Ekki loka Krýsuvík Steinunn Baldursdóttir skrifar 4. september 2018 15:21 Allt stefnir í að meðferðarheimilinu í Krýsuvík verði lokað í haust. Fjöldi einstaklinga hefur eignast nýtt líf eftir dvölina þar og er undirrituð þar á meðal. Satt að segja er árangurinn af meðferðarstarfinu í Krýsuvík betri en margir vita. Samkvæmt úttekt landlæknis voru rúmlega 64% þeirra sem útskrifuðust án vímuefna í eitt ár eða lengur eftir að meðferð lauk. Rúmlega 31% þeirra var án vímuefna þremur árum eftir að meðferð lauk. Það er ekki lítið miðað við hversu langt leiddir margir skjólstæðingar Krýsuvíkur eru við komuna þangað. Oft eru skjólstæðingar Krýsuvíkur fólk sem aðrar stofnanir hafa ekki náð árangri með. En hvers vegna á þá að loka Krýsuvík? Er virkilega engin þörf á þessu einstaka meðferðarúrræði? Gerðar voru ákveðnar athugasemdir um starfsemina fyrr á árinu sem stjórnendur vinna í því að bæta. Það er því engin þörf á því að loka heimilinu vegna þeirra og gera að engu það góða starf sem unnið er í þágu skjólstæðinga þess. Geðdeild Landspítalans lokaði í 6 vikur í sumar og SÁÁ þurfti að takmarka starfsemi sína. Hlaðgerðarkot var þá eina langtíma úrræðið sem stóð til boða. Sjaldan hafa biðlistarnir verið jafn langir og fólk deyr á meðan það býður eftir úrræði. Er þetta aðferðin sem stjórnvöld ætla að nota til að vinna á lyfjafaraldrinum? Með því að loka einu af fjórum meðferðarúrræðum? Því fylgir mikil ábyrgð. Þörfin fyrir meðferðarúrræði er gríðarlega mikil. Það er þyngra en tárum taki að fjöldi ungmenna hefur dáið undanfarna mánuði af ofneyslu ópíóða. Langtímameðferð eins og framkvæmd er í Krýsuvík virkar best fyrir langt leidda fíkla. Þar er unnið markvisst meðferðarstarf sem hefur sýnt sig að virkar, með áherslu á 12 spora leiðina, meðal annars í samstarfi við Drekaslóð, fræðslu- og þjónustumiðstöð fyrir þolendur ofbeldi og vímuefna. Ekki loka Krýsuvík. Við sem eignuðumst þar nýtt líf viljum sjá að fleiri hafi tækifæri á slíku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson Skoðun Er Inga Sæland Þjófur? Birgir Dýrfjörð Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar skrifar Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson skrifar Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson skrifar Skoðun Minna af þér og meira af öðrum Heiða Björk Sturludóttir skrifar Skoðun Að byggja upp öfluga og flotta leikskóla til framtíðar Ísabella Markan skrifar Skoðun Að koma skriðdreka á Snæfellsnes Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Ræstitækni ehf.: Fríríki atvinnurekandans Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Skiptir hugarfarið máli? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum ekki að hafa alla með okkur í liði Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Verkfærakistan er alltaf opin Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Píratar til forystu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Beðið fyrir verðbólgu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Minni pólitík, meiri fagmennska Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ný krydd í skuldasúpuna Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ferðasjóður ÍSÍ hefur rýrnað frá árinu 2019 Heimir Örn Árnason skrifar Sjá meira
Allt stefnir í að meðferðarheimilinu í Krýsuvík verði lokað í haust. Fjöldi einstaklinga hefur eignast nýtt líf eftir dvölina þar og er undirrituð þar á meðal. Satt að segja er árangurinn af meðferðarstarfinu í Krýsuvík betri en margir vita. Samkvæmt úttekt landlæknis voru rúmlega 64% þeirra sem útskrifuðust án vímuefna í eitt ár eða lengur eftir að meðferð lauk. Rúmlega 31% þeirra var án vímuefna þremur árum eftir að meðferð lauk. Það er ekki lítið miðað við hversu langt leiddir margir skjólstæðingar Krýsuvíkur eru við komuna þangað. Oft eru skjólstæðingar Krýsuvíkur fólk sem aðrar stofnanir hafa ekki náð árangri með. En hvers vegna á þá að loka Krýsuvík? Er virkilega engin þörf á þessu einstaka meðferðarúrræði? Gerðar voru ákveðnar athugasemdir um starfsemina fyrr á árinu sem stjórnendur vinna í því að bæta. Það er því engin þörf á því að loka heimilinu vegna þeirra og gera að engu það góða starf sem unnið er í þágu skjólstæðinga þess. Geðdeild Landspítalans lokaði í 6 vikur í sumar og SÁÁ þurfti að takmarka starfsemi sína. Hlaðgerðarkot var þá eina langtíma úrræðið sem stóð til boða. Sjaldan hafa biðlistarnir verið jafn langir og fólk deyr á meðan það býður eftir úrræði. Er þetta aðferðin sem stjórnvöld ætla að nota til að vinna á lyfjafaraldrinum? Með því að loka einu af fjórum meðferðarúrræðum? Því fylgir mikil ábyrgð. Þörfin fyrir meðferðarúrræði er gríðarlega mikil. Það er þyngra en tárum taki að fjöldi ungmenna hefur dáið undanfarna mánuði af ofneyslu ópíóða. Langtímameðferð eins og framkvæmd er í Krýsuvík virkar best fyrir langt leidda fíkla. Þar er unnið markvisst meðferðarstarf sem hefur sýnt sig að virkar, með áherslu á 12 spora leiðina, meðal annars í samstarfi við Drekaslóð, fræðslu- og þjónustumiðstöð fyrir þolendur ofbeldi og vímuefna. Ekki loka Krýsuvík. Við sem eignuðumst þar nýtt líf viljum sjá að fleiri hafi tækifæri á slíku.
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun