efnahagsástand og lækkandi vexti en líka þann mikla skort á íbúðum sem er á markaði. þess vegna er ánægulegt að sjá nýbyggingum fjölga svona mikið,“ segir Ólafur.
Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira